Bríet gerir það gott í Hollywood Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 3. maí 2019 11:00 Það er uppskrift að hörmung að fylgja ekki hjartanu og láta það ráða för, segir Bríet. Mynd/Jonathan Edzant Bríet Kristjánsdóttir, eða Brie Kristiansen eins hún er kölluð á erlendri grundu, starfar sem leikkona í Hollywood og hefur gert það gott í sjónvarpsþáttum á borð við Life as a Mermaid, It Takes a Killer og Corrupt Crimes. Það hefur margt spennandi á daga hennar drifið síðan hún flutti út Hún er 27 ára gömul og ólst upp í Vesturbænum. Í æsku var hún mikið í íþróttum og þá sérstaklega körfubolta, en í honum þótti hún mjög efnileg og kom meira að segja til tals að stefna á landsliðið. En sá draumur varð fljótt úti í kjölfar þess að hún varð fyrir meiðslum 17 ára gömul. Bríet ólst upp í mjög listelskri fjölskyldu, sem vafalaust hafði sín áhrif, enda segir hún aldrei neitt annað hafa komið til greina en að verða leikkona. „Mig langaði náttúrulega að gera allt sem er í boði í heiminum eins og marga unga krakka með öflugt ímyndunarafl en leiklistin var alltaf þarna á toppnum hjá mér. Ég hélt mikið upp á leikarann Orlando Bloom en það var einmitt setning frá honum sem ég las í viðtali sem gerði útslagið. Hann sagði eitthvað á þá leið að sem leikari þá sé maður í raun í hvaða starfi sem er, einn daginn leiki maður kannski kúreka og þann næsta geimfara. Og þá var það ákveðið, ég myndi verða leikkona.“Samkeppnin í Los Angeles er mikil. Mynd/Antonía LárusdóttirKrókurinn beygðist snemma og Bríet segir að sem barn hafi hún alltaf verið búa til leikrit og með uppistand og atriði. „Litla leikkonan gerði allt fyrir athygli,“ segir Bríet hlæjandi en bætir svo við: „Ég hefði aldrei getað lifað með sjálfri mér ef ég hefði að minnsta kosti ekki látið reyna á leiklistina. Það er uppskrift að hörmung að fylgja ekki hjartanu og láta það ráða för. Ég hef líka áhuga á markþjálfun og stefni á að prufa það með leiklistinni þegar tími gefst. Vonandi get ég þá hvatt aðra til að gera það sama og ég hef verið að gera, að elta draumana sína.“ Bríet viðurkennir þó að þetta hafi ekki alltaf verið dans á rósum og lífið í Hollywood hafi stundum verið hark. „Ég var svo sannarlega ekki eina stelpan sem var nýkomin til LA, tilbúin að bóka öll hlutverkin í bænum. Þetta tók allt saman langan tíma og það er mjög erfitt að komast í leikinn ef svo mætti að orði komast. Það er líka miður hvað margir í bransanum eru tilbúnir að segja þér að gefast bara upp. Mér hefur mörgum sinnum verið sagt að gefast upp, að ég ætti að grenna mig, haga mér öðruvísi, breyta á mér hárinu, mála mig meira, vera fyndnari og vera ófyndnari. Mér skilst að megnið af fólki gefist bara upp og ég skil það vel.“Plakat fyrir kvikmyndina ECO sem Bríet lék eitt aðalhlutverkið í. ?Mynd/ForLove productionsBríet segir þetta ekki vera fyrir alla og að augljóslega dragi þetta mann niður á köflum. En svo fær hún kannski skemmtilegt verkefni og það minnir hana á að halda í trúna. „Svo um leið og maður nær að bóka eitthvert gott verk og áhugavert hlutverk, þá fer þetta að leiða eitt af öðru. Maður kynnist fólki og boltinn fer að rúlla. Þá getur oft verið meira en nóg að gera.“ Hún ber leiklistarskólanum og náminu þar ekki vel söguna en vill þó minnst um það tala. „Ég vil bara einbeita mér að því góða og jákvæða enda hefur það hugarfar komið mér langt. Það er óþarfi að dvelja við það leiðinlega.“ Bríet hefur leikið í nokkrum íslenskum verkefnum undanfarin ár og segir að sér finnist það alltaf jafn gaman. Henni finnst margt skemmtilegt vera að gerast í bransanum heima, sem henni þætti gaman að fá að taka þátt í. „Það er aðallega snjórinn sem fældi mig í burtu svona upprunalega,“ segir hún hlæjandi. ,,En það er alltaf jafn gaman að koma heim, hvort sem það er fyrir verkefni eða frí,“ bætir hún við. Bríet hefur verið með annan fótinn í London og segir það einstaklega fræðandi að upplifa leiklistarheiminn á þremur svona ólíkum stöðum. Hún segir að það sé mikill munur á að leika í London, á Íslandi og í LA. „Það er allt annað að leika á móðurmálinu en ensku og það tekur tíma að venjast því. Svo er stíllinn gjörólíkur. Í Hollywood snýst þetta allt um glamúrinn. Þar þykir bara eðlilegt að konur séu alltaf stífmálaðar, með gerviaugnhár og fullkomið hár þegar þær leika í senum þar sem þær vakna úr dái eftir bílslys eða álíka. Heima er þetta allt öðruvísi og almennt í Norður-Evrópu, þar er meira raunsær stíll.“ Hún segist hafa alveg jafn gaman af því að leika á sviði og í kvikmynd en í Los Angeles snúist þetta meira um filmuna og því hefur hún verið mest í því undanfarið. „Ætli ég taki ekki einhver ár í viðbót í þeim pakka og svo langar mig að reyna taka einhver sviðsverk eftir það. Ef allt gengur eftir áætlun mun ég vonandi fá tækifæri á sviðinu á Íslandi. Það er alveg gjörólíkt að leika á sviði og í kvikmynd, í raun sitthvor vinnan finnst mér. Ég ber mikla virðingu fyrir góðum sviðsleikurum og finnst magnað þegar manneskja nær að hreyfa við hundruðum manna með orðunum einum á sviðinu.“ Kvikmyndaleikurinn er líka krefjandi, þótt hann sé gjörólíkur, að sögn Bríetar. Hann sé mun erfiðari en marga gruni og hún hafi nánast gefist upp eftir að hafa leikið í fyrstu senunni sinni í upptöku. En Bríet neitaði að gefast upp og hún var ákveðin í að læra. „Ég vissi að mér liði vel á sviði og ég var mjög örugg með leiklistarhæfileika mína. Við tók ströng og mikil þjálfun í leiklist á filmu og ég þurfti að læra talsmátann, ameríska hreiminn. En ég tala kannski bara fyrir sjálfa mig en mér finnst það hafa tekist frekar vel,“ segir hún brosandi. Bríeti finnst einstaklega gaman að leika illmenni. Illar kvenpersónur í þáttum og leikritum séu oft flóknar og það sé krefjandi að leika þær. Á sínum tíma rataði Bríet í fjölmiðla fyrir þær sakir að hafa fótbrotnað degi fyrir frumsýningu á Bugsy Malone þegar hún var í Verslunarskólanum. Sýningar skólans eru oft stórt batterí og komu alls 140 manns að sýningunni. „Tíminn var það naumur að ekki var unnt að fá annan leikara í minn stað. Svo ég bara lék í hjólastólnum. Og Gunnari Helgasyni leikstjóra fannst það koma svo vel út að ég hélt áfram að vera í hjólastólnum í sýningunni þótt ég þyrfti ekki á honum að halda. Gunnar breytti líka handritinu svo ég gæti fengið að leika vonda karlinn, sem varð svo vonda konan, sem mér fannst algjör draumur og var ótrúlega gaman og ég á margar góðar minningar úr þeirri uppsetningu.“ Talinu víkur því næst að þeim mikla og góða uppgangi sem #metoo byltingin hefur náð í Hollywood og þeirri þöggun sem hún hefur reynt að uppræta en Bríet segir þá hegðun sem barist hefur verið gegn enn við lýði í borginni. „Margt af því sem var reynt að stöðva er enn í gangi og því þarf maður að hafa varann á. Ég hef því miður oftar en einu sinni lent í því að vera áreitt og hótað öllu illu fyrir að setja mín mörk þegar einhver er að fara yfir strikið. Ég vona innilega að þessi óviðeigandi hegðun sé að deyja út og legg mitt af mörkum og geri það sem ég get til að hjálpa. Fólk er orðið meira vart við það hvað er í gangi og með augun opin fyrir vandanum.“ Hún segir að það hafi verið erfitt að finna góða vini til að byrja með, samkeppnin var mikil og því flókið að kynnast öðrum í sömu stétt. Hún hafi þó kynnst hópi fólks sem styður hvert annað, það hafi verið henni mikilvægt að hafa rétta fólkið í kringum sig, fólk sem vill manni það besta. „Minn draumadagur hérna í LA væri að byrja daginn með kaffibolla og bók, hugleiða og fara í göngu í fjöllunum hér í kring. Setjast svo niður í spjall með vinum mínum og hjálpast að við að ná markmiðum okkar. Hljómar eins og klisja, en það er alveg satt. En stærsti draumurinn er auðvitað að fá að halda áfram að lifa á listinni,“ segir Bríet glaðleg að lokum. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Bríet Kristjánsdóttir, eða Brie Kristiansen eins hún er kölluð á erlendri grundu, starfar sem leikkona í Hollywood og hefur gert það gott í sjónvarpsþáttum á borð við Life as a Mermaid, It Takes a Killer og Corrupt Crimes. Það hefur margt spennandi á daga hennar drifið síðan hún flutti út Hún er 27 ára gömul og ólst upp í Vesturbænum. Í æsku var hún mikið í íþróttum og þá sérstaklega körfubolta, en í honum þótti hún mjög efnileg og kom meira að segja til tals að stefna á landsliðið. En sá draumur varð fljótt úti í kjölfar þess að hún varð fyrir meiðslum 17 ára gömul. Bríet ólst upp í mjög listelskri fjölskyldu, sem vafalaust hafði sín áhrif, enda segir hún aldrei neitt annað hafa komið til greina en að verða leikkona. „Mig langaði náttúrulega að gera allt sem er í boði í heiminum eins og marga unga krakka með öflugt ímyndunarafl en leiklistin var alltaf þarna á toppnum hjá mér. Ég hélt mikið upp á leikarann Orlando Bloom en það var einmitt setning frá honum sem ég las í viðtali sem gerði útslagið. Hann sagði eitthvað á þá leið að sem leikari þá sé maður í raun í hvaða starfi sem er, einn daginn leiki maður kannski kúreka og þann næsta geimfara. Og þá var það ákveðið, ég myndi verða leikkona.“Samkeppnin í Los Angeles er mikil. Mynd/Antonía LárusdóttirKrókurinn beygðist snemma og Bríet segir að sem barn hafi hún alltaf verið búa til leikrit og með uppistand og atriði. „Litla leikkonan gerði allt fyrir athygli,“ segir Bríet hlæjandi en bætir svo við: „Ég hefði aldrei getað lifað með sjálfri mér ef ég hefði að minnsta kosti ekki látið reyna á leiklistina. Það er uppskrift að hörmung að fylgja ekki hjartanu og láta það ráða för. Ég hef líka áhuga á markþjálfun og stefni á að prufa það með leiklistinni þegar tími gefst. Vonandi get ég þá hvatt aðra til að gera það sama og ég hef verið að gera, að elta draumana sína.“ Bríet viðurkennir þó að þetta hafi ekki alltaf verið dans á rósum og lífið í Hollywood hafi stundum verið hark. „Ég var svo sannarlega ekki eina stelpan sem var nýkomin til LA, tilbúin að bóka öll hlutverkin í bænum. Þetta tók allt saman langan tíma og það er mjög erfitt að komast í leikinn ef svo mætti að orði komast. Það er líka miður hvað margir í bransanum eru tilbúnir að segja þér að gefast bara upp. Mér hefur mörgum sinnum verið sagt að gefast upp, að ég ætti að grenna mig, haga mér öðruvísi, breyta á mér hárinu, mála mig meira, vera fyndnari og vera ófyndnari. Mér skilst að megnið af fólki gefist bara upp og ég skil það vel.“Plakat fyrir kvikmyndina ECO sem Bríet lék eitt aðalhlutverkið í. ?Mynd/ForLove productionsBríet segir þetta ekki vera fyrir alla og að augljóslega dragi þetta mann niður á köflum. En svo fær hún kannski skemmtilegt verkefni og það minnir hana á að halda í trúna. „Svo um leið og maður nær að bóka eitthvert gott verk og áhugavert hlutverk, þá fer þetta að leiða eitt af öðru. Maður kynnist fólki og boltinn fer að rúlla. Þá getur oft verið meira en nóg að gera.“ Hún ber leiklistarskólanum og náminu þar ekki vel söguna en vill þó minnst um það tala. „Ég vil bara einbeita mér að því góða og jákvæða enda hefur það hugarfar komið mér langt. Það er óþarfi að dvelja við það leiðinlega.“ Bríet hefur leikið í nokkrum íslenskum verkefnum undanfarin ár og segir að sér finnist það alltaf jafn gaman. Henni finnst margt skemmtilegt vera að gerast í bransanum heima, sem henni þætti gaman að fá að taka þátt í. „Það er aðallega snjórinn sem fældi mig í burtu svona upprunalega,“ segir hún hlæjandi. ,,En það er alltaf jafn gaman að koma heim, hvort sem það er fyrir verkefni eða frí,“ bætir hún við. Bríet hefur verið með annan fótinn í London og segir það einstaklega fræðandi að upplifa leiklistarheiminn á þremur svona ólíkum stöðum. Hún segir að það sé mikill munur á að leika í London, á Íslandi og í LA. „Það er allt annað að leika á móðurmálinu en ensku og það tekur tíma að venjast því. Svo er stíllinn gjörólíkur. Í Hollywood snýst þetta allt um glamúrinn. Þar þykir bara eðlilegt að konur séu alltaf stífmálaðar, með gerviaugnhár og fullkomið hár þegar þær leika í senum þar sem þær vakna úr dái eftir bílslys eða álíka. Heima er þetta allt öðruvísi og almennt í Norður-Evrópu, þar er meira raunsær stíll.“ Hún segist hafa alveg jafn gaman af því að leika á sviði og í kvikmynd en í Los Angeles snúist þetta meira um filmuna og því hefur hún verið mest í því undanfarið. „Ætli ég taki ekki einhver ár í viðbót í þeim pakka og svo langar mig að reyna taka einhver sviðsverk eftir það. Ef allt gengur eftir áætlun mun ég vonandi fá tækifæri á sviðinu á Íslandi. Það er alveg gjörólíkt að leika á sviði og í kvikmynd, í raun sitthvor vinnan finnst mér. Ég ber mikla virðingu fyrir góðum sviðsleikurum og finnst magnað þegar manneskja nær að hreyfa við hundruðum manna með orðunum einum á sviðinu.“ Kvikmyndaleikurinn er líka krefjandi, þótt hann sé gjörólíkur, að sögn Bríetar. Hann sé mun erfiðari en marga gruni og hún hafi nánast gefist upp eftir að hafa leikið í fyrstu senunni sinni í upptöku. En Bríet neitaði að gefast upp og hún var ákveðin í að læra. „Ég vissi að mér liði vel á sviði og ég var mjög örugg með leiklistarhæfileika mína. Við tók ströng og mikil þjálfun í leiklist á filmu og ég þurfti að læra talsmátann, ameríska hreiminn. En ég tala kannski bara fyrir sjálfa mig en mér finnst það hafa tekist frekar vel,“ segir hún brosandi. Bríeti finnst einstaklega gaman að leika illmenni. Illar kvenpersónur í þáttum og leikritum séu oft flóknar og það sé krefjandi að leika þær. Á sínum tíma rataði Bríet í fjölmiðla fyrir þær sakir að hafa fótbrotnað degi fyrir frumsýningu á Bugsy Malone þegar hún var í Verslunarskólanum. Sýningar skólans eru oft stórt batterí og komu alls 140 manns að sýningunni. „Tíminn var það naumur að ekki var unnt að fá annan leikara í minn stað. Svo ég bara lék í hjólastólnum. Og Gunnari Helgasyni leikstjóra fannst það koma svo vel út að ég hélt áfram að vera í hjólastólnum í sýningunni þótt ég þyrfti ekki á honum að halda. Gunnar breytti líka handritinu svo ég gæti fengið að leika vonda karlinn, sem varð svo vonda konan, sem mér fannst algjör draumur og var ótrúlega gaman og ég á margar góðar minningar úr þeirri uppsetningu.“ Talinu víkur því næst að þeim mikla og góða uppgangi sem #metoo byltingin hefur náð í Hollywood og þeirri þöggun sem hún hefur reynt að uppræta en Bríet segir þá hegðun sem barist hefur verið gegn enn við lýði í borginni. „Margt af því sem var reynt að stöðva er enn í gangi og því þarf maður að hafa varann á. Ég hef því miður oftar en einu sinni lent í því að vera áreitt og hótað öllu illu fyrir að setja mín mörk þegar einhver er að fara yfir strikið. Ég vona innilega að þessi óviðeigandi hegðun sé að deyja út og legg mitt af mörkum og geri það sem ég get til að hjálpa. Fólk er orðið meira vart við það hvað er í gangi og með augun opin fyrir vandanum.“ Hún segir að það hafi verið erfitt að finna góða vini til að byrja með, samkeppnin var mikil og því flókið að kynnast öðrum í sömu stétt. Hún hafi þó kynnst hópi fólks sem styður hvert annað, það hafi verið henni mikilvægt að hafa rétta fólkið í kringum sig, fólk sem vill manni það besta. „Minn draumadagur hérna í LA væri að byrja daginn með kaffibolla og bók, hugleiða og fara í göngu í fjöllunum hér í kring. Setjast svo niður í spjall með vinum mínum og hjálpast að við að ná markmiðum okkar. Hljómar eins og klisja, en það er alveg satt. En stærsti draumurinn er auðvitað að fá að halda áfram að lifa á listinni,“ segir Bríet glaðleg að lokum.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira