Slökkvistarfi við Sléttuveg 7, þar sem eldur braust út í bílakjallara fyrr í dag, er lokið og var vettvangurinn afhentur lögreglu um hádegisbil ídag, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. Þá var húsið, sem er fjölbýlishús á vegum Öryrkjabandalagsins, rýmt en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru allir íbúar nú komnir aftur til síns heima.
Ekki urðu miklar skemmdir á húsinu í brunanum að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá dekkjum og rusli í bílakjallaranum en varðstjóri sagðist ekki hafa ástæðu til að halda að um íkveikju væri að ræða þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag.
Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu

Tengdar fréttir

Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg
Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara.