Ótrúlegu undirhandarskotin hans Hauks Þrastarsonar eru engin tilviljun Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2019 11:00 Magnað mark. mynd/skjáskot Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum í fyrsta leik gegn Val í undanúrslitarimmu liðanna á þriðjudagskvöldið. Undrabarnið, sem fætt er árið 2001, skoraði þrettán mörk í sextán skotum, gaf þrjár stoðsendingar og var með fjórar löglegar stöðvanir en hann skoraði meðal annars markið sem kom leiknum í framlengingu. Haukur hefur heillað ekki bara Íslendinga heldur allan handboltaheiminn frá því á síðustu leiktíð þegar að hann var einn besti leikmaður deildarinnar aðeins sextán ára gamall. Hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims í sínum árgangi og einn efnilegasti leikmaður heims en flest stórliðin í handboltaheiminum fylgjast grannt með honum. Haukur hefur mikið skorað með ótrúlegum undirhandarskotum í vetur en hann skoraði gjörsamlega geggjað mark á móti Val á þriðjudaginn með undirhandarskoti upp í samskeytin fjær sem fékk lýsendur leiksins til að spangóla.Mikið var rætt og ritað um markið á samfélagsmiðlum en einn handboltaáhugamaðurinn stakk upp á því á Twitter að Haukur myndi halda námskeið í undirhandarskotum fyrir HSÍ. „Þessi skot eru bara rugl. Ótrúleg skottækni,“ sagði Aðalsteinn Halldórsson. Örn Þrastarson, bróðir Hauks og þjálfari kvennaliðs Selfyssinga, svaraði með skemmtilegu myndbandi þar sem að hann sýndi að Haukur er búinn að vera að æfa þessi skot frá því að hann var bara polli. „Svona tækni er ekki tilviljun,“ segir Örn en á myndbandinu má sjá kornungan Hauk Þrastarson í Kiel-treyju númer 25 (númerið hans Hauks) að æfa undirhandarskot alveg eins og hann skoraði með á móti Val. Svo er bara spurning hvort hann muni þurfa stærri Kiel-treyju á næstu árum?Svona tækni er ekki tilviljun! #Aukaæfingin pic.twitter.com/oliD1blySP— Örn Þrastarson (@orntrastar7) May 1, 2019 Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum í fyrsta leik gegn Val í undanúrslitarimmu liðanna á þriðjudagskvöldið. Undrabarnið, sem fætt er árið 2001, skoraði þrettán mörk í sextán skotum, gaf þrjár stoðsendingar og var með fjórar löglegar stöðvanir en hann skoraði meðal annars markið sem kom leiknum í framlengingu. Haukur hefur heillað ekki bara Íslendinga heldur allan handboltaheiminn frá því á síðustu leiktíð þegar að hann var einn besti leikmaður deildarinnar aðeins sextán ára gamall. Hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims í sínum árgangi og einn efnilegasti leikmaður heims en flest stórliðin í handboltaheiminum fylgjast grannt með honum. Haukur hefur mikið skorað með ótrúlegum undirhandarskotum í vetur en hann skoraði gjörsamlega geggjað mark á móti Val á þriðjudaginn með undirhandarskoti upp í samskeytin fjær sem fékk lýsendur leiksins til að spangóla.Mikið var rætt og ritað um markið á samfélagsmiðlum en einn handboltaáhugamaðurinn stakk upp á því á Twitter að Haukur myndi halda námskeið í undirhandarskotum fyrir HSÍ. „Þessi skot eru bara rugl. Ótrúleg skottækni,“ sagði Aðalsteinn Halldórsson. Örn Þrastarson, bróðir Hauks og þjálfari kvennaliðs Selfyssinga, svaraði með skemmtilegu myndbandi þar sem að hann sýndi að Haukur er búinn að vera að æfa þessi skot frá því að hann var bara polli. „Svona tækni er ekki tilviljun,“ segir Örn en á myndbandinu má sjá kornungan Hauk Þrastarson í Kiel-treyju númer 25 (númerið hans Hauks) að æfa undirhandarskot alveg eins og hann skoraði með á móti Val. Svo er bara spurning hvort hann muni þurfa stærri Kiel-treyju á næstu árum?Svona tækni er ekki tilviljun! #Aukaæfingin pic.twitter.com/oliD1blySP— Örn Þrastarson (@orntrastar7) May 1, 2019
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15