Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 13:13 Mexíkósk börn gægjast í gegnum múrinn yfir til Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. The Guardian greinir frá. Alríkislögreglan handtók Larry Mitchell Hopkins, 69 ára, á þeim grundvelli að hafa ólöglega haft í fórum sínum skotvopn og skotfæri aðeins nokkrum dögum eftir að hópurinn birti myndbönd þar sem vopnaðir menn sjást stöðva flóttamenn við landamærin í Nýju Mexíkó, þar sem þeir skipuðu fólkinu að sitja á jörðinni. Einnig sást hópurinn hafa samráð við landamæraeftirlitið um að láta taka fólkið í varðhald. Á fimmtudag kölluðu samtökin the American Civil Liberties Union (ACLU) eftir því að rannsókn hæfist á hópnum, sem eru yfirlýstir stuðningsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur vaktað landamærin og kallar sig United Constitutional Patriots (UCP). ACLU hefur lýst hópnum sem „vopnuðu, fasísku þjóðvarðliði“ sem hafi rænt og haldið fólki ólöglega sem sóst hafi eftir hæli. Hlutverk Hopkins innan hópsins er ekki þekkt og ekki er ljóst að svo stöddu hvort hann hafi verið ákærður vegna þess sem fram kom í myndbandinu. Embætti ríkissaksóknara í Nýju Mexíkó lýsti Hopkins sem „hættulegum glæpamanni sem ætti ekki að bera vopn nálægt börnum og fjölskyldum,“ sem og „vopnuðum einstaklingi sem haldið hafi innflytjendum við landamærin.“ Í tilkynningu alríkislögreglunnar kom nafn hópsins hvergi fram, né ólöglegt hald innflytjendanna, en þar sagði að Hopkins hafi einnig gengist undir nafninu Johnny Horton yngri og að hann muni mæta fyrir dóm á mánudag. Í einu myndbandanna sem var birt síðasta mánudag sjást mennirnir í hópnum skipa tugum flóttamanna fyrir, þar á meðal börnum, og segja þeim að sitja kyrr á jörðinni. Einnig er talað yfir myndbandið þar sem meðlimur hópsins segir „hér er engir landamæraverðir. Þetta erum við.“ Mennirnir virðast svo hringja í landamæraeftirlitið sem síðar mætir á staðinn. ACLU í Nýju Mexíkó segir, í bréfi til yfirvalda, að hópurinn hafi náð allt að 300 flóttamönnum í Nýju Mexíkó, rétt hjá El Paso í Texas. Í myndböndunum tala meðlimir hópsins fyrir tillögu Trumps um hinn margumrædda múr sem á að reisa á landamærunum, og vara einnig við „innrás.“ Áhyggjur hafa vaknað um að mennirnir, sem klæðast fötum í hermannastíl, gætu verið að þykjast vera landamæraverðir. Í einu myndbandanna myndaði Jim Benvie, einn meðlima hópsins, sig stoppa fjóra fullorðna og þrjú börn og segja „landamæraeftirlitið“ þegar hann nálgaðist þau, áður en hann kallaði á annan meðlim hópsins. Í símtali, sem vel heyrist í myndbandinu, heyrist einn mannanna segja „Halló, ég hef sjö hérna.“ UCP hópurinn hefur áður kynnt sig sem hóp sjálfboðaliða sem hjálpi landamæraeftirlitinu og styðji Trump. Undanfarin ár hefur herþjálfuðum hópum almennra borgara fjölgað og margir þeirra einkennast af útlendingahatri. Hóparnir vinna með landamæraeftirlitinu og leita uppi ólöglega innflytjendur. Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. The Guardian greinir frá. Alríkislögreglan handtók Larry Mitchell Hopkins, 69 ára, á þeim grundvelli að hafa ólöglega haft í fórum sínum skotvopn og skotfæri aðeins nokkrum dögum eftir að hópurinn birti myndbönd þar sem vopnaðir menn sjást stöðva flóttamenn við landamærin í Nýju Mexíkó, þar sem þeir skipuðu fólkinu að sitja á jörðinni. Einnig sást hópurinn hafa samráð við landamæraeftirlitið um að láta taka fólkið í varðhald. Á fimmtudag kölluðu samtökin the American Civil Liberties Union (ACLU) eftir því að rannsókn hæfist á hópnum, sem eru yfirlýstir stuðningsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur vaktað landamærin og kallar sig United Constitutional Patriots (UCP). ACLU hefur lýst hópnum sem „vopnuðu, fasísku þjóðvarðliði“ sem hafi rænt og haldið fólki ólöglega sem sóst hafi eftir hæli. Hlutverk Hopkins innan hópsins er ekki þekkt og ekki er ljóst að svo stöddu hvort hann hafi verið ákærður vegna þess sem fram kom í myndbandinu. Embætti ríkissaksóknara í Nýju Mexíkó lýsti Hopkins sem „hættulegum glæpamanni sem ætti ekki að bera vopn nálægt börnum og fjölskyldum,“ sem og „vopnuðum einstaklingi sem haldið hafi innflytjendum við landamærin.“ Í tilkynningu alríkislögreglunnar kom nafn hópsins hvergi fram, né ólöglegt hald innflytjendanna, en þar sagði að Hopkins hafi einnig gengist undir nafninu Johnny Horton yngri og að hann muni mæta fyrir dóm á mánudag. Í einu myndbandanna sem var birt síðasta mánudag sjást mennirnir í hópnum skipa tugum flóttamanna fyrir, þar á meðal börnum, og segja þeim að sitja kyrr á jörðinni. Einnig er talað yfir myndbandið þar sem meðlimur hópsins segir „hér er engir landamæraverðir. Þetta erum við.“ Mennirnir virðast svo hringja í landamæraeftirlitið sem síðar mætir á staðinn. ACLU í Nýju Mexíkó segir, í bréfi til yfirvalda, að hópurinn hafi náð allt að 300 flóttamönnum í Nýju Mexíkó, rétt hjá El Paso í Texas. Í myndböndunum tala meðlimir hópsins fyrir tillögu Trumps um hinn margumrædda múr sem á að reisa á landamærunum, og vara einnig við „innrás.“ Áhyggjur hafa vaknað um að mennirnir, sem klæðast fötum í hermannastíl, gætu verið að þykjast vera landamæraverðir. Í einu myndbandanna myndaði Jim Benvie, einn meðlima hópsins, sig stoppa fjóra fullorðna og þrjú börn og segja „landamæraeftirlitið“ þegar hann nálgaðist þau, áður en hann kallaði á annan meðlim hópsins. Í símtali, sem vel heyrist í myndbandinu, heyrist einn mannanna segja „Halló, ég hef sjö hérna.“ UCP hópurinn hefur áður kynnt sig sem hóp sjálfboðaliða sem hjálpi landamæraeftirlitinu og styðji Trump. Undanfarin ár hefur herþjálfuðum hópum almennra borgara fjölgað og margir þeirra einkennast af útlendingahatri. Hóparnir vinna með landamæraeftirlitinu og leita uppi ólöglega innflytjendur.
Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25
Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04