Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 11. maí 2019 16:28 Sigmundur Davíð segir stuðningsmenn þriðja orkupakkans skorta rök. Vísir/Vilhelm „Vísbendingarnar birtast nú hver af annarri. Þið sjáið í hvað stefnir. Það styttist greinilega í orkupakkann. Það er bara spurning hvað á að kasta mörgum drullukökum áður. Því fleiri sem þær verða því betra. Hvert tilvik er fyrst og fremst áminning um að stuðningsmenn O3 skorti rök og fari því í mennina en ekki málin.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í færslu á Facebook síðu sinni. Sigmundur kom fram í kvöldfréttum á RÚV í gær þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum yfir þriðja orkupakkanum og sagði fund utanríkismálanefndar með Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins hafa verið óvæntan og þingmenn Miðflokksins ekki hafa verið látnir vita af honum. Sigmundur sætti harðri gagnrýni frá þingmönnum ýmissa stjórnmálaflokka, þar á meðal Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingsmann Vinstri grænna, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns utanríkismálanefndar auk Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Í færslu sinni sagði Sigmundur RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. Hann sagði þó í kvöldfréttum að hefðu þingmenn Miðflokksins vitað af fundinum hefðu þeir mætt á hann en bæði Áslaug og Logi bentu á að fundarboð hafi verið sent út bæði í SMS-skilaboðum og tölvupósti og á skjáskoti sem Logi birti má sjá að allir nefndarmeðlimir utanríkismálanefndar hafi fengið póstinn sendan. „Svo sé ég að VG eru búnir að setja áburðardreifarana sína af stað. M.a. þingmann sem hefur aldrei skorast undan slíku frá því að hann var blaðamaður á Fréttablaðinu og notaði ófáar forsíður og aðrar greinar til að útskýra hvað það væri glatað hjá mér að þvælast fyrir Icesave,“ sagði Sigmundur í færslunni. Kolbeinn Óttarsson Proppé var blaðamaður hjá Fréttablaðinu í nokkur ár. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Kolbeinn: Hafi Sigmundur ekki vitað af viðræðum var hann ekki góður forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitað að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. 11. maí 2019 10:21 EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Vísbendingarnar birtast nú hver af annarri. Þið sjáið í hvað stefnir. Það styttist greinilega í orkupakkann. Það er bara spurning hvað á að kasta mörgum drullukökum áður. Því fleiri sem þær verða því betra. Hvert tilvik er fyrst og fremst áminning um að stuðningsmenn O3 skorti rök og fari því í mennina en ekki málin.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í færslu á Facebook síðu sinni. Sigmundur kom fram í kvöldfréttum á RÚV í gær þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum yfir þriðja orkupakkanum og sagði fund utanríkismálanefndar með Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins hafa verið óvæntan og þingmenn Miðflokksins ekki hafa verið látnir vita af honum. Sigmundur sætti harðri gagnrýni frá þingmönnum ýmissa stjórnmálaflokka, þar á meðal Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingsmann Vinstri grænna, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns utanríkismálanefndar auk Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Í færslu sinni sagði Sigmundur RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. Hann sagði þó í kvöldfréttum að hefðu þingmenn Miðflokksins vitað af fundinum hefðu þeir mætt á hann en bæði Áslaug og Logi bentu á að fundarboð hafi verið sent út bæði í SMS-skilaboðum og tölvupósti og á skjáskoti sem Logi birti má sjá að allir nefndarmeðlimir utanríkismálanefndar hafi fengið póstinn sendan. „Svo sé ég að VG eru búnir að setja áburðardreifarana sína af stað. M.a. þingmann sem hefur aldrei skorast undan slíku frá því að hann var blaðamaður á Fréttablaðinu og notaði ófáar forsíður og aðrar greinar til að útskýra hvað það væri glatað hjá mér að þvælast fyrir Icesave,“ sagði Sigmundur í færslunni. Kolbeinn Óttarsson Proppé var blaðamaður hjá Fréttablaðinu í nokkur ár.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Kolbeinn: Hafi Sigmundur ekki vitað af viðræðum var hann ekki góður forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitað að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. 11. maí 2019 10:21 EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56
Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
Kolbeinn: Hafi Sigmundur ekki vitað af viðræðum var hann ekki góður forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitað að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. 11. maí 2019 10:21
EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30
Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30
EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15