Katrín greindi May frá umræðu um orkumál á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 19:45 Theresa May og Katrín Jakobsdóttir fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum. EPA Forsætisráðherra segir mikilvægt að eiga milliliðalaus samskipti við stjórnmálaleiðtoga annarra ríkja um helstu alþjóðamál eins og aðgerðir í loftlagsmálum. Hún gerði meðal annars grein fyrir umræðunni um orkumál hér á landi á fundi sínum með forsætisráðherra Bretlands í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hitt Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, nokkrum sinnum áður en kom í bústaða breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í fyrsta sinn í dag. Hún segir hana og Therseu May aðallega hafa rætt loftlagsmál sem nú séu ofarlega á baugi, en breska þingið samþykkti í gær tillögu formanns Verkamannaflokksins um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. „Svo ræddum við kynjajafnréttismál og ekki hvað síst mansalsmál. En hún hefur sjálf beitt sér mjög mikið í þeim málum og staðið framarlega í þeirri baráttu hér. Í þriðja lagi var svo rætt um málið sem alltaf er rætt, það er að segja Brexit og svo auðvitað samskipti Íslands og Bretlands í kring um það,“ segir Katrín. Hún hafi hins vegar ekki hafa rætt mögulega lagningu raforkustrengs til Bretlands í framtíðinni í ljósi heitrar umræðu hér á landi um þriðja orkupakkann. „Nei, ég gerði það ekki en ég upplýsti hana auðvitað um þá umræðu sem stæði yfir á Íslandi um mikilvægi þess, sem ég tel nú að mikill meirihluti Íslendinga sé sammála um; að það sé mjög mikilvægt að tryggja yfirráð yfir orkuauðlindinni. Að hún sé sameign þjóðarinnar og að það sé mikilvægt að það stýri okkar gjörðum íþessu. Þannig að ég lýsti aðeins umræðunni um orkumálin á Íslandi,“ segir forsætisráðherra. Hún hafi líka lagt áherslu á að Ísland og Bretlandi væru ekki einungis viðskiptaþjóðir heldur einnig vinaþjóðir með sameiginlega sögu. En þriggja daga heimsók forsætisráðherra til Bretlands lauk í dag. „Það skiptir líka máli að eiga þessi beinu og milliliðalausu samskipti við fólk um stóru málin á alþjóðasviðinu. Ef við tökum loftlagsmálin sem dæmi þá verða þau ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Að við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálar. Það skiptir líka málið að þjóðir heims vinni saman að þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Forsætisráðherra segir mikilvægt að eiga milliliðalaus samskipti við stjórnmálaleiðtoga annarra ríkja um helstu alþjóðamál eins og aðgerðir í loftlagsmálum. Hún gerði meðal annars grein fyrir umræðunni um orkumál hér á landi á fundi sínum með forsætisráðherra Bretlands í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hitt Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, nokkrum sinnum áður en kom í bústaða breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í fyrsta sinn í dag. Hún segir hana og Therseu May aðallega hafa rætt loftlagsmál sem nú séu ofarlega á baugi, en breska þingið samþykkti í gær tillögu formanns Verkamannaflokksins um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. „Svo ræddum við kynjajafnréttismál og ekki hvað síst mansalsmál. En hún hefur sjálf beitt sér mjög mikið í þeim málum og staðið framarlega í þeirri baráttu hér. Í þriðja lagi var svo rætt um málið sem alltaf er rætt, það er að segja Brexit og svo auðvitað samskipti Íslands og Bretlands í kring um það,“ segir Katrín. Hún hafi hins vegar ekki hafa rætt mögulega lagningu raforkustrengs til Bretlands í framtíðinni í ljósi heitrar umræðu hér á landi um þriðja orkupakkann. „Nei, ég gerði það ekki en ég upplýsti hana auðvitað um þá umræðu sem stæði yfir á Íslandi um mikilvægi þess, sem ég tel nú að mikill meirihluti Íslendinga sé sammála um; að það sé mjög mikilvægt að tryggja yfirráð yfir orkuauðlindinni. Að hún sé sameign þjóðarinnar og að það sé mikilvægt að það stýri okkar gjörðum íþessu. Þannig að ég lýsti aðeins umræðunni um orkumálin á Íslandi,“ segir forsætisráðherra. Hún hafi líka lagt áherslu á að Ísland og Bretlandi væru ekki einungis viðskiptaþjóðir heldur einnig vinaþjóðir með sameiginlega sögu. En þriggja daga heimsók forsætisráðherra til Bretlands lauk í dag. „Það skiptir líka máli að eiga þessi beinu og milliliðalausu samskipti við fólk um stóru málin á alþjóðasviðinu. Ef við tökum loftlagsmálin sem dæmi þá verða þau ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Að við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálar. Það skiptir líka málið að þjóðir heims vinni saman að þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira