Elísabet Rut Rúnarsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, bætti í dag Íslandsmetið í sleggjukasti.
Elísabet er aðeins sextán ára gömul en bætti Íslandsmeitið í flokki fullorðinna þegar hún kastaði 62,16 metra á kastmóti UMSB í Borgarnesi.
Fyrra metið átti Vigdís Jónsdóttir, hún kastaði 61,77 metra árið 2017.
Elísabet á lengsta kast ársins í heiminum í flokki stúlkna 16-17 ára með 3kg sleggju, hún kastaði 71,19 metra í apríl. Það er hins vegar kastað með 4kg sleggju í fullorðinsflokki.
Elísabet sló Íslandsmet
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn

Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn



Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn


Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti