Sex hundruð milljónir til skiptanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. apríl 2019 06:00 Jón Magnússon verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar heitins fagnaði sýknudómi með aðstandenum Tryggva í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Sex hundruð milljónir eru til skiptanna á milli þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti síðastliðið haust, í þeim viðræðum um bætur sem nú standa yfir milli hinna sýknuðu og aðstandenda þeirra annars vegar og setts ríkislögmanns fyrir hönd ríkisins hins vegar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Upphaflega hafi potturinn numið 400 milljónum en hann hefur verið hækkaður til að liðka fyrir því að samningar náist. Samkvæmt heimildum blaðsins miðast viðræðurnar við að fyrrnefndri fjárhæð verði skipt milli hinna sýknuðu eftir lengd gæsluvarðhalds og afplánunar óháð því hvort viðkomandi er enn á lífi en í tilviki þeirra Sævars Marínós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar rynnu bætur til erfingja þeirra. Þeir fimm menn sem sýknaðir voru síðastliðið haust voru frelsissviptir í samtals 9.942 daga. Framangreind fjárhæð myndi þýða um það bil 60 þúsund krónur fyrir hvern dag, ef miðað er eingöngu við lengd frelsissviptingar við skiptingu hennar milli hinna sýknuðu. Þær bætur sem fjórmenningum sem sátu í gæsluvarðhaldi í nokkra mánuði vegna Geirfinnsmálsins voru dæmdar á níunda áratugnum voru umtalsvert hærri og námu nokkrum hundruðum þúsunda fyrir hvern dag bak við lás og slá. Takist samningar þarf að setja sérstök lög um sáttina en lagt er upp með að um skattfrjálsar miskabætur yrði að ræða. Samkvæmt heimildum blaðsins er lagt upp með að með sáttum myndi málinu ljúka og hinir sýknuðu afsala sér rétti til að freista þess að sækja frekari bætur til dómstóla. Sá munur er á réttarstöðu hinna sýknuðu að þeir sem enn eru á lífi eiga hlutlægan skaðabótarétt á grundvelli laga um meðferð sakamála fyrir frelsissviptingu að ósekju. Þeir geta því freistað þess að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í stað þess að ná samningum utan dómstóla. Bótaréttur þessi erfist hins vegar ekki. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sex hundruð milljónir eru til skiptanna á milli þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti síðastliðið haust, í þeim viðræðum um bætur sem nú standa yfir milli hinna sýknuðu og aðstandenda þeirra annars vegar og setts ríkislögmanns fyrir hönd ríkisins hins vegar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Upphaflega hafi potturinn numið 400 milljónum en hann hefur verið hækkaður til að liðka fyrir því að samningar náist. Samkvæmt heimildum blaðsins miðast viðræðurnar við að fyrrnefndri fjárhæð verði skipt milli hinna sýknuðu eftir lengd gæsluvarðhalds og afplánunar óháð því hvort viðkomandi er enn á lífi en í tilviki þeirra Sævars Marínós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar rynnu bætur til erfingja þeirra. Þeir fimm menn sem sýknaðir voru síðastliðið haust voru frelsissviptir í samtals 9.942 daga. Framangreind fjárhæð myndi þýða um það bil 60 þúsund krónur fyrir hvern dag, ef miðað er eingöngu við lengd frelsissviptingar við skiptingu hennar milli hinna sýknuðu. Þær bætur sem fjórmenningum sem sátu í gæsluvarðhaldi í nokkra mánuði vegna Geirfinnsmálsins voru dæmdar á níunda áratugnum voru umtalsvert hærri og námu nokkrum hundruðum þúsunda fyrir hvern dag bak við lás og slá. Takist samningar þarf að setja sérstök lög um sáttina en lagt er upp með að um skattfrjálsar miskabætur yrði að ræða. Samkvæmt heimildum blaðsins er lagt upp með að með sáttum myndi málinu ljúka og hinir sýknuðu afsala sér rétti til að freista þess að sækja frekari bætur til dómstóla. Sá munur er á réttarstöðu hinna sýknuðu að þeir sem enn eru á lífi eiga hlutlægan skaðabótarétt á grundvelli laga um meðferð sakamála fyrir frelsissviptingu að ósekju. Þeir geta því freistað þess að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í stað þess að ná samningum utan dómstóla. Bótaréttur þessi erfist hins vegar ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00
Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00
Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45