Páfi skikkar presta og nunnur til að tilkynna brot til yfirmanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 19:10 Frans páfi í Páfagarði í dag. AP/Alessandra Tarantino Frans páfi gaf út ný kirkjulög í dag sem kveður á um að allir prestar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar eiga að tilkynna grun um kynferðisbrot og yfirhylmingar þeim tengdum til yfirmanna sinna innan kirkjunnar. Lögin segja þó ekki að brot eigi að tilkynna til lögreglu og í rauninni eiga biskupar að halda utan um þessi mál. Kirkjan hefur lengi verið gagnrýnd harðlega vegna aðgerðaleysis og jafnvel yfirhylminga biskupa vegna kynferðisbrota. Páfinn sjálfur hefur verið sakaður um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013.Lögin innihalda þó ákvæði um að fórnarlömb kynferðisbrota geti í einhverjum tilfellum tilkynnt þau brot beint til Vatíkansins. Fórnarlömb kynferðisbrota og talsmenn þeirra segja lög páfans þó skref í rétta átt, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt lögunum myndu allir sem tilkynna möguleg brot hljóta vernd og eiga öll biskupsdæmi kirkjunnar að búa yfir leiðum sem fólk getur notað til að tilkynna grun um kynferðisbrot með nafnleynd. Lögin fela einnig í sér starfsferla varðandi það ef biskupar sjálfir, kardinálar eða aðrir háttsettir starfsmenn kirkjunnar verða fyrir ásökunum.Samkvæmt Reuters eru reglur sem þessar til staðar í biskupsdæmum í sumum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Þau vantar þó víða.Markmiðið að bregðast við gagnrýni Með þessum lögum vill Frans bregðast við gífurlegri gagnrýni sem kirkjan hefur orðið fyrir á undanförnum árum vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar og ásakana um yfirhylmingar sem hafa dregið verulega úr trúverðugleika kirkjunnar og grafið undan páfatíð hans. „Fólk verður að vita að biskupar þjóna þeim,“ hefur AP eftir Charles Scicluna, erkibiskupi sem hefur lengi starfað við að rannsaka kynferðisbrot innan kirkjunnar. „Þeir eru ekki hafnir yfir lögin og ef þeir brjóta af sér verður að tilkynna þá.“ Eins og áður segir hafa lögin verið gagnrýnd þar sem þau skikka starfsmenn kirkjunnar ekki til að tilkynna brot eða grun um brot til lögreglu. Þess í stað standa eldri tilmæli um að fylgja eigi lögum hvers lands eða héraðs fyrir sig varðandi það hvort nauðsynlegt sé að tilkynna brot til lögreglu. Vatíkanið segir kirkjuna ekki geta skikkað fólk til að fara til lögreglunnar vegna fjölbreytileika laga um heim allan. Páfagarður Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Frans páfi gaf út ný kirkjulög í dag sem kveður á um að allir prestar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar eiga að tilkynna grun um kynferðisbrot og yfirhylmingar þeim tengdum til yfirmanna sinna innan kirkjunnar. Lögin segja þó ekki að brot eigi að tilkynna til lögreglu og í rauninni eiga biskupar að halda utan um þessi mál. Kirkjan hefur lengi verið gagnrýnd harðlega vegna aðgerðaleysis og jafnvel yfirhylminga biskupa vegna kynferðisbrota. Páfinn sjálfur hefur verið sakaður um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013.Lögin innihalda þó ákvæði um að fórnarlömb kynferðisbrota geti í einhverjum tilfellum tilkynnt þau brot beint til Vatíkansins. Fórnarlömb kynferðisbrota og talsmenn þeirra segja lög páfans þó skref í rétta átt, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt lögunum myndu allir sem tilkynna möguleg brot hljóta vernd og eiga öll biskupsdæmi kirkjunnar að búa yfir leiðum sem fólk getur notað til að tilkynna grun um kynferðisbrot með nafnleynd. Lögin fela einnig í sér starfsferla varðandi það ef biskupar sjálfir, kardinálar eða aðrir háttsettir starfsmenn kirkjunnar verða fyrir ásökunum.Samkvæmt Reuters eru reglur sem þessar til staðar í biskupsdæmum í sumum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Þau vantar þó víða.Markmiðið að bregðast við gagnrýni Með þessum lögum vill Frans bregðast við gífurlegri gagnrýni sem kirkjan hefur orðið fyrir á undanförnum árum vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar og ásakana um yfirhylmingar sem hafa dregið verulega úr trúverðugleika kirkjunnar og grafið undan páfatíð hans. „Fólk verður að vita að biskupar þjóna þeim,“ hefur AP eftir Charles Scicluna, erkibiskupi sem hefur lengi starfað við að rannsaka kynferðisbrot innan kirkjunnar. „Þeir eru ekki hafnir yfir lögin og ef þeir brjóta af sér verður að tilkynna þá.“ Eins og áður segir hafa lögin verið gagnrýnd þar sem þau skikka starfsmenn kirkjunnar ekki til að tilkynna brot eða grun um brot til lögreglu. Þess í stað standa eldri tilmæli um að fylgja eigi lögum hvers lands eða héraðs fyrir sig varðandi það hvort nauðsynlegt sé að tilkynna brot til lögreglu. Vatíkanið segir kirkjuna ekki geta skikkað fólk til að fara til lögreglunnar vegna fjölbreytileika laga um heim allan.
Páfagarður Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira