Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2019 19:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Málið er auðvitað þess eðlis að það þurfti mikla yfirlegu og við höfum fengið fjölda gesta til að heyra öll þessi ólíku sjónarmið og fá svör við ýmsum spurningum vegna málsins. Það var ekki síst dagurinn í dag sem var afar mikilvægur því við fengum svör við ýmsum spurningum sem höfðu ekki komið fram áður svona skýrt allavega,“ sagði Áslaug Arna. Á meðal gesta á fundi utanríkismálanefndar í dag var Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA dómstólsins en Baudenbacher vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni utanríkisráðuneytisins. Hann telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það teflt aðild ríkisins að EES-samningnum í tvísýnu. Baudenbacher segir í álitsgerð sinni að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi. Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Hagsmunasamtökin Orkan okkar, með Frosta Sigurjónsson í broddi fylkingar, hafa krafist þess að afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann verði frestað að minnsta kosti fram á haust svo almenningur og alþingismenn fái meiri tíma til að kynna sér málið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði ekki ástæðu til að taka undir þá kröfu. „Málið hefur nú verið í níu ár á könnu Alþingis og það hefur verið unnið vel af hálfu ráðuneytanna tveggja, utanríkisráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins. Við einhentum okkur auðvitað í það að vinna það vel í nefndinni og erum að fá svör við þeim spurningum sem á okkur brennur varðandi pakkann og ég tel ekki tilefni til að fresta þessu fram á haust.“ Áslaug Arna sagði aðspurð að utanríkismálanefnd kæmi til með að ljúka afgreiðslu málsins á næstunni. „Við höfum fengið meira en tuttugu gesti á fundi nefndarinnar og ætlum að halda því áfram á morgun.“Sjá umfjöllun Stöðvar 2 þar sem rætt er við Carl Baudenbacher og viðtal við Áslaugu Örnu í klippunni hér fyrir neðan. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Málið er auðvitað þess eðlis að það þurfti mikla yfirlegu og við höfum fengið fjölda gesta til að heyra öll þessi ólíku sjónarmið og fá svör við ýmsum spurningum vegna málsins. Það var ekki síst dagurinn í dag sem var afar mikilvægur því við fengum svör við ýmsum spurningum sem höfðu ekki komið fram áður svona skýrt allavega,“ sagði Áslaug Arna. Á meðal gesta á fundi utanríkismálanefndar í dag var Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA dómstólsins en Baudenbacher vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni utanríkisráðuneytisins. Hann telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það teflt aðild ríkisins að EES-samningnum í tvísýnu. Baudenbacher segir í álitsgerð sinni að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi. Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Hagsmunasamtökin Orkan okkar, með Frosta Sigurjónsson í broddi fylkingar, hafa krafist þess að afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann verði frestað að minnsta kosti fram á haust svo almenningur og alþingismenn fái meiri tíma til að kynna sér málið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði ekki ástæðu til að taka undir þá kröfu. „Málið hefur nú verið í níu ár á könnu Alþingis og það hefur verið unnið vel af hálfu ráðuneytanna tveggja, utanríkisráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins. Við einhentum okkur auðvitað í það að vinna það vel í nefndinni og erum að fá svör við þeim spurningum sem á okkur brennur varðandi pakkann og ég tel ekki tilefni til að fresta þessu fram á haust.“ Áslaug Arna sagði aðspurð að utanríkismálanefnd kæmi til með að ljúka afgreiðslu málsins á næstunni. „Við höfum fengið meira en tuttugu gesti á fundi nefndarinnar og ætlum að halda því áfram á morgun.“Sjá umfjöllun Stöðvar 2 þar sem rætt er við Carl Baudenbacher og viðtal við Áslaugu Örnu í klippunni hér fyrir neðan.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira