Disney vinnur að mynd eftir Knights of the Old Republic Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 10:30 Darth Malak og Darth Revan. Aðdáendur tölvuleiksins vinsæla Star Wars: Knights of the Old Republic hafa tilefni til að fagna. Disney er sagt vera að skoða að gera kvikmyndaþríleik eftir leiknum sem kom út árið 2003 og þykir einn af bestu tölvuleikjum Star Wars söguheimsins. Samkvæmt heimildum Buzzfeed er Laeta Kalogridis að skrifa handrit fyrir mögulega kvikmynd en hún er hvað best þekkt fyrir skrif sín við Shutter Island, Altered Carbon og Terminator Genisys. KOTOR er hlutverkaleikur þar sem spilarar setja sig í spor hermanns Gamla lýðveldisins sem tekur virkan þátt í baráttunni gegn Sith-herranum Darth Malak, fyrrverandi lærisveini Darth Revan. Leikurinn gerist um fjögur þúsund árum fyrir Star Wars: A New Hope og býr yfir mjög góðri og áhugaverðri sögu. Blaðamaður MTV ræddi við Kathleen Kennedy, yfirmann Lucasfilm, í apríl og var hún sérstaklega spurð út í KOTOR og möguleikann á kvikmynd. Þá sagði hún starfsmenn Lucasfilm vera ítrekað að velta því fyrir sér og það væri til skoðunar. Hún sagðist þó ekki vita hvernig það ferli myndi enda. Nú virðist sem að Kalogridis sé að skrifa handritið en það þarf þó ekki að þýða að af kvikmyndunum verði.#Lucasfilm president Kathleen Kennedy talked to us about the future of #StarWars – including a Knights of the Old Republic movie and female filmmakers taking the helm, as well as Palpatine’s surprise return in the trailer for @StarWars#EpisodeIXpic.twitter.com/HCjEhdlRv7 — MTV NEWS (@MTVNEWS) April 16, 2019 Eins og staðan er núna kemur The Rise of Skywalker, eftir J.J. Abrams út í desember. Næsta kvikmynd söguheimsins á að koma út um jólin 2022. Sú mynd verður eftir þá David Benioff og D.B. Weiss, forsvarsmenn Game of Thrones og verður sú fyrsta í nýjum þríleik þeirra. Leiddar hafa verið líkur að því að mögulega gerist sá þríleikur einnig á tímum Gamla lýðveldisins. Ekki liggur fyrir hvenær þríleikur Rian Johnson, sem gerði The Last Jedi, á að líta dagsins ljós.Star Wars: Knights of the Old Republic film reportedly in the works https://t.co/LpDNpXroql pic.twitter.com/3dKDDjS9ed— Eurogamer (@eurogamer) May 24, 2019 Bíó og sjónvarp Disney Leikjavísir Star Wars Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Aðdáendur tölvuleiksins vinsæla Star Wars: Knights of the Old Republic hafa tilefni til að fagna. Disney er sagt vera að skoða að gera kvikmyndaþríleik eftir leiknum sem kom út árið 2003 og þykir einn af bestu tölvuleikjum Star Wars söguheimsins. Samkvæmt heimildum Buzzfeed er Laeta Kalogridis að skrifa handrit fyrir mögulega kvikmynd en hún er hvað best þekkt fyrir skrif sín við Shutter Island, Altered Carbon og Terminator Genisys. KOTOR er hlutverkaleikur þar sem spilarar setja sig í spor hermanns Gamla lýðveldisins sem tekur virkan þátt í baráttunni gegn Sith-herranum Darth Malak, fyrrverandi lærisveini Darth Revan. Leikurinn gerist um fjögur þúsund árum fyrir Star Wars: A New Hope og býr yfir mjög góðri og áhugaverðri sögu. Blaðamaður MTV ræddi við Kathleen Kennedy, yfirmann Lucasfilm, í apríl og var hún sérstaklega spurð út í KOTOR og möguleikann á kvikmynd. Þá sagði hún starfsmenn Lucasfilm vera ítrekað að velta því fyrir sér og það væri til skoðunar. Hún sagðist þó ekki vita hvernig það ferli myndi enda. Nú virðist sem að Kalogridis sé að skrifa handritið en það þarf þó ekki að þýða að af kvikmyndunum verði.#Lucasfilm president Kathleen Kennedy talked to us about the future of #StarWars – including a Knights of the Old Republic movie and female filmmakers taking the helm, as well as Palpatine’s surprise return in the trailer for @StarWars#EpisodeIXpic.twitter.com/HCjEhdlRv7 — MTV NEWS (@MTVNEWS) April 16, 2019 Eins og staðan er núna kemur The Rise of Skywalker, eftir J.J. Abrams út í desember. Næsta kvikmynd söguheimsins á að koma út um jólin 2022. Sú mynd verður eftir þá David Benioff og D.B. Weiss, forsvarsmenn Game of Thrones og verður sú fyrsta í nýjum þríleik þeirra. Leiddar hafa verið líkur að því að mögulega gerist sá þríleikur einnig á tímum Gamla lýðveldisins. Ekki liggur fyrir hvenær þríleikur Rian Johnson, sem gerði The Last Jedi, á að líta dagsins ljós.Star Wars: Knights of the Old Republic film reportedly in the works https://t.co/LpDNpXroql pic.twitter.com/3dKDDjS9ed— Eurogamer (@eurogamer) May 24, 2019
Bíó og sjónvarp Disney Leikjavísir Star Wars Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira