Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2019 10:51 Frá vettvangi í Mehamn. TV2/Christoffer Robin Jensen Krufning á líki Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana í Mehamn í Noregi í apríl, leiðir í ljós að hann var skotinn í lærið. Við það missti hann svo mikið blóð að hann lést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörk í Noregi sem fer með rannsókn málsins. Þar segir einnig að íslenska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um það að krufningu sé lokið og hægt sé nú að flytja lík Gísla Þórs til Íslands. Alls hafa fimmtíu vitni nú verið yfirheyrð við rannsókn málsins en hinir grunuðu í málinu hafa ekki verið yfirheyrðir aftur. Lögreglan í Noregi bíður þess að enn að fá niðurstöðu úr greiningu á vopninu, rafrænum upplýsingum og öðru sem tengist rannsókninni. Enginn af þeim sem tengist málinu var skráður fyrir skotvopni og lögreglunni var ekki kunnugt um að Gunnar Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem grunaður er um að hafa skotið hann til bana, hefði aðgang að skotvopni. Rannsókn lögreglu bendir til þess að hann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli var skotinn til bana. Gunnar situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald nokkrum dögum eftir að bróðir hans lést. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum þegar núverandi varðhald rennur út. Gunnar hefur neitað sök í málinu. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að skaða bróður sinn.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. 3. maí 2019 08:56 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Krufning á líki Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana í Mehamn í Noregi í apríl, leiðir í ljós að hann var skotinn í lærið. Við það missti hann svo mikið blóð að hann lést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörk í Noregi sem fer með rannsókn málsins. Þar segir einnig að íslenska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um það að krufningu sé lokið og hægt sé nú að flytja lík Gísla Þórs til Íslands. Alls hafa fimmtíu vitni nú verið yfirheyrð við rannsókn málsins en hinir grunuðu í málinu hafa ekki verið yfirheyrðir aftur. Lögreglan í Noregi bíður þess að enn að fá niðurstöðu úr greiningu á vopninu, rafrænum upplýsingum og öðru sem tengist rannsókninni. Enginn af þeim sem tengist málinu var skráður fyrir skotvopni og lögreglunni var ekki kunnugt um að Gunnar Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem grunaður er um að hafa skotið hann til bana, hefði aðgang að skotvopni. Rannsókn lögreglu bendir til þess að hann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli var skotinn til bana. Gunnar situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald nokkrum dögum eftir að bróðir hans lést. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum þegar núverandi varðhald rennur út. Gunnar hefur neitað sök í málinu. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að skaða bróður sinn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. 3. maí 2019 08:56 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31
Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. 3. maí 2019 08:56
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38