Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 5. maí 2019 21:15 Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum.Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir embætti landlæknis kleift að heimila sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými. Neyslurými er þá lagalega verndað umhverfi þar sem fíklar, eldri en 18 ára, geta neytt fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.Markmið sé að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna. Skiptar skoðanir hafa verið um frumvarpið og margir bent á að ígrunda þurfi betur framkvæmdina. hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, sem hefur það verkefni að ná til heimilislausra og þeirra sem nota vímuefni í æð og útvega þeim heilbrigðisaðstoð, segir umræðuna sem sprottið hefur upp stundum bera með sér skort á þekkingu á skaðaminnkandi hugmyndafræði. „Skaðaminnkandi hugmyndafræði er í rauninni bara það að viðurkenna að það er einhver áhætta og mögulega einhverjar afleiðingar sem fylgja ákveðinni hegðun. Það eru til einstaklingar sem nota vímuefni í æð og það er skaði sem hlýst af því. Skaðaminnkun vill draga úr skaðanum,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði. Hún bendir á að neyslurými hafi reynst vel í þeim löndum sem þau eru starfrækt. Það komi í veg fyrir ofskömmtun, stuðli að hreinlæti og minnki líkur á að sprautunálar séu til dæmis á leikvöllum.Erum við ekki að viðurkenna að það sé í lagi að vera fíkill ef við opnum svona rými? „Við erum í rauninni bara að viðurkenna að við erum mannleg. Það eiga allir rétt á tilvist sinni sem manneskjur. Það eiga allir rétt á grundvallar heilbrigðisþjónustu og að okkur sé mætt þar sem við erum stödd,“ segir Elísabet. Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum.Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir embætti landlæknis kleift að heimila sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými. Neyslurými er þá lagalega verndað umhverfi þar sem fíklar, eldri en 18 ára, geta neytt fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.Markmið sé að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna. Skiptar skoðanir hafa verið um frumvarpið og margir bent á að ígrunda þurfi betur framkvæmdina. hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, sem hefur það verkefni að ná til heimilislausra og þeirra sem nota vímuefni í æð og útvega þeim heilbrigðisaðstoð, segir umræðuna sem sprottið hefur upp stundum bera með sér skort á þekkingu á skaðaminnkandi hugmyndafræði. „Skaðaminnkandi hugmyndafræði er í rauninni bara það að viðurkenna að það er einhver áhætta og mögulega einhverjar afleiðingar sem fylgja ákveðinni hegðun. Það eru til einstaklingar sem nota vímuefni í æð og það er skaði sem hlýst af því. Skaðaminnkun vill draga úr skaðanum,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði. Hún bendir á að neyslurými hafi reynst vel í þeim löndum sem þau eru starfrækt. Það komi í veg fyrir ofskömmtun, stuðli að hreinlæti og minnki líkur á að sprautunálar séu til dæmis á leikvöllum.Erum við ekki að viðurkenna að það sé í lagi að vera fíkill ef við opnum svona rými? „Við erum í rauninni bara að viðurkenna að við erum mannleg. Það eiga allir rétt á tilvist sinni sem manneskjur. Það eiga allir rétt á grundvallar heilbrigðisþjónustu og að okkur sé mætt þar sem við erum stödd,“ segir Elísabet.
Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira