Hörður Magnússon mun eins og fyrri ár fara með stjórn þáttanna og nýtur hann liðsinnis góðra sérfræðinga. Í sumar verða Þorkell Máni Pétursson, Hallbera Gísladóttir, Logi Ólafsson, Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorvaldur Örlygsson í hlutverkum sérfræðinga Pepsi Max-markanna.
Pepsi Max-boltinn byrjar svo að rúlla annað kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Víkingi Reykjavík. Fimm leikir eru á dagskrá á laugardaginn. Leikur ÍA og KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 16:00 og klukkan 20:00 verður leikur Stjörnunnar og KR sýndur á Stöð 2 Sport.
Fyrsta umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá upphitunarþáttinn sem eins og áður segir hefst klukkan 21:15.