Sýrlandsstjórn talin fremja stríðsglæpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 22:21 Sprengjuárásir á sjúkrahús í Idlib. getty/Huseyin Fazil Karen Pierce, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Sýrlandsstjórn gæti verið að stunda stríðsglæpi. Þetta kemur fram eftir að myndband birtist hjá Sky News þar sem stjórnarherinn sést ráðast á sjúkrahús í Idlib. Talið er að árásirnar hafi verið gerðar vísvitandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Í samtali við Sky sagði Pierce þetta vera „mjög átakanlegt“ og „stangast á við alþjóðleg mannúðarlög.“ „Að beina marki sínu beint á sjúkrahús og skóla… gæti verið stríðsglæpur,“ bætti hún við. „Við höfum verið að þrýsta á sýrlensk- og rússnesk yfirvöld að ganga úr skugga um að þau fari eftir alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Hún sagði Rússa beita Sýrlensk stjórnvöld þrýstingi í málinu, en bætti við að stjórn Assad, forseta Sýrlands, „hlusti ekki og þetta muni á endanum vera tekið til greina þegar stjórnin verði rannsökuð vegna glæpa gegn mannkyni og mögulega stríðsglæpa.“ Pierce sagði að verið væri að vinna í því að fá sýrlensk stjórnvöld til að hætta að gera almenning að skotmarki og að ná fram öðru vopnahléi.Krefst að blaðamenn séu ekki gerðir að skotmörkum Hún talaði einnig um árásina sem gerð var á bresku blaðakonuna Alex Crawford og teymi hennar í Idlib í síðustu viku, sem gerð var af árásarliði Sýrlandsstjórnar, og sagði: „Ég held að þeir vilji ekki að fólk viti sannleikann.“ „Ég held að þeir búi einnig yfir hatri á fréttamönnum. Jafnvel fyrir átökin var stjórnin ekkert rosalega umburðarlynd. Það bælir niður mótmælaraddir og fullt af fólki er í haldi vegna skoðana sinna.“ „Stjórnarfarið býr ekki yfir þeim eiginleikum sem við teljum þurfa fyrir þróað þingræði.“ „Ég held líka að þeir virði ekki fjölmiðlafrelsi á þann hátt sem við vonumst eftir.“ Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna tjáði Pierce hinum fulltrúunum að hún hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar á blaðamennina og bað sendiherra Sýrlands að staðfesta að fjölmiðlafólk yrði ekki gert að skotspónum. Bashar Jaafari, sendiherra Sýrlands, svaraði henni því að blaðamenn þyrftu vegabréfsáritun til að komast inn í landið og að fjölmiðlafulltrúar þyrftu að sækja um hana. Price sagði „ég vil hafa það alveg á hreinu, að fjölmiðlateymi Sky News var ekki réttmætt skotmark.“ „Að ráðast vísvitandi á blaðamenn er ekki leyfilegt og ég bið fulltrúa Sýrlands um að koma þeim skilaboðum áleiðis til ríkisstjórnar sinnar og lofi okkur að þeir verði ekki gerðir að skotspónum.“ Bretland Sýrland Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Karen Pierce, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Sýrlandsstjórn gæti verið að stunda stríðsglæpi. Þetta kemur fram eftir að myndband birtist hjá Sky News þar sem stjórnarherinn sést ráðast á sjúkrahús í Idlib. Talið er að árásirnar hafi verið gerðar vísvitandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Í samtali við Sky sagði Pierce þetta vera „mjög átakanlegt“ og „stangast á við alþjóðleg mannúðarlög.“ „Að beina marki sínu beint á sjúkrahús og skóla… gæti verið stríðsglæpur,“ bætti hún við. „Við höfum verið að þrýsta á sýrlensk- og rússnesk yfirvöld að ganga úr skugga um að þau fari eftir alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Hún sagði Rússa beita Sýrlensk stjórnvöld þrýstingi í málinu, en bætti við að stjórn Assad, forseta Sýrlands, „hlusti ekki og þetta muni á endanum vera tekið til greina þegar stjórnin verði rannsökuð vegna glæpa gegn mannkyni og mögulega stríðsglæpa.“ Pierce sagði að verið væri að vinna í því að fá sýrlensk stjórnvöld til að hætta að gera almenning að skotmarki og að ná fram öðru vopnahléi.Krefst að blaðamenn séu ekki gerðir að skotmörkum Hún talaði einnig um árásina sem gerð var á bresku blaðakonuna Alex Crawford og teymi hennar í Idlib í síðustu viku, sem gerð var af árásarliði Sýrlandsstjórnar, og sagði: „Ég held að þeir vilji ekki að fólk viti sannleikann.“ „Ég held að þeir búi einnig yfir hatri á fréttamönnum. Jafnvel fyrir átökin var stjórnin ekkert rosalega umburðarlynd. Það bælir niður mótmælaraddir og fullt af fólki er í haldi vegna skoðana sinna.“ „Stjórnarfarið býr ekki yfir þeim eiginleikum sem við teljum þurfa fyrir þróað þingræði.“ „Ég held líka að þeir virði ekki fjölmiðlafrelsi á þann hátt sem við vonumst eftir.“ Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna tjáði Pierce hinum fulltrúunum að hún hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar á blaðamennina og bað sendiherra Sýrlands að staðfesta að fjölmiðlafólk yrði ekki gert að skotspónum. Bashar Jaafari, sendiherra Sýrlands, svaraði henni því að blaðamenn þyrftu vegabréfsáritun til að komast inn í landið og að fjölmiðlafulltrúar þyrftu að sækja um hana. Price sagði „ég vil hafa það alveg á hreinu, að fjölmiðlateymi Sky News var ekki réttmætt skotmark.“ „Að ráðast vísvitandi á blaðamenn er ekki leyfilegt og ég bið fulltrúa Sýrlands um að koma þeim skilaboðum áleiðis til ríkisstjórnar sinnar og lofi okkur að þeir verði ekki gerðir að skotspónum.“
Bretland Sýrland Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira