
Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar

Samkvæmt yfirlýsingunni hafa stífar samingaviðræður staðið yfir frá því í febrúar þegar skipasmíðastöðin krafðist viðbótargreiðslu upp á 8,9 milljónir evra.
Tilboð Vegagerðarinnar til Crist S.A. felst í viðbótargreiðslu um 1,5 milljónir evra og þar að auki verði fallið frá kröfu um tafabætur að andvirði tveimur milljónum evra.
„Það er álit Vegagerðarinnar að með þessu sé fram komin lausn sem báðir aðilar geta við unað um leið og forðað verði frekara tjóni vegna tafa á afhendingu skipsins,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir

Skipasmíðastöðin kynnir nýjan Herjólf til leiks í dramatísku myndbandi
Hinn nýji Herjólfur er hinn glæsilegasti ef marka má myndband sem pólska skipasmíðastöðin Crist S.A sendi frá sér fyrr í mánuðinum.

Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs
Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn.

Forsvarsmenn skipasmíðastöðvarinnar vilja leita sátta en þó reiðubúnir að selja nýja Herjólf
Vegagerðin innkallaði í síðustu viku bankaábyrgðir hjá bankanum sem gefið hefur út ábyrgðir fyrir Crist S.A. Ástæðan var sú að allt stefndi í að ábyrgðin félli úr gildi áður en viðeigandi skjöl til staðfestingar framlengingu ábyrgðanna bærust Vegagerðinni.

Vegagerðin vildi tryggja milljarðana sín megin
Vegagerðin segir það eindreginn ásetning sinn að samningar við skipasmíðastöðina Crist S.A. verði efndir og nýr Herjólfur afhent rekstraraðila til reksturs.