Fulltrúi ungu kynslóðarinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 10:00 Borgarstjórinn Pete Buttigieg nýtur óvæntra vinsælda og er nú einn sá sigurstranglegasti í forkosningum Demókrata. Nordicphotos/AFP Pete Buttigieg hefur skotist upp á stjörnuhimin bandarískra stjórnmála á síðustu vikum. Framboð hans til forseta í forkosningum Demókrata sem eitt sinn þótti einstaklega ólíklegt til að bera árangur er nú það fjórða sigurstranglegasta, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman. Þessi borgarstjóri South Bend í Indiana, sem hefur litla aðra reynslu af stjórnmálum, yrði yngsti forseti Bandaríkjanna ef hann nær kjöri, þá 38 ára, og fyrsti opinberlega samkynhneigði forsetinn. En þrátt fyrir að hafa verið tiltölulega óþekktur á meðal bandarísks almennings hefur Buttigieg verið orðaður við forsetaembættið í nokkur ár. Barack Obama, þá fráfarandi forseti, sagði í viðtali við The New Yorker í nóvember 2016 að Buttigieg lofaði einstaklega góðu. Sama ár birti The New York Times pistil frá pistlahöfundinum Frank Bruni um Buttigieg undir fyrirsögninni: „Fyrsti samkynhneigði forsetinn?“ Þar sagði Bruni að Buttigieg væri eins og einhver hefði mótað fullkominn forsetaframbjóðanda fyrir Demókrata á tilraunastofu. En hver er þessi óvænta vonarstjarna Demókrata og á hann raunverulega möguleika á því að vinna? Fréttablaðið rýnir hér í feril hans. Áður en lengra er haldið ber þó að útskýra hvernig maður ber fram eftirnafn frambjóðandans. Buttigieg hefur sjálfur leikið sér með það í útgefnu efni og styðst við útskýringuna „boot-edge-edge“. Nafnið kemur frá Möltu, þaðan sem faðir frambjóðandans fluttist til Bandaríkjanna, og þýðir hænsnabóndi.Persónan framar stefnu Segja má að sú kosningabarátta sem Buttigieg hefur háð hingað til snúist um persónutöfra og persónuleika frambjóðandans frekar en einstök stefnumál. Ýmsir hafa náð ágætis árangri með þessari aðferð. Nú síðast Beto O’Rourke árið 2016 sem komst óvenju nálægt því að hrifsa til sín öldungadeildarsæti í Repúblikanaríkinu Texas af Ted Cruz. O’Rourke er nú í framboði og reynir að fanga stemninguna á ný en gengur, samkvæmt könnunum, verr en Buttigieg. Samkvæmt greiningu sama miðils á skrifum og ræðum Buttigiegs allt frá því hann var í háskóla hefur borgarstjórinn, oft kallaður „Mayor Pete“ ef til vill sökum þess að margir eiga erfitt með að bera fram eftirnafnið, ítrekað lagt áherslu á málfar og orðræðu framar stefnu eða hugmyndafræði. Samkvæmt greiningu tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight höfðar Buttigieg einna helst til ungra kjósenda, þeirra af hinni svokölluðu þúsaldarkynslóð. Þeir eru um þriðjungur af þátttakendum í forkosningunum. Buttigieg hefur nýtt aldur sinn óspart í kosningunum og má segja að hann sé sterk andstæða hinna sigurstranglegu en rúmlega sjötugu Joes Biden og Bernies Sanders. Borgarstjórinn reiðir sig á samfélagsmiðla í kosningabaráttunni og talar skýrt og skorinort um að þörf sé á nýrri sýn. „Eruð þið reiðubúin að stíga í burtu frá stjórnmálum fortíðarinnar?“ spurði hann fylgjendur sína á Twitter fyrr á árinu. Einnig má nefna það þegar leikkonan Amy Poehler sagði í mars að Leslie Knope, persóna hennar í gamanþáttunum Parks and Recreation, gæti stutt Buttigieg í kosningabaráttunni. Þættirnir gerðust á skrifstofu almenningsgarðadeildar skáldaða bæjarins Pawnee í Indiana og svaraði Buttigieg því á Twitter: „Bíðið þangað til hún kemst að því að hún er að tala um manninn sem Almenningsgarðasamtök Indiana völdu kjörinn fulltrúa ársins 2018.“ Buttigieg hefur að auki verið lofaður fyrir herþjónustu sína og áhuga á klassískum bókmenntum. Þá hafa fjölmiðlar og stuðningsmenn einbeitt sér sérstaklega að tungumálakunnáttu borgarstjórans. Buttigieg talar góða norsku, arabísku, spænsku, maltnesku, frönsku, ítölsku, persneska málið dari og svo vitanlega ensku. Hefur til að mynda svarað spurningum norskra blaðamanna á norsku.Buttigieg áritar bol stuðningsmanns í South Bend.Nordicphotos/AFPStefnan Þrátt fyrir að Buttigieg geri út á persónutöfrana hafa allir frambjóðendur stefnumál. Að minnsta kosti næstum allir. Dan Glickman, landbúnaðarráðherra Bills Clinton, sagði í viðtali við The New York Times að Buttigieg mætti best lýsa sem hófsömum miðjumanni. „Hann er einkar lunkinn við að tjá sína sýn, sem er framsækin en ekki um of,“ sagði Glickman. Þegar litið er yfir vefsíðu framboðs Buttigiegs er engan lista yfir stefnumál að finna, líkt og má sjá á vefsíðum framboða til að mynda Bidens og Sanders. Áherslan er þess í stað lögð á að segja frá ævi frambjóðandans og þeirri sýn hans að þörf sé á nýjum sjónarmiðum í staðinn fyrir að horfa til fortíðar. Buttigieg hefur þó vitanlega fjallað um stefnu sína í viðtölum og sýnt hana í verki sem borgarstjóri. Hann er fylgjandi réttinum til meðgöngurofs, vill sjá hertar aðgerðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og afnema dauðarefsingar. Hann er andvígur áformum Donalds Trump forseta í innflytjendamálum og banni hans við herþjónustu transfólks. Þá vill hann gera öllum kleift að fá opinberar sjúkratryggingar og gengur þar með ekki jafnlangt, að minnsta kosti ekki strax, og til að mynda Sanders sem vill að sjúkratryggingar verði alfarið á ábyrgð hins opinbera. Hinseginleikinn Sú staðreynd að Buttigieg er samkynhneigður hefur vakið vonir hinsegin Bandaríkjamanna, samkvæmt BuzzFeed News, um að þeirra „Obama-stund“ sé loks komin. Er þar átt við að Buttigieg gæti orðið fyrsti hinsegin forsetinn rétt eins og Barack Obama varð fyrsti svarti forseti Bandaríkjanna árið 2009. Í frétt miðilsins sagði að þótt framboð Buttigiegs snerist ekki um kynhneigð hans, rétt eins og framboð Obama snerist ekki um kynþátt, væri hún óaðskiljanlegur hluti persónu hans og þar með forsetaframboðs. Rufus Gifford, einn áhrifamesti hinsegin Demókratinn og fyrrverandi fjáröflunarstjóri Obama, sagði við BuzzFeed News að hann hefði nú þegar veitt framboði Buttigiegs hámarksstyrk. Buttigieg gengur reyndar almennt vel að safna peningum. Þegar fjáröflunarskýrslur framboða voru birtar fyrr í mánuðinum kom fram að hann hefði safnað 7,1 milljón Bandaríkjadala. Einungis O’Rourke, Kamala Harris og Sanders höfðu safnað meiru. Kynhneigð Buttigiegs og ummæli hans á CNN í vikunni um að hann væri kristinnar trúar féllu í grýttan jarðveg á meðal bandarískra íhaldsmanna. Predikarinn Franklin Graham, sem kom eftirminnilega hingað til lands og predikaði á Hátíð vonar í Laugardalshöll árið 2013, tjáði sig um ummælin á Twitter. „Buttigieg borgarstjóri segist samkynhneigður, kristinn maður. Sem kristinn maður trúi ég því að Biblían skilgreini samkynhneigð með synd, eitthvað sem maður á að iðrast en ekki hreykja sér af. Biblían segir hjónaband vera á milli karls og konu, ekki tveggja karla eða tveggja kvenna,“ sagði Graham. Ummælin vöktu mikla reiði meðal frjálslyndra Demókrata sem komu Buttigieg til varnar. Líklega komu ummælin sér vel fyrir Buttigieg í pólitísku samhengi enda lítil þolinmæði fyrir talsmáta eins og Grahams á meðal þátttakenda í forkosningum Demókrata.Buttigieg er talinn vera á miðjunni í stjórnmálalitrófi Demókrataflokksins.rightSigurlíkur Vinsældir Buttigiegs og hagstæð fjölmiðlaumfjöllun er hins vegar til einskis ef stuðningurinn er ekki til staðar. Sem betur fer fyrir Buttigieg er það ekki tilfellið lengur. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman mældist Buttigieg með 1,9 prósent á fyrsta degi aprílmánaðar. Síðan þá hefur hann hækkað flugið verulega og er nú í 7,5 prósentum. Til samanburðar mælist Biden með 29,3 prósent, Sanders með 23, Harris með 8,3 og Elizabeth Warren með 6,5 prósent. Buttigieg nýtur enn meiri stuðnings í Iowa, fyrsta ríki forkosninganna. Þar stendur hann í 11,3 prósentum og er þriðji vinsælastur á eftir Biden með 23,7 prósent og Sanders með 19,7 prósent. Staðan er svo aftur betri í öðru forkosningaríkinu, New Hampshire. Þar er Buttigieg með 13 prósent, Biden með 20,5 og Sanders með 23 prósent, aftur samkvæmt meðaltali Real Clear Politics. Veðbankar eru einnig hrifnir af Buttigieg. Hann mælist þriðji líklegastur hjá PredictIt og fjórði hjá Election Betting Odds. Á síðarnefnda vefnum eru sigurlíkur hans taldar 13,5 prósent. Voru 9,2 prósent þann 1. apríl en ekki nema örfáar kommur nokkrum dögum fyrr. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Pete Buttigieg hefur skotist upp á stjörnuhimin bandarískra stjórnmála á síðustu vikum. Framboð hans til forseta í forkosningum Demókrata sem eitt sinn þótti einstaklega ólíklegt til að bera árangur er nú það fjórða sigurstranglegasta, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman. Þessi borgarstjóri South Bend í Indiana, sem hefur litla aðra reynslu af stjórnmálum, yrði yngsti forseti Bandaríkjanna ef hann nær kjöri, þá 38 ára, og fyrsti opinberlega samkynhneigði forsetinn. En þrátt fyrir að hafa verið tiltölulega óþekktur á meðal bandarísks almennings hefur Buttigieg verið orðaður við forsetaembættið í nokkur ár. Barack Obama, þá fráfarandi forseti, sagði í viðtali við The New Yorker í nóvember 2016 að Buttigieg lofaði einstaklega góðu. Sama ár birti The New York Times pistil frá pistlahöfundinum Frank Bruni um Buttigieg undir fyrirsögninni: „Fyrsti samkynhneigði forsetinn?“ Þar sagði Bruni að Buttigieg væri eins og einhver hefði mótað fullkominn forsetaframbjóðanda fyrir Demókrata á tilraunastofu. En hver er þessi óvænta vonarstjarna Demókrata og á hann raunverulega möguleika á því að vinna? Fréttablaðið rýnir hér í feril hans. Áður en lengra er haldið ber þó að útskýra hvernig maður ber fram eftirnafn frambjóðandans. Buttigieg hefur sjálfur leikið sér með það í útgefnu efni og styðst við útskýringuna „boot-edge-edge“. Nafnið kemur frá Möltu, þaðan sem faðir frambjóðandans fluttist til Bandaríkjanna, og þýðir hænsnabóndi.Persónan framar stefnu Segja má að sú kosningabarátta sem Buttigieg hefur háð hingað til snúist um persónutöfra og persónuleika frambjóðandans frekar en einstök stefnumál. Ýmsir hafa náð ágætis árangri með þessari aðferð. Nú síðast Beto O’Rourke árið 2016 sem komst óvenju nálægt því að hrifsa til sín öldungadeildarsæti í Repúblikanaríkinu Texas af Ted Cruz. O’Rourke er nú í framboði og reynir að fanga stemninguna á ný en gengur, samkvæmt könnunum, verr en Buttigieg. Samkvæmt greiningu sama miðils á skrifum og ræðum Buttigiegs allt frá því hann var í háskóla hefur borgarstjórinn, oft kallaður „Mayor Pete“ ef til vill sökum þess að margir eiga erfitt með að bera fram eftirnafnið, ítrekað lagt áherslu á málfar og orðræðu framar stefnu eða hugmyndafræði. Samkvæmt greiningu tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight höfðar Buttigieg einna helst til ungra kjósenda, þeirra af hinni svokölluðu þúsaldarkynslóð. Þeir eru um þriðjungur af þátttakendum í forkosningunum. Buttigieg hefur nýtt aldur sinn óspart í kosningunum og má segja að hann sé sterk andstæða hinna sigurstranglegu en rúmlega sjötugu Joes Biden og Bernies Sanders. Borgarstjórinn reiðir sig á samfélagsmiðla í kosningabaráttunni og talar skýrt og skorinort um að þörf sé á nýrri sýn. „Eruð þið reiðubúin að stíga í burtu frá stjórnmálum fortíðarinnar?“ spurði hann fylgjendur sína á Twitter fyrr á árinu. Einnig má nefna það þegar leikkonan Amy Poehler sagði í mars að Leslie Knope, persóna hennar í gamanþáttunum Parks and Recreation, gæti stutt Buttigieg í kosningabaráttunni. Þættirnir gerðust á skrifstofu almenningsgarðadeildar skáldaða bæjarins Pawnee í Indiana og svaraði Buttigieg því á Twitter: „Bíðið þangað til hún kemst að því að hún er að tala um manninn sem Almenningsgarðasamtök Indiana völdu kjörinn fulltrúa ársins 2018.“ Buttigieg hefur að auki verið lofaður fyrir herþjónustu sína og áhuga á klassískum bókmenntum. Þá hafa fjölmiðlar og stuðningsmenn einbeitt sér sérstaklega að tungumálakunnáttu borgarstjórans. Buttigieg talar góða norsku, arabísku, spænsku, maltnesku, frönsku, ítölsku, persneska málið dari og svo vitanlega ensku. Hefur til að mynda svarað spurningum norskra blaðamanna á norsku.Buttigieg áritar bol stuðningsmanns í South Bend.Nordicphotos/AFPStefnan Þrátt fyrir að Buttigieg geri út á persónutöfrana hafa allir frambjóðendur stefnumál. Að minnsta kosti næstum allir. Dan Glickman, landbúnaðarráðherra Bills Clinton, sagði í viðtali við The New York Times að Buttigieg mætti best lýsa sem hófsömum miðjumanni. „Hann er einkar lunkinn við að tjá sína sýn, sem er framsækin en ekki um of,“ sagði Glickman. Þegar litið er yfir vefsíðu framboðs Buttigiegs er engan lista yfir stefnumál að finna, líkt og má sjá á vefsíðum framboða til að mynda Bidens og Sanders. Áherslan er þess í stað lögð á að segja frá ævi frambjóðandans og þeirri sýn hans að þörf sé á nýjum sjónarmiðum í staðinn fyrir að horfa til fortíðar. Buttigieg hefur þó vitanlega fjallað um stefnu sína í viðtölum og sýnt hana í verki sem borgarstjóri. Hann er fylgjandi réttinum til meðgöngurofs, vill sjá hertar aðgerðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og afnema dauðarefsingar. Hann er andvígur áformum Donalds Trump forseta í innflytjendamálum og banni hans við herþjónustu transfólks. Þá vill hann gera öllum kleift að fá opinberar sjúkratryggingar og gengur þar með ekki jafnlangt, að minnsta kosti ekki strax, og til að mynda Sanders sem vill að sjúkratryggingar verði alfarið á ábyrgð hins opinbera. Hinseginleikinn Sú staðreynd að Buttigieg er samkynhneigður hefur vakið vonir hinsegin Bandaríkjamanna, samkvæmt BuzzFeed News, um að þeirra „Obama-stund“ sé loks komin. Er þar átt við að Buttigieg gæti orðið fyrsti hinsegin forsetinn rétt eins og Barack Obama varð fyrsti svarti forseti Bandaríkjanna árið 2009. Í frétt miðilsins sagði að þótt framboð Buttigiegs snerist ekki um kynhneigð hans, rétt eins og framboð Obama snerist ekki um kynþátt, væri hún óaðskiljanlegur hluti persónu hans og þar með forsetaframboðs. Rufus Gifford, einn áhrifamesti hinsegin Demókratinn og fyrrverandi fjáröflunarstjóri Obama, sagði við BuzzFeed News að hann hefði nú þegar veitt framboði Buttigiegs hámarksstyrk. Buttigieg gengur reyndar almennt vel að safna peningum. Þegar fjáröflunarskýrslur framboða voru birtar fyrr í mánuðinum kom fram að hann hefði safnað 7,1 milljón Bandaríkjadala. Einungis O’Rourke, Kamala Harris og Sanders höfðu safnað meiru. Kynhneigð Buttigiegs og ummæli hans á CNN í vikunni um að hann væri kristinnar trúar féllu í grýttan jarðveg á meðal bandarískra íhaldsmanna. Predikarinn Franklin Graham, sem kom eftirminnilega hingað til lands og predikaði á Hátíð vonar í Laugardalshöll árið 2013, tjáði sig um ummælin á Twitter. „Buttigieg borgarstjóri segist samkynhneigður, kristinn maður. Sem kristinn maður trúi ég því að Biblían skilgreini samkynhneigð með synd, eitthvað sem maður á að iðrast en ekki hreykja sér af. Biblían segir hjónaband vera á milli karls og konu, ekki tveggja karla eða tveggja kvenna,“ sagði Graham. Ummælin vöktu mikla reiði meðal frjálslyndra Demókrata sem komu Buttigieg til varnar. Líklega komu ummælin sér vel fyrir Buttigieg í pólitísku samhengi enda lítil þolinmæði fyrir talsmáta eins og Grahams á meðal þátttakenda í forkosningum Demókrata.Buttigieg er talinn vera á miðjunni í stjórnmálalitrófi Demókrataflokksins.rightSigurlíkur Vinsældir Buttigiegs og hagstæð fjölmiðlaumfjöllun er hins vegar til einskis ef stuðningurinn er ekki til staðar. Sem betur fer fyrir Buttigieg er það ekki tilfellið lengur. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman mældist Buttigieg með 1,9 prósent á fyrsta degi aprílmánaðar. Síðan þá hefur hann hækkað flugið verulega og er nú í 7,5 prósentum. Til samanburðar mælist Biden með 29,3 prósent, Sanders með 23, Harris með 8,3 og Elizabeth Warren með 6,5 prósent. Buttigieg nýtur enn meiri stuðnings í Iowa, fyrsta ríki forkosninganna. Þar stendur hann í 11,3 prósentum og er þriðji vinsælastur á eftir Biden með 23,7 prósent og Sanders með 19,7 prósent. Staðan er svo aftur betri í öðru forkosningaríkinu, New Hampshire. Þar er Buttigieg með 13 prósent, Biden með 20,5 og Sanders með 23 prósent, aftur samkvæmt meðaltali Real Clear Politics. Veðbankar eru einnig hrifnir af Buttigieg. Hann mælist þriðji líklegastur hjá PredictIt og fjórði hjá Election Betting Odds. Á síðarnefnda vefnum eru sigurlíkur hans taldar 13,5 prósent. Voru 9,2 prósent þann 1. apríl en ekki nema örfáar kommur nokkrum dögum fyrr.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira