Sävehof jafnaði metin gegn Skövde í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.
Sävehof, sem lenti í sjöunda sæti deildarinnar, tapaði fyrsta undanúrslitaleiknum á föstudag með einu marki en tók annan leikinn á heimavelli 26-23 í kvöld.
Ágúst Elí Björgvinsson átti stórgóðan leik í marki Sävehof, varði 15 bolta og var með 44 prósenta markvörslu.
Heimamenn tóku yfirhöndina snemma leiks en gestirnir í Skövde tóku forystuna þegar fór að líða á fyrri hálfleik. Staðan var jöfn 11-11 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Leikurinn var nokkuð jafn framan af í seinni hálfleik en svo skiptust liðin á að taka áhlaup. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum munaði þremur mörkum á liðinu og Sävehof náði að sigla sigrinum heim.
Liðin mætast þriðja sinn eftir viku.
Ágúst frábær er Savehof jafnaði metin
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti
