Leifur fór fyrst á Everest árið 2013 og varð í dag fyrsti Íslendingurinn sem toppar tindinn tvisvar.

Lýður telst þá vera sá níundi í röðinni þótt Vísir viti ekki nákvæmlega hvor þeir var á undan á tindinn, Bjarni eða Lýður.
Allir þeir Íslendingar sem klifið hafa Everest hafa komist á tindinn seinni hlutann í maí en það er sá tími sem best er að leggja á fjallið.
Rætt var við Sigrúnu Hrönn, eiginkonu Leifs Arnar, í Bítinu í morgun og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.