Þakka hermönnunum sem fórust við að bjarga þeim úr helvíti Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2019 21:21 Laurent Lassimouillas til vinstri og Patrick Picque til hægri en á milli þeirra stendur suður kóreski ferðamaðurinn sem hefur ekki verið nafngreindur. Vísir/EPA Franskir ferðamenn hafa þakkað hermönnunum sem létu lífið við að bjarga þeim úr helvíti. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að tveir úr sérsveit franska hersins hafi fallið í áhlaupi á húsakynni þar sem mannræningjar héldu frönskum ferðamönnum föngnum í Burkina Faso. Fjórum var bjargað en fjórir af mannræningjunum voru felldir. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum þessara hermanna auk hermannanna sjálfra,“ sagði Laurent Lassimouillas, einn af frönsku ferðamönnunum. Frönsku ferðamennirnir voru tveir talsins en með þeim í haldi voru ferðamenn frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem hafa ekki verið nafngreindir. Lassimouillas var numinn á brott 1. maí síðastliðinn ásamt Patrick Picque. Mennirnir tveir eru tónlistarkennarar sem höfðu farið í ferðalag til Pendjari þjóðgarðsins í norður Benin. Mennirnir, ásamt ferðamanninum frá Suður Kóreu, eru nú komnir aftur til Frakklands en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tók á móti þeim á Villacoublay-flugvellinum skammt frá París í dag. Sérsveitarmennirnir tveir sem dóu hétu Cédric de Pierrepont og Alan Bertoncello. Macron hefur boðað opinbera athöfn þar sem þeirra verður minnst á þriðjudag. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum og einnig yfirvöldum í Burkina Faso fyrir að taka þátt í frelsun okkar. Við erum nú víðsfjarri því helvíti sem við þurftum að þola,“ sagði Lassimouillas. Hann minntist einnig bílstjóra þeirra og leiðsögumanns í Benin sem var myrtur af mannræningjunum. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, hvatti fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um hættulega staði sem ber að varast. „Svæði sem frönsku ríkisborgararnir voru á hefur verið skilgreint sem hættusvæði í þó nokkurn tíma. Það þýðir að það er svæði sem þú ferð ekki á. Þú ert að taka mikla áhættu með því að fara þangað.“ Áhlaupið átti sér stað að nóttu til norður af Burkina Faso þar sem mannræningjarnir höfðu gert hlé á för sinni til Malí. Þeir sem fóru fyrir herliðinu ákváðu að gera áhlaup á mannræningjanna því þeir voru nærri landamærum Malí og var talið að þeir ætluðu sér að afhenda skæruliðahópnum Katiba Macina ferðamennina. Vilja frönsk yfirvöld meina að ef ferðamennirnir hefðu komist í hendur skæruliðanna þá hefði verið ómögulegt að bjarga þeim. Hermennirnir hlupu 200 metra á opnu svæði og komust í um tíu metra fjarlægð frá húsaþyrpingunni þar sem ferðamönnunum var haldið áður en vörður koma auga á þá. Hermennirnir tveir sem létu lífið voru skotnir af mannræningjunum þegar þeir fóru inn í eitt af húsunum. Var ekki búist við því að finna ferðamennina tvo sem voru frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu því engar upplýsingar voru um að þeir væru í haldi. Frakkland Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Franskir ferðamenn hafa þakkað hermönnunum sem létu lífið við að bjarga þeim úr helvíti. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að tveir úr sérsveit franska hersins hafi fallið í áhlaupi á húsakynni þar sem mannræningjar héldu frönskum ferðamönnum föngnum í Burkina Faso. Fjórum var bjargað en fjórir af mannræningjunum voru felldir. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum þessara hermanna auk hermannanna sjálfra,“ sagði Laurent Lassimouillas, einn af frönsku ferðamönnunum. Frönsku ferðamennirnir voru tveir talsins en með þeim í haldi voru ferðamenn frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem hafa ekki verið nafngreindir. Lassimouillas var numinn á brott 1. maí síðastliðinn ásamt Patrick Picque. Mennirnir tveir eru tónlistarkennarar sem höfðu farið í ferðalag til Pendjari þjóðgarðsins í norður Benin. Mennirnir, ásamt ferðamanninum frá Suður Kóreu, eru nú komnir aftur til Frakklands en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tók á móti þeim á Villacoublay-flugvellinum skammt frá París í dag. Sérsveitarmennirnir tveir sem dóu hétu Cédric de Pierrepont og Alan Bertoncello. Macron hefur boðað opinbera athöfn þar sem þeirra verður minnst á þriðjudag. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum og einnig yfirvöldum í Burkina Faso fyrir að taka þátt í frelsun okkar. Við erum nú víðsfjarri því helvíti sem við þurftum að þola,“ sagði Lassimouillas. Hann minntist einnig bílstjóra þeirra og leiðsögumanns í Benin sem var myrtur af mannræningjunum. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, hvatti fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um hættulega staði sem ber að varast. „Svæði sem frönsku ríkisborgararnir voru á hefur verið skilgreint sem hættusvæði í þó nokkurn tíma. Það þýðir að það er svæði sem þú ferð ekki á. Þú ert að taka mikla áhættu með því að fara þangað.“ Áhlaupið átti sér stað að nóttu til norður af Burkina Faso þar sem mannræningjarnir höfðu gert hlé á för sinni til Malí. Þeir sem fóru fyrir herliðinu ákváðu að gera áhlaup á mannræningjanna því þeir voru nærri landamærum Malí og var talið að þeir ætluðu sér að afhenda skæruliðahópnum Katiba Macina ferðamennina. Vilja frönsk yfirvöld meina að ef ferðamennirnir hefðu komist í hendur skæruliðanna þá hefði verið ómögulegt að bjarga þeim. Hermennirnir hlupu 200 metra á opnu svæði og komust í um tíu metra fjarlægð frá húsaþyrpingunni þar sem ferðamönnunum var haldið áður en vörður koma auga á þá. Hermennirnir tveir sem létu lífið voru skotnir af mannræningjunum þegar þeir fóru inn í eitt af húsunum. Var ekki búist við því að finna ferðamennina tvo sem voru frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu því engar upplýsingar voru um að þeir væru í haldi.
Frakkland Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira