Breyta Facebook Live vegna árásanna í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2019 11:59 Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. AP/Richard Drew Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að „valda skaða eða dreifa hatri“. Breytingarnar eru til komnar vegna hryðjuverkaárásanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi þar sem maður sýndi frá því þegar hann skaut tugi manna til bana í beinni útsendingu á Facebook. Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. Það er nóg að brjóta einu sinni gegn skilmálum Facebook til að fá bann. Þar að auki kemur fram í bloggfærslu, sem Guy Rosen, einn af æðstu yfirmönnum Facebook , skrifar undir, að fyrirtækið sé að vinna að þróun aðferða til að finna breyttar útgáfur af bönnuðum myndböndum og taka þær úr birtingu.Sjá einnig: Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á FacebookÞað gerðist ítrekað í kjölfar árásanna í Christchurch. Þó upprunalega myndbandið hafi verið tekið út var því dreift ítrekað og fengu breyttar útgáfur af því að vera lengi uppi á samfélagsmiðlinum. Þó er vert að taka fram að Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir það hve langan tíma það tók að fjarlægja upprunalega myndbandið. Vegna þessa hefur Facebook varið 7,5 milljónum dala til rannsóknarverkefna með þremur háskólum til að bæta tækni fyrirtækisins til að greina myndir og myndbönd sjálfkrafa, svo hægt sé að fjarlægja þau án tafa.Sjá einnig: Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi FacebookÍ færslu Facebook segir að yfirgnæfandi meirihluti notenda samfélagsmiðilsins fylgi reglum hans eftir. Hins vegar sé hægt að misnota beinu útsendingarnar. Eftir breytingarnar er nóg að fremja eitt brot gegn alvarlegustu reglum Facebook til að geta ekki verið með beinar útsendingar í tiltekinn tíma og eru 30 dagar nefndir. Sem dæmi segir að ef einhver deili áróðri öfga- eða hryðjuverkamanna án samhengis geti hinn sami ekki verið með beinar útsendingar um tíma. Seinna meir mun bannið einnig fela í sér að umræddir aðilar geti ekki keypt auglýsingar. Bannið á einnig við nýja stefnu Facebook varðandi hættulega aðila og stofnanir sem leiddi til þess að Alex Jones og aðrir umdeildir aðilar voru bannaðir frá Facebook fyrr í þessum mánuði.Sjá einnig: Facebook bannar „hættulega“ öfgamennAllir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jacinda Adern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að um gott „fyrsta skref“ sé að ræða, samkvæmt BBC. Hún mun stýra ráðstefnu með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í París um helgina þar sem fjallað verður um öfga á internetinu. Markmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til að samræma alþjóðlegar aðgerðir svo hægt verði að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverkastarfsemi og jafnvel ýta undir hryðjuverk. Leiðtogar frá Evrópu, Kanada og Mið-Austurlöndum munu sækja ráðstefnuna auk forsvarsmanna samfélagsmiðlafyrirtækja eins og Facebook, Google og Twitter. Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að „valda skaða eða dreifa hatri“. Breytingarnar eru til komnar vegna hryðjuverkaárásanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi þar sem maður sýndi frá því þegar hann skaut tugi manna til bana í beinni útsendingu á Facebook. Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. Það er nóg að brjóta einu sinni gegn skilmálum Facebook til að fá bann. Þar að auki kemur fram í bloggfærslu, sem Guy Rosen, einn af æðstu yfirmönnum Facebook , skrifar undir, að fyrirtækið sé að vinna að þróun aðferða til að finna breyttar útgáfur af bönnuðum myndböndum og taka þær úr birtingu.Sjá einnig: Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á FacebookÞað gerðist ítrekað í kjölfar árásanna í Christchurch. Þó upprunalega myndbandið hafi verið tekið út var því dreift ítrekað og fengu breyttar útgáfur af því að vera lengi uppi á samfélagsmiðlinum. Þó er vert að taka fram að Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir það hve langan tíma það tók að fjarlægja upprunalega myndbandið. Vegna þessa hefur Facebook varið 7,5 milljónum dala til rannsóknarverkefna með þremur háskólum til að bæta tækni fyrirtækisins til að greina myndir og myndbönd sjálfkrafa, svo hægt sé að fjarlægja þau án tafa.Sjá einnig: Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi FacebookÍ færslu Facebook segir að yfirgnæfandi meirihluti notenda samfélagsmiðilsins fylgi reglum hans eftir. Hins vegar sé hægt að misnota beinu útsendingarnar. Eftir breytingarnar er nóg að fremja eitt brot gegn alvarlegustu reglum Facebook til að geta ekki verið með beinar útsendingar í tiltekinn tíma og eru 30 dagar nefndir. Sem dæmi segir að ef einhver deili áróðri öfga- eða hryðjuverkamanna án samhengis geti hinn sami ekki verið með beinar útsendingar um tíma. Seinna meir mun bannið einnig fela í sér að umræddir aðilar geti ekki keypt auglýsingar. Bannið á einnig við nýja stefnu Facebook varðandi hættulega aðila og stofnanir sem leiddi til þess að Alex Jones og aðrir umdeildir aðilar voru bannaðir frá Facebook fyrr í þessum mánuði.Sjá einnig: Facebook bannar „hættulega“ öfgamennAllir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jacinda Adern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að um gott „fyrsta skref“ sé að ræða, samkvæmt BBC. Hún mun stýra ráðstefnu með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í París um helgina þar sem fjallað verður um öfga á internetinu. Markmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til að samræma alþjóðlegar aðgerðir svo hægt verði að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverkastarfsemi og jafnvel ýta undir hryðjuverk. Leiðtogar frá Evrópu, Kanada og Mið-Austurlöndum munu sækja ráðstefnuna auk forsvarsmanna samfélagsmiðlafyrirtækja eins og Facebook, Google og Twitter.
Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira