Úr kennslu í Skagafirði á skólabekk í Stanford Sveinn Arnarsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Sauðárkrókur þar sem Ingvi Hrannar Ómarsson kennir. Fréttablaðið/Pjetur Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari á Sauðárkróki, hefur fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum næsta skólaár. Aðeins sautján aðrir nemendur hefja nám með honum. Ingvi Hrannar var valinn einn af hundrað áhrifamestu kennarum í heiminum af samtökunum HundrED og fékk æðstu viðurkenningu Google og Apple til kennara vegna notkunar tækni í kennslu barna. „Í haust mun ég hefja framhaldsnám við Stanford Graduate School of Education, að læra Learning, Design & Technology,“ segir Ingvi Hrannar og bendir á að fáir ef nokkrir grunnskólakennarar á Íslandi hafi fengið inn í svo virtan skóla á sviði menntunar. „Síðastliðin níu ár, að undanskildu skólaárinu 2013-2014 þar sem ég var í meistaranámi í frumkvöðlafræði og nýsköpun við Háskólann í Lundi, hef ég starfað við grunnskólana þrjá í Skagafirði. Fyrst sem umsjónarkennari 1. til 3. bekkjar í Árskóla og síðustu fimm ár sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun á fræðslusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar.“Ingvi Hrannar ÓmarssonaðsendÞar sem Ingvi Hrannar hefur aðeins unnið í níu ár sem kennari getur hann ekki óskað eftir að fá launað námsleyfi frá Kennarasambandi Íslands þar sem viðmiðið er að kennari þarf að hafa unnið í að minnsta kosti tíu ár til að fá launað námsleyfi. Einnig hafnaði sveitarfélagið honum um launað leyfi á dögunum. Stanford er einn virtasti háskóli heims og því afar mikið afrek fyrir ungan grunnskólakennara að hafa fengið inngöngu í skólann. „Þessi skóli er af mörgum talinn sá fremsti í heiminum og verð ég einn átján nemenda sem hefja nám við deildina í haust,“ segir Ingvi Hrannar. Að sögn Ingva Hrannars er mikilvægt fyrir hann að koma heim að námi loknu og nýta þekkinguna til að efla menntun íslenskra skólabarna. „Ég hlakka til að snúa aftur til Íslands að námi loknu og hjálpa íslenska menntakerfinu að verða það fremsta í heiminum, þannig að öll börn, óháð búsetu, kyni, uppruna eða fjárhag geti átt bjarta framtíð,“ segir Ingvi Hrannar Ómarsson. Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Skóla - og menntamál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira
Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari á Sauðárkróki, hefur fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum næsta skólaár. Aðeins sautján aðrir nemendur hefja nám með honum. Ingvi Hrannar var valinn einn af hundrað áhrifamestu kennarum í heiminum af samtökunum HundrED og fékk æðstu viðurkenningu Google og Apple til kennara vegna notkunar tækni í kennslu barna. „Í haust mun ég hefja framhaldsnám við Stanford Graduate School of Education, að læra Learning, Design & Technology,“ segir Ingvi Hrannar og bendir á að fáir ef nokkrir grunnskólakennarar á Íslandi hafi fengið inn í svo virtan skóla á sviði menntunar. „Síðastliðin níu ár, að undanskildu skólaárinu 2013-2014 þar sem ég var í meistaranámi í frumkvöðlafræði og nýsköpun við Háskólann í Lundi, hef ég starfað við grunnskólana þrjá í Skagafirði. Fyrst sem umsjónarkennari 1. til 3. bekkjar í Árskóla og síðustu fimm ár sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun á fræðslusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar.“Ingvi Hrannar ÓmarssonaðsendÞar sem Ingvi Hrannar hefur aðeins unnið í níu ár sem kennari getur hann ekki óskað eftir að fá launað námsleyfi frá Kennarasambandi Íslands þar sem viðmiðið er að kennari þarf að hafa unnið í að minnsta kosti tíu ár til að fá launað námsleyfi. Einnig hafnaði sveitarfélagið honum um launað leyfi á dögunum. Stanford er einn virtasti háskóli heims og því afar mikið afrek fyrir ungan grunnskólakennara að hafa fengið inngöngu í skólann. „Þessi skóli er af mörgum talinn sá fremsti í heiminum og verð ég einn átján nemenda sem hefja nám við deildina í haust,“ segir Ingvi Hrannar. Að sögn Ingva Hrannars er mikilvægt fyrir hann að koma heim að námi loknu og nýta þekkinguna til að efla menntun íslenskra skólabarna. „Ég hlakka til að snúa aftur til Íslands að námi loknu og hjálpa íslenska menntakerfinu að verða það fremsta í heiminum, þannig að öll börn, óháð búsetu, kyni, uppruna eða fjárhag geti átt bjarta framtíð,“ segir Ingvi Hrannar Ómarsson.
Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Skóla - og menntamál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira