Rétturinn til sjálfsákvörðunar í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2019 10:00 Fréttablaðið Þau ríki Bandaríkjanna þar sem Repúblikanar eru við völd, ýmist á þingi, í ríkisstjórabústaðnum eða hvort tveggja, hafa það sem af er ári keppst við að setja ný og hert lög um þungunarrof. „Þetta er eitt öflugasta árið í manna minnum,“ hafði The New York Times eftir Steven Aden, lögmanni samtakanna Americans United for Life, er berjast gegn þungunarrofi þar í landi. Missouri er nýjasta ríkið til þess að bætast í hópinn. Öldungadeild ríkisþingsins samþykkti í vikunni að þungunarrof yrði gert ólöglegt eftir áttundu viku meðgöngu og eru þunganir sem komu til við nauðgun eða sifjaspell ekki undanskildar. Málið hefur hins vegar ekki verið afgreitt úr fulltrúadeild og ríkisstjóri því ekki skrifað undir. Á meðal annarra ríkja sem hafa hert löggjöfina eru Georgía, Mississippi, Kentucky og Ohio en þau hafa bannað þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fósturs. Hann getur greinst afar snemma á meðgöngu, svo snemma að sögn andstæðinga löggjafarinnar að ólíklegt er að viðkomandi viti af óléttunni. Ekkert ríki hefur gengið jafnlangt og Alabama sem hefur lagt blátt bann við þungunarrofi nema óléttan sé lífshættuleg. Frumvörp annarrar hvorrar gerðar eru enn til umræðu í nokkrum ríkjum til viðbótar. Ástæðuna fyrir þessari þróun má líklegast rekja til þess að frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur hann fengið tvo íhaldssama dómara í hæstarétt og eru íhaldsmenn því með skýran meirihluta við dómstólinn. Hæstiréttur dæmdi svo árið 1973 í máli Roe gegn Wade að einstaklingar hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs þar til fóstur telst lífvænlegt. Með því að setja löggjöf sem stangast á við það fordæmi vonast íhaldsmenn til þess að hæstiréttur taki málið upp og hinn íhaldssami meirihluti snúi dómnum við. Ekki er víst að þessi ósk verði að veruleika. Að mati skýranda The New York Times er líklegt að neðri dómstig felli bönnin úr gildi og þá er alls óvíst að hæstiréttur samþykki að taka málið fyrir. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Þau ríki Bandaríkjanna þar sem Repúblikanar eru við völd, ýmist á þingi, í ríkisstjórabústaðnum eða hvort tveggja, hafa það sem af er ári keppst við að setja ný og hert lög um þungunarrof. „Þetta er eitt öflugasta árið í manna minnum,“ hafði The New York Times eftir Steven Aden, lögmanni samtakanna Americans United for Life, er berjast gegn þungunarrofi þar í landi. Missouri er nýjasta ríkið til þess að bætast í hópinn. Öldungadeild ríkisþingsins samþykkti í vikunni að þungunarrof yrði gert ólöglegt eftir áttundu viku meðgöngu og eru þunganir sem komu til við nauðgun eða sifjaspell ekki undanskildar. Málið hefur hins vegar ekki verið afgreitt úr fulltrúadeild og ríkisstjóri því ekki skrifað undir. Á meðal annarra ríkja sem hafa hert löggjöfina eru Georgía, Mississippi, Kentucky og Ohio en þau hafa bannað þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fósturs. Hann getur greinst afar snemma á meðgöngu, svo snemma að sögn andstæðinga löggjafarinnar að ólíklegt er að viðkomandi viti af óléttunni. Ekkert ríki hefur gengið jafnlangt og Alabama sem hefur lagt blátt bann við þungunarrofi nema óléttan sé lífshættuleg. Frumvörp annarrar hvorrar gerðar eru enn til umræðu í nokkrum ríkjum til viðbótar. Ástæðuna fyrir þessari þróun má líklegast rekja til þess að frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur hann fengið tvo íhaldssama dómara í hæstarétt og eru íhaldsmenn því með skýran meirihluta við dómstólinn. Hæstiréttur dæmdi svo árið 1973 í máli Roe gegn Wade að einstaklingar hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs þar til fóstur telst lífvænlegt. Með því að setja löggjöf sem stangast á við það fordæmi vonast íhaldsmenn til þess að hæstiréttur taki málið upp og hinn íhaldssami meirihluti snúi dómnum við. Ekki er víst að þessi ósk verði að veruleika. Að mati skýranda The New York Times er líklegt að neðri dómstig felli bönnin úr gildi og þá er alls óvíst að hæstiréttur samþykki að taka málið fyrir.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00