Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2019 15:07 Þingfundirnir hafa verið langir síðustu daga og staðið fram á nótt þar sem Miðflokksmenn hafa rætt þriðja orkupakkann. vísir/vilhelm Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Samtökin Orkan okkar afhentu Vinnueftirlitinu kæru þess efnis í morgun þar sem þau telja að lögboðinn ellefu klukkustunda hvíldartími sé órafjarri því að vera virtur. Orkan okkar eru samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum og berjast þau gegn samþykkt þriðja orkupakkans. Fyrst var greint frá málinu á mbl en í tilkynningu frá Orkunni okkar sem Vísir hefur fengið senda segir að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafi staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Í tilkynningunni segir jafnframt að mikilvægt sé að starfsmenn, og ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinnu, en Dagný Ósk Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB, segir í samtali við Vísi að lög um hvíldartíma eigi ekki við þingmenn. Þau eigi hins vegar við um starfsmenn Alþingis en ákvæði um hvíldartíma koma fram í tilskipun frá Evrópusambandinu sem innleidd hefur verið í íslenska löggjöf.Dagný Ósk Aradóttir Pind er lögfræðingur BSRB.vefur BSBRGrundvallardómur frá 1986 skilgreinir hugtakið „worker“ Aðspurð hvers vegna þingmenn falli ekki undir vinnutímatilskipunina bendir Dagný bæði á níunda kafla í lögunum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum en líka á Evrópurétt og grundvallardóm þar. „Bæði ertu með undantekningar frá tilskipuninni sem koma fram í 52. grein a), 3. þar sem segir að ákvæði þessa kafla gilda ekki um æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sjálfir. Það er spurning hvort þingmenn falli þarna undir en svo er annað sem útilokar þetta frá upphafi. Þetta er Evrópuréttur og þú ert með hugtakið „worker“ þar sem er „starfsmaður“ á íslensku og alþingismenn falla ekki þar undir,“ segir Dagný. Hún segir hugtakið „worker“ ekki skilgreint í Evrópulögunum en grundvallardómur frá árinu 1986 skilgreini hugtakið. „Þar eru hugtakaskilyrði að þú verður að vinna undir stjórn einhvers annars gegn greiðslu. Alþingismenn eru ekki í ráðningarsambandi þannig séð, þeir eru kjörnir, og þeir eru ekki opinberir starfsmenn og eru undanskildir sérstaklega frá starfsmannalögunum,“ segir Dagný en ítrekar að tilskipunin eigi vissulega við um starfsmenn þingsins. Tilkynningu Orkunnar okkar vegna kæru samtakanna til Vinnueftirlitsins og lögreglu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Nú hagar svo til að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafa staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Fundað er á víxl í nefndum og í þinginu, hvíldarlaust.Störf Alþingis eru um þessar mundir í andstöðu við Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum IX kafla laganna um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma. Lögboðinn 11 klst. hvíldartími er órafjarri því að vera virtur. Lög þessi eru vitaskuld ekki sett að tilefnislausu. Mikilvægt er að starfsmenn, ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hagsmuna eiga að gæta og almenningur hafi tök á að fylgjast með umræðunni í rauntíma.Málið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að um sjálfan löggjafann er að ræða og með því háttalagi sem hér er vísað til er gefið í skyn að lögum þurfi bara að fylgja þegar hentar.Förum við með bréfi þessu fram á að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan bregðist tafarlaust við og stöðvi yfirstandandi lögbrot. Alþingi Vinnumarkaður Þriðji orkupakkinn Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira
Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Samtökin Orkan okkar afhentu Vinnueftirlitinu kæru þess efnis í morgun þar sem þau telja að lögboðinn ellefu klukkustunda hvíldartími sé órafjarri því að vera virtur. Orkan okkar eru samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum og berjast þau gegn samþykkt þriðja orkupakkans. Fyrst var greint frá málinu á mbl en í tilkynningu frá Orkunni okkar sem Vísir hefur fengið senda segir að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafi staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Í tilkynningunni segir jafnframt að mikilvægt sé að starfsmenn, og ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinnu, en Dagný Ósk Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB, segir í samtali við Vísi að lög um hvíldartíma eigi ekki við þingmenn. Þau eigi hins vegar við um starfsmenn Alþingis en ákvæði um hvíldartíma koma fram í tilskipun frá Evrópusambandinu sem innleidd hefur verið í íslenska löggjöf.Dagný Ósk Aradóttir Pind er lögfræðingur BSRB.vefur BSBRGrundvallardómur frá 1986 skilgreinir hugtakið „worker“ Aðspurð hvers vegna þingmenn falli ekki undir vinnutímatilskipunina bendir Dagný bæði á níunda kafla í lögunum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum en líka á Evrópurétt og grundvallardóm þar. „Bæði ertu með undantekningar frá tilskipuninni sem koma fram í 52. grein a), 3. þar sem segir að ákvæði þessa kafla gilda ekki um æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sjálfir. Það er spurning hvort þingmenn falli þarna undir en svo er annað sem útilokar þetta frá upphafi. Þetta er Evrópuréttur og þú ert með hugtakið „worker“ þar sem er „starfsmaður“ á íslensku og alþingismenn falla ekki þar undir,“ segir Dagný. Hún segir hugtakið „worker“ ekki skilgreint í Evrópulögunum en grundvallardómur frá árinu 1986 skilgreini hugtakið. „Þar eru hugtakaskilyrði að þú verður að vinna undir stjórn einhvers annars gegn greiðslu. Alþingismenn eru ekki í ráðningarsambandi þannig séð, þeir eru kjörnir, og þeir eru ekki opinberir starfsmenn og eru undanskildir sérstaklega frá starfsmannalögunum,“ segir Dagný en ítrekar að tilskipunin eigi vissulega við um starfsmenn þingsins. Tilkynningu Orkunnar okkar vegna kæru samtakanna til Vinnueftirlitsins og lögreglu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Nú hagar svo til að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafa staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Fundað er á víxl í nefndum og í þinginu, hvíldarlaust.Störf Alþingis eru um þessar mundir í andstöðu við Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum IX kafla laganna um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma. Lögboðinn 11 klst. hvíldartími er órafjarri því að vera virtur. Lög þessi eru vitaskuld ekki sett að tilefnislausu. Mikilvægt er að starfsmenn, ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hagsmuna eiga að gæta og almenningur hafi tök á að fylgjast með umræðunni í rauntíma.Málið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að um sjálfan löggjafann er að ræða og með því háttalagi sem hér er vísað til er gefið í skyn að lögum þurfi bara að fylgja þegar hentar.Förum við með bréfi þessu fram á að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan bregðist tafarlaust við og stöðvi yfirstandandi lögbrot.
Alþingi Vinnumarkaður Þriðji orkupakkinn Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira