Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 21:07 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Vilhelm Bára Halldórsdóttir átti ekki í „samverknaði“ þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri í nóvember í fyrra, líkt og Miðflokksmenn og lögmaður þeirra hafa ítrekað sett fram kenningar um. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið persónuverndarlög með upptökunum. Í úrskurðinum kemur einnig fram að ekki þyki tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á Báru, líkt og Miðflokksmenn höfðu gert kröfu um. Litið var til þess að upptakan hafi farið fram í rými sem almenningur hafði aðgang að, þótt hún færi vissulega „úr hófi fram vegna þess langa tíma sem hún stóð yfir“.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustri eins og frægt er orðið.VísirÞá er tekið fram að samræðurnar, sem Bára tók upp á Klaustri, hafi „orðið tilefni til mikillar umræðu í samfélaginu um háttsemi þjóðkjörinna fulltrúa.“ Þingmenn Miðflokksins hafa jafnframt sakað Báru um að hafa komið á Klaustur að yfirlögðu ráði, skipulagt „aðgerðina“ vel og haft sér vitorðsmenn til aðstoðar. Bent er á í úrskurði Persónuverndar að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós neinn „samverknað“, líkt og Miðflokksmenn hafa haldið fram í erindum sínum til Persónuverndar.Sjá einnig: Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þegar litið sé til alls framangreinds, einkum tilgangs vinnslunnar og kringumstæðna að öðru leyti, þyki ekki tilefni til að leggja sekt á Báru. Hins vegar mælir Persónuvernd fyrir um að Bára skuli eyða upptökunni eigi síðar en 5. júní, líkt og áður hefur komið fram. Persónuvernd hafnaði kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Bára Halldórsdóttir átti ekki í „samverknaði“ þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri í nóvember í fyrra, líkt og Miðflokksmenn og lögmaður þeirra hafa ítrekað sett fram kenningar um. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið persónuverndarlög með upptökunum. Í úrskurðinum kemur einnig fram að ekki þyki tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á Báru, líkt og Miðflokksmenn höfðu gert kröfu um. Litið var til þess að upptakan hafi farið fram í rými sem almenningur hafði aðgang að, þótt hún færi vissulega „úr hófi fram vegna þess langa tíma sem hún stóð yfir“.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustri eins og frægt er orðið.VísirÞá er tekið fram að samræðurnar, sem Bára tók upp á Klaustri, hafi „orðið tilefni til mikillar umræðu í samfélaginu um háttsemi þjóðkjörinna fulltrúa.“ Þingmenn Miðflokksins hafa jafnframt sakað Báru um að hafa komið á Klaustur að yfirlögðu ráði, skipulagt „aðgerðina“ vel og haft sér vitorðsmenn til aðstoðar. Bent er á í úrskurði Persónuverndar að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós neinn „samverknað“, líkt og Miðflokksmenn hafa haldið fram í erindum sínum til Persónuverndar.Sjá einnig: Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þegar litið sé til alls framangreinds, einkum tilgangs vinnslunnar og kringumstæðna að öðru leyti, þyki ekki tilefni til að leggja sekt á Báru. Hins vegar mælir Persónuvernd fyrir um að Bára skuli eyða upptökunni eigi síðar en 5. júní, líkt og áður hefur komið fram. Persónuvernd hafnaði kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46
Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30
Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46