Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 11:35 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ætlaði ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld drægist þingundur mikið á langinn í morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tilkynnti forseta Alþingis undir lok maraþonþingundar í morgun að hann ætlaði sér ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld héldi þingfundur lengi áfram. Forseti sleit fundi skömmu fyrir klukkan ellefu í dag, rúmum sólahring eftir að hann hófst. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun um byrjaði umræðan um þriðja orkupakkann skömmu eftir klukkan ellefu. Sem fyrr héldu þingmenn Miðflokksins upp málþófi sem stóð yfir í alla nótt og langt fram að hádegi í dag. Alls var virkur fundartími um tuttugu og tvær klukkustundir. Skömmu eftir klukkan tíu í morgun voru miðflokksmenn farnir að inna Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, eftir því hversu lengi hann ætlaði að halda þingfundi áfram. Steingrímur lét ekkert uppi um hvenær fundi yrði slitið nákvæmlega, aðeins að áfram yrði fundað eitthvað. Hefðbundnar eldhúsdagsumræður eiga að hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Sagðist Þorsteinn telja það óhæfu að þingmönnum gæfist ekki eðlilegur fyrirvari að búa sig undir umræðurnar. „Ég vil tilkynna forseta að sá sem hér stendur mun ekki mæta til fundar í kvöld klukkan hálf átta haldi fundur lengi hér áfram heldur mun hann einbeita sér að því að undirbúa sig undir fundarhöld föstudags sem hann væntir að muni standa drykklanga stund,“ sagði Þorsteinn þá þegar hann ræddi um fundarstjórn forseta.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/ÞÞ„Það hryggir nú forseta mjög að háttvirtur þingmaður hyggst ekki mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld en forseti viðurkennir rétt háttvirts þingmanns til að ráða því sjálfur sem og sínum næturstað,“ svaraði Steingrímur. Þingmaðurinn hefði sjálfræði um það líkt og þingmenn hefðu sjálfræði um að halda umræðunni áfram. „Það er enginn sem neyðir þá til þess,“ sagði þingforsetinn. Við lok þingfundar klukkan 10:47 sagði Steingrímur að umræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu nú staðið yfir í 130 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör í umræðunni væru komin hátt á þriðja þúsund. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tilkynnti forseta Alþingis undir lok maraþonþingundar í morgun að hann ætlaði sér ekki að mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld héldi þingfundur lengi áfram. Forseti sleit fundi skömmu fyrir klukkan ellefu í dag, rúmum sólahring eftir að hann hófst. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun um byrjaði umræðan um þriðja orkupakkann skömmu eftir klukkan ellefu. Sem fyrr héldu þingmenn Miðflokksins upp málþófi sem stóð yfir í alla nótt og langt fram að hádegi í dag. Alls var virkur fundartími um tuttugu og tvær klukkustundir. Skömmu eftir klukkan tíu í morgun voru miðflokksmenn farnir að inna Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, eftir því hversu lengi hann ætlaði að halda þingfundi áfram. Steingrímur lét ekkert uppi um hvenær fundi yrði slitið nákvæmlega, aðeins að áfram yrði fundað eitthvað. Hefðbundnar eldhúsdagsumræður eiga að hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Sagðist Þorsteinn telja það óhæfu að þingmönnum gæfist ekki eðlilegur fyrirvari að búa sig undir umræðurnar. „Ég vil tilkynna forseta að sá sem hér stendur mun ekki mæta til fundar í kvöld klukkan hálf átta haldi fundur lengi hér áfram heldur mun hann einbeita sér að því að undirbúa sig undir fundarhöld föstudags sem hann væntir að muni standa drykklanga stund,“ sagði Þorsteinn þá þegar hann ræddi um fundarstjórn forseta.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/ÞÞ„Það hryggir nú forseta mjög að háttvirtur þingmaður hyggst ekki mæta til eldhúsdagsumræðna í kvöld en forseti viðurkennir rétt háttvirts þingmanns til að ráða því sjálfur sem og sínum næturstað,“ svaraði Steingrímur. Þingmaðurinn hefði sjálfræði um það líkt og þingmenn hefðu sjálfræði um að halda umræðunni áfram. „Það er enginn sem neyðir þá til þess,“ sagði þingforsetinn. Við lok þingfundar klukkan 10:47 sagði Steingrímur að umræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu nú staðið yfir í 130 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör í umræðunni væru komin hátt á þriðja þúsund.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Eldhúsdagur á Alþingi í dag Almennar stjórnmálaumræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. 29. maí 2019 06:15