Níu mánuðir án svara Ari Brynjólfsson skrifar 7. júní 2019 08:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Ernir Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kaup RÚV á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vor skapaðist uppnám við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ráðherrans vegna deilu sjálfstæðra framleiðenda við RÚV sem vildi ekki gefa eftir tilkall til hagnaðar sem gæti orðið ef sýningarrétturinn yrði seldur til aðila á borð við Netflix. RÚV breytti skilmálunum síðasta haust og er málið mjög viðkvæmt meðal framleiðenda sökum stærðar RÚV á markaðnum. Óli Björn bað um svör frá menntamálaráðuneytinu um málið síðasta haust. „Það er ekki að ástæðulausu sem þessi fyrirspurn er sett fram,“ segir þingmaðurinn. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara um hendur Ríkisútvarpsins, meðal annars fjármunir sem eru skuldbundnir til að nota til að kaupa efni af sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Óli Björn. Eðlilegt sé að upplýsa hvernig það sé gert. „Á hvaða kjörum þeir samningar eru og hvort það sé rétt að Ríkisútvarpið sé að knýja fram samninga þar sem þeir njóta einhvers ávinnings af hugsanlegri sölu af þessu dagskrárefni, þá sérstaklega sjónvarpsefni, til erlendra aðila. Þá vaknar sú spurning hvernig þeim fjármunum sé síðan ráðstafað.“ Samtök iðnaðarins hafa einnig reynt að fá svör frá RÚV. Fram kemur í lögfræðiáliti sem gert var í vor fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins að RÚV eigi að veita styrki en ekki eignast hlut í verki til að geta hagnast á því. Þessu er RÚV ekki sammála og sagði Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla hjá RÚV, það vera rangt. „Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV er því undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi, bæði fjárhagslegu sem og öðru framlagi sem nýtist til framleiðslu viðkomandi verkefna,“ segir í svari Birgis. Fulltrúar SI funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins í mars síðastliðnum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er unnið að málinu innan ráðuneytisins. Samkvæmt lögum hefði svar ráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns átt að berast fimmtán virkum dögum síðar, nema ráðherra sendi bréf á forseta Alþingis með útskýringum. Fyrirspurnin var lögð fram í september í fyrra og eru því liðnir níu mánuðir. „Níu mánuðir er auðvitað vont og ekki til eftirbreytni. Ég trúi ekki að þingið fari heim hér án þess að fyrirspurninni verði svarað,“ segir Óli Björn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kaup RÚV á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vor skapaðist uppnám við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ráðherrans vegna deilu sjálfstæðra framleiðenda við RÚV sem vildi ekki gefa eftir tilkall til hagnaðar sem gæti orðið ef sýningarrétturinn yrði seldur til aðila á borð við Netflix. RÚV breytti skilmálunum síðasta haust og er málið mjög viðkvæmt meðal framleiðenda sökum stærðar RÚV á markaðnum. Óli Björn bað um svör frá menntamálaráðuneytinu um málið síðasta haust. „Það er ekki að ástæðulausu sem þessi fyrirspurn er sett fram,“ segir þingmaðurinn. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara um hendur Ríkisútvarpsins, meðal annars fjármunir sem eru skuldbundnir til að nota til að kaupa efni af sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Óli Björn. Eðlilegt sé að upplýsa hvernig það sé gert. „Á hvaða kjörum þeir samningar eru og hvort það sé rétt að Ríkisútvarpið sé að knýja fram samninga þar sem þeir njóta einhvers ávinnings af hugsanlegri sölu af þessu dagskrárefni, þá sérstaklega sjónvarpsefni, til erlendra aðila. Þá vaknar sú spurning hvernig þeim fjármunum sé síðan ráðstafað.“ Samtök iðnaðarins hafa einnig reynt að fá svör frá RÚV. Fram kemur í lögfræðiáliti sem gert var í vor fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins að RÚV eigi að veita styrki en ekki eignast hlut í verki til að geta hagnast á því. Þessu er RÚV ekki sammála og sagði Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla hjá RÚV, það vera rangt. „Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV er því undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi, bæði fjárhagslegu sem og öðru framlagi sem nýtist til framleiðslu viðkomandi verkefna,“ segir í svari Birgis. Fulltrúar SI funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins í mars síðastliðnum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er unnið að málinu innan ráðuneytisins. Samkvæmt lögum hefði svar ráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns átt að berast fimmtán virkum dögum síðar, nema ráðherra sendi bréf á forseta Alþingis með útskýringum. Fyrirspurnin var lögð fram í september í fyrra og eru því liðnir níu mánuðir. „Níu mánuðir er auðvitað vont og ekki til eftirbreytni. Ég trúi ekki að þingið fari heim hér án þess að fyrirspurninni verði svarað,“ segir Óli Björn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira