Ætlar að stórbæta réttindi leigjenda Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. maí 2019 12:45 Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Vísir/Vilhelm Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur. Leigjendur hér á landi hafa lengi kvartað undan meira óöryggi en leigjendur í nágrannalöndunum, hvað varðar t.d. tíða hækkun leiguverðs eða skyndilega uppsögn samnings. Í janúar lagði átakshópur í húsnæðismálum til að húsaleigulög yrði endurskoðuð svo bæta mætti réttarstöðu þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem eru á leigumarkaði hér á landi. Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið héldu Leigudaginn í dag á Hilton Reykjavík. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að umræður og vinnustofur þar verði nýttar í tillögur í frumvarp um breytingar á húsaleigulögum sem verður lagt fyrir Alþingi í haust. „Það sem er verið að skoða er hvort að ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til að breyta henni á leigutíma sé hægt að takmarka það eitthvað og líka lengd leigusamnings og uppsögn hans. Skilgreina langtímatímaleigu og úrræða og viðurlög gegnum brotum á ákvæðum húsaleigulaga,“ sagði Ásmundur Einar. Hann býst við að fram komi talsverðar breytingar á þessum málum enda sé kveðið á það í hinum svokallaða lífskjarasamningi stjórnvalda og vinnumarkaðarins. Ásmundur segir að litið verði til nágrannalanda í þessu samhengi þar sem réttindi leigjenda séu mun betri en hér á landi. Leigjendum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. „Það er 60% aukning frá tímabilinu 2004-2006 til 2014 til 2016. Á sama tíma jókst heildarfjöldi heimila aðeins um 14%. Misvægi er mikið. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins en vill gjarnan vera í eigin húsnæði þannig að þú sérð að það er mjög aðkallandi að stíga fast til jarðar þarna,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Sjá meira
Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur. Leigjendur hér á landi hafa lengi kvartað undan meira óöryggi en leigjendur í nágrannalöndunum, hvað varðar t.d. tíða hækkun leiguverðs eða skyndilega uppsögn samnings. Í janúar lagði átakshópur í húsnæðismálum til að húsaleigulög yrði endurskoðuð svo bæta mætti réttarstöðu þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem eru á leigumarkaði hér á landi. Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið héldu Leigudaginn í dag á Hilton Reykjavík. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að umræður og vinnustofur þar verði nýttar í tillögur í frumvarp um breytingar á húsaleigulögum sem verður lagt fyrir Alþingi í haust. „Það sem er verið að skoða er hvort að ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til að breyta henni á leigutíma sé hægt að takmarka það eitthvað og líka lengd leigusamnings og uppsögn hans. Skilgreina langtímatímaleigu og úrræða og viðurlög gegnum brotum á ákvæðum húsaleigulaga,“ sagði Ásmundur Einar. Hann býst við að fram komi talsverðar breytingar á þessum málum enda sé kveðið á það í hinum svokallaða lífskjarasamningi stjórnvalda og vinnumarkaðarins. Ásmundur segir að litið verði til nágrannalanda í þessu samhengi þar sem réttindi leigjenda séu mun betri en hér á landi. Leigjendum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. „Það er 60% aukning frá tímabilinu 2004-2006 til 2014 til 2016. Á sama tíma jókst heildarfjöldi heimila aðeins um 14%. Misvægi er mikið. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins en vill gjarnan vera í eigin húsnæði þannig að þú sérð að það er mjög aðkallandi að stíga fast til jarðar þarna,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Sjá meira