„Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2019 11:00 Friðrik Ómar og Regína Ósk eru fyrstu gestir Júrógarðsins í ár. Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á þriðjudagskvöldið og flytur þá lagið Hatrið mun sigra á fyrra undankvöldinu en sveitin er 13. á svið. Friðrik Ómar og Regína Ósk eru reynsluboltar þegar kemur að Eurovision og tóku þau saman þátt árið 2008 í Belgrad. Þá fluttu þau lagið This Is My Life og gerðu það algjörlega óaðfinnanlega. Þau eru fyrstu gestir Júrógarðsins árið 2019 en þátturinn var tekinn upp hér á landi í vikunni. Næstu tíu daga verður Júrógarðurinn á Vísi á hverjum degi og það frá Tel Aviv. Friðrik og Regína fóru yfir stöðuna fyrir keppnina og eru þau bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Bæði segja þau að Hatari fljúgi áfram í lokakvöldið. Þau voru sammála um að atriðið væri frábært og allt öðruvísi en Ísland hafi nokkur tímann sent út. Friðrik Ómar spáir Íslandi 12. sætinu og Regína Ósk 5. sæti.Mikið hefur verið fjallað um staðsetningu keppninnar í ár. „Þessi keppni er þetta sameiningartákn og hún verður að standa af sér allt. Fyrst þeir ætla sér alltaf að halda keppnina og engin pólitík, þá verður það bara að vera þannig. Maður skilur alveg allar þessar raddir samt en það er alltaf eitthvað fallegt við þessa keppni,“ segir Friðrik Ómar um þá staðreynd að keppnin sé haldin í Ísrael. „Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt. Það er þannig í sögu keppninnar að það hefur engum verið vísað úr henni og það hefur ýmislegt verið sagt og gert og þeir vita alveg línuna og RÚV líka.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður Kolbeinn Tumi Daðason einnig á svæðinu og mun hann ýmist skrifa pistla og fréttir frá Tel Aviv en Júrógarðurinn er í boði Domino´s. Eurovision Júrógarðurinn Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Miðflokksmenn og Framsóknarmenn hins vegar líklegastir til að vera svartsýnir í garð framlag Íslands. 8. maí 2019 14:29 Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á þriðjudagskvöldið og flytur þá lagið Hatrið mun sigra á fyrra undankvöldinu en sveitin er 13. á svið. Friðrik Ómar og Regína Ósk eru reynsluboltar þegar kemur að Eurovision og tóku þau saman þátt árið 2008 í Belgrad. Þá fluttu þau lagið This Is My Life og gerðu það algjörlega óaðfinnanlega. Þau eru fyrstu gestir Júrógarðsins árið 2019 en þátturinn var tekinn upp hér á landi í vikunni. Næstu tíu daga verður Júrógarðurinn á Vísi á hverjum degi og það frá Tel Aviv. Friðrik og Regína fóru yfir stöðuna fyrir keppnina og eru þau bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Bæði segja þau að Hatari fljúgi áfram í lokakvöldið. Þau voru sammála um að atriðið væri frábært og allt öðruvísi en Ísland hafi nokkur tímann sent út. Friðrik Ómar spáir Íslandi 12. sætinu og Regína Ósk 5. sæti.Mikið hefur verið fjallað um staðsetningu keppninnar í ár. „Þessi keppni er þetta sameiningartákn og hún verður að standa af sér allt. Fyrst þeir ætla sér alltaf að halda keppnina og engin pólitík, þá verður það bara að vera þannig. Maður skilur alveg allar þessar raddir samt en það er alltaf eitthvað fallegt við þessa keppni,“ segir Friðrik Ómar um þá staðreynd að keppnin sé haldin í Ísrael. „Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt. Það er þannig í sögu keppninnar að það hefur engum verið vísað úr henni og það hefur ýmislegt verið sagt og gert og þeir vita alveg línuna og RÚV líka.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður Kolbeinn Tumi Daðason einnig á svæðinu og mun hann ýmist skrifa pistla og fréttir frá Tel Aviv en Júrógarðurinn er í boði Domino´s.
Eurovision Júrógarðurinn Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Miðflokksmenn og Framsóknarmenn hins vegar líklegastir til að vera svartsýnir í garð framlag Íslands. 8. maí 2019 14:29 Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11
MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Miðflokksmenn og Framsóknarmenn hins vegar líklegastir til að vera svartsýnir í garð framlag Íslands. 8. maí 2019 14:29
Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41
Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp