Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR töpuðu fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino‘s deildar karla fyrir ÍR á heimavelli sínum í kvöld eftir framlengdan leik. Ingi Þór Steinþórsson sagði sína menn hafa gert allt of mikið af mistökum.
„Of mikið af mistökum hjá okkur,“ var einfalt svar frá Inga í leikslok spurður hvað hafi farið úrskeiðis. KR tapaði leiknum 83-89 eftir framlengingu.
„Við þurfum að skoða þennan leik mjög vandlega því það var mikið af hlutum sem við gerðum vitlaust.“
„Ég veit ekki hvernig línan var fyrir ykkur en mér fannst þetta full gróft,“ bætti Ingi við.
KR er að tapa boltanum mikið og þá voru sóknarfráköst ÍR-inga dýr heimaönnum.
„Við erum að tapa boltanum of oft, við leyfum þeim að ná fyrsta högginu og vorum að elta þá, það er þannig sem þeir ná forskotinu.“
„Við þurfum að finna lausnir og við ætlum í Seljaskóla til þess að jafna þetta,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson.
Liðin mætast öðru sinni í Hertz hellinum, Seljaskóla, á föstudagskvöld.
Ingi: Þurfum að skoða þetta vandlega því við gerum mikið af mistökum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
