Kalla eftir viðbrögðum stjórnvalda vegna samdráttar í ferðaþjónustu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. maí 2019 19:00 Samdrátturinn í ferðaþjónustunni á þessu ári jafnast á við fimm loðnubresti að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir afar brýnt að stjórnvöld bregðist við þessari grafalvarlegu stöðu með öflugu markaðsátaki. Ef ekkert verði aðhafst verði niðursveiflan í ferðaþjónustunni mun lengri en spáð hefur verið. Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir talsverðum áföllum síðustu mánuði en þar ber að telja fall WOW air, gengisáhrif, vandamál tengdum MAX Boeing flugvélum og almennt minnkandi eftirspurnar á lykilmörkuðum. Það er mat forsvarsfólks í ferðaþjónustunni að samanlagt hafi þetta miklu meiri áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni en greiningaraðilar og stjórnvöld virðist gera sér grein fyrir. „Okkur líst ekki nógu vel á stöðuna en eftir fall Wow air gerðum við spá þar sem gert var ráð fyrir um 14% samdrætti í greininni á þessu ári en okkur sýnist nú að þessi samdráttur gæti orðið enn meiri“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður segir að ef samdrátturinn yrði fjórtán prósent eins og fyrstu spár gerðu ráð fyrir yrði þjóðarbúið af hundrað milljörðum króna sem samsvari fimm loðnubrestum. „Það er samdráttur í öllum greinum ferðaþjónustunnar og í öllum landshlutum og ef ekkert verðru að gert verður hann lengri og dýpri en áður hefur verið gert ráð fyrir,“ segir hún. Bjarnheiður segir afar mikilvægt að stjórnvöld stígi af festu inní aðstæðurnar. „Þá eru við kannski að fyrst og fremst að horfa til markaðsátaks fyrir haustið og þá helst á lykilmörkuðum okkar í Mið- Evrópu það gæti haft talsverð áhrif,“ segir Bjarnheiður að lokum. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Samdrátturinn í ferðaþjónustunni á þessu ári jafnast á við fimm loðnubresti að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir afar brýnt að stjórnvöld bregðist við þessari grafalvarlegu stöðu með öflugu markaðsátaki. Ef ekkert verði aðhafst verði niðursveiflan í ferðaþjónustunni mun lengri en spáð hefur verið. Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir talsverðum áföllum síðustu mánuði en þar ber að telja fall WOW air, gengisáhrif, vandamál tengdum MAX Boeing flugvélum og almennt minnkandi eftirspurnar á lykilmörkuðum. Það er mat forsvarsfólks í ferðaþjónustunni að samanlagt hafi þetta miklu meiri áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni en greiningaraðilar og stjórnvöld virðist gera sér grein fyrir. „Okkur líst ekki nógu vel á stöðuna en eftir fall Wow air gerðum við spá þar sem gert var ráð fyrir um 14% samdrætti í greininni á þessu ári en okkur sýnist nú að þessi samdráttur gæti orðið enn meiri“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður segir að ef samdrátturinn yrði fjórtán prósent eins og fyrstu spár gerðu ráð fyrir yrði þjóðarbúið af hundrað milljörðum króna sem samsvari fimm loðnubrestum. „Það er samdráttur í öllum greinum ferðaþjónustunnar og í öllum landshlutum og ef ekkert verðru að gert verður hann lengri og dýpri en áður hefur verið gert ráð fyrir,“ segir hún. Bjarnheiður segir afar mikilvægt að stjórnvöld stígi af festu inní aðstæðurnar. „Þá eru við kannski að fyrst og fremst að horfa til markaðsátaks fyrir haustið og þá helst á lykilmörkuðum okkar í Mið- Evrópu það gæti haft talsverð áhrif,“ segir Bjarnheiður að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira