Sýknudómi yfir lögreglumanni vegna heimilisofbeldis snúið við Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2019 17:30 Frá Landsrétti. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði lögreglumann af ákæru um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni og dóttur. Lögreglumaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni í þvottahúsi á heimili þeirra í desember árið 2016 og slegið hana í andlit eða hrint henni þannig að hún féll á borð. Hann hafi haldið henni liggjandi á bakinu á borðinu þar til hún féll í gólfið. Konan hlaut ýmis konar eymsli og mar af árásinni. Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa í kjölfarið veist að dóttur sinni. Hann var sakaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefum beggja handa í bringuna þannig að hún lenti með bakið í vegg. Þá hafi hann tekið með báðum höndum í slopp stúlkunnar og ýtt henni í gólfið. Þar hélt maðurinn áfram þéttingsfast um sloppinn við bringu og þrýsti hné sínu í hægra læri hennar. Stúlkan hlaut mar og eymsli. Lögreglumaðurinn gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að lögreglustjóri hefði verið vanhæfur til að fara með rannsókn málsins. Þeirri kröfu var vísað frá bæði í héraði og í Landsrétti. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði lögreglumanninn í maí í fyrra en tveir dómarar af þremur við Landsrétt komst að annarri niðurstöðu í dag. Þær Ingveldur Einarsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir dæmdu hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina á dótturina og fyrir að hafa hrint eiginkonu sinni og haldið henni. Jóhannes Sigurðsson skilaði sératkvæði í málinu. Hann var sammála þeim Ingveldi og Ragnheiði um að hafna frávísunarkröfu mannsins en hann vildi aftur á móti sýkna hann af ákærunum. Taldi hann ekki hafið yfir allan skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um brotin. Dómsmál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði lögreglumann af ákæru um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni og dóttur. Lögreglumaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni í þvottahúsi á heimili þeirra í desember árið 2016 og slegið hana í andlit eða hrint henni þannig að hún féll á borð. Hann hafi haldið henni liggjandi á bakinu á borðinu þar til hún féll í gólfið. Konan hlaut ýmis konar eymsli og mar af árásinni. Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa í kjölfarið veist að dóttur sinni. Hann var sakaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefum beggja handa í bringuna þannig að hún lenti með bakið í vegg. Þá hafi hann tekið með báðum höndum í slopp stúlkunnar og ýtt henni í gólfið. Þar hélt maðurinn áfram þéttingsfast um sloppinn við bringu og þrýsti hné sínu í hægra læri hennar. Stúlkan hlaut mar og eymsli. Lögreglumaðurinn gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að lögreglustjóri hefði verið vanhæfur til að fara með rannsókn málsins. Þeirri kröfu var vísað frá bæði í héraði og í Landsrétti. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði lögreglumanninn í maí í fyrra en tveir dómarar af þremur við Landsrétt komst að annarri niðurstöðu í dag. Þær Ingveldur Einarsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir dæmdu hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina á dótturina og fyrir að hafa hrint eiginkonu sinni og haldið henni. Jóhannes Sigurðsson skilaði sératkvæði í málinu. Hann var sammála þeim Ingveldi og Ragnheiði um að hafna frávísunarkröfu mannsins en hann vildi aftur á móti sýkna hann af ákærunum. Taldi hann ekki hafið yfir allan skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um brotin.
Dómsmál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent