Valur er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í Pepsi Max-deild kvenna eftir 3-0 sigur á KR í Reykjarvíkurslag í Vesturbænum í kvöld.
Margrét Lára Viðarsdóttir kom Val yfir á 22. mínútu leiksins og Valur var einu marki yfir er liðin gengu til búningsherbergja.
Elín Metta Jensen tvöfaldaði forystuna á 81. mínútu og þremur mínútum síðar var Margrét Lára aftur á ferðinni, þá af vítapunktinum. Lokatölur 3-0.
Valur er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina og hafa skorað áta mörk en KR er á botninum án stiga.

