Ekið var á tíu ára dreng á gangi við Melabraut á Seltjarnarnesi síðdegis í dag. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins af málinu sinnti einn sjúkrabíll útkalli vegna málsins, auk tveggja bifhjóla lögreglunnar.
Þá kemur fram að bakkað hafi verið á drenginn með þeim afleiðingum að hann varð undir bifreiðinni. Við það hafi hann hruflast og hlotið minniháttar meiðsli. Hann var í kjölfarið fluttur á slysadeild til skoðunar.
Ekið á tíu ára dreng á Seltjarnarnesi
Vésteinn Örn Pétursson skrifar
