Köldu pottarnir stóðust ekki heilbrigðiskröfur Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2019 14:41 Kallað eftir tíðari þrifum á köldu pottunum á Austurlandi. Myndin er frá Neskaupstað sem tilheyrir Fjarðabyggð sem heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Vísir/Einar Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur farið fram á tíðari þrif á köldum kerjum við opinbera sundstaði á svæðinu. Þetta gerðu starfsmenn eftirlitsins eftir að könnun á baðvatni leiddi í ljós að flest þeirra sýna sem stóðust ekki kröfur voru úr köldum kerjum.Niðurstaðan birtist í ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem birt var í vikunni. Þar kemur fram að af 61 baðvatnssýni sem tekið var á árinu 2018 þá stóðust 90 prósent sýnanna kröfur. Flest þeirra sýna sem féllu á prófinu árið 2018 voru sýni sem tekin voru úr köldum kerjum við opinbera sundstaði. Samkvæmt breytingu sem gerð var árið 2017 á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er ekki gerð krafa um hreinsibúnað eða sótthreinsun á kerjum sé hægt að ábyrgjast heilnæmi vatnsins á annan hátt. Til dæmis með miklu rennsli í gegnum þau. „Vera má að auknar vinsældir kaldra baða kalli á sjálfvirkan hreinsibúnað. Standist sýni úr köldum kerjum ekki gæðakröfur, gerir heilbrigðiseftirlitið kröfu um að kerin séu tæmd og þrifin oftar, vilji rekstraraðili ekki setja klór í þau,“ segir í skýrslunni. Lára Guðmundsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands, fer með eftirlit á sviði hollustuhátta. Hún segir stærri sundstaði farna að setja venjulegar sundlaugarsandsíur í köldu pottana ásamt klór.Kaldir pottar eru víða á Íslandi en þeir sem eru á Austurlandi eru ekki með síu eða klórdælu og þarf því að hreinsa þá oftar. Þessi kaldi pottur tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÞannig er það þó ekki á Austurlandi enda köldu pottarnir ögn meiri nýlunda á svæðinu en annars staðar. Í mörgum tilvikum er um að ræða timburpotta og fiskikör við sundlaugarnar. Sýnin eru tekin á sumrin þegar umferðin er sem mest í sundlaugarnar. Lára segir köldu pottana njóta síaukinna vinsælda á Austurlandi og því hafi staðan á vatninu í þeim versnað með aukinni umferð. „Ég hef ekki gert kröfu um neitt nema að þrifin séu aukin á pottunum, að þeir séu tæmdir og þrifnir oftar í viku. En ég hef ekki farið fram á að það sé settur klór í þá,“ segir Lára í samtali við Vísi. „Þetta eru það lágar tölur. Þær eru ekki að fara yfir mörk sem koma fyrir í náttúrulaugareglugerðinni. Það hefur sýnt sig að tíðari þrif duga til að halda þessu í skefjum,“ segir Lára. Þegar sýni eru rannsökuð í baðvatni er heildargerlafjöldi skoðaður og þar á meðal hvort e-coli saurgerlar finnast. Til að standast kröfur má magnið ekki ná einum, en það er algengasta magnið sem hefur fundist í köldu kerjunum á Austurlandi. Lára tekur fram að það sé mjög lágt, ef þeir færu upp í hundrað þá væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Í reglugerð um náttúrulaugar má magnið ná þúsund, sem er mun hærra en víða erlendis. Lára nefnir að í Sundlaug Akureyrar sé kaldur pottur með sandsíu og klórdælu. Þannig sé það sömuleiðis víða á höfuðborgarsvæðinu. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kaldi potturinn styttir ekki leiðina að árangri Kuldaböð vinna hins vegar gegn þunglyndi og kvíða, verkjum og bólgum og geta bætt sjálfsöryggi fólks. 15. mars 2019 10:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur farið fram á tíðari þrif á köldum kerjum við opinbera sundstaði á svæðinu. Þetta gerðu starfsmenn eftirlitsins eftir að könnun á baðvatni leiddi í ljós að flest þeirra sýna sem stóðust ekki kröfur voru úr köldum kerjum.Niðurstaðan birtist í ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem birt var í vikunni. Þar kemur fram að af 61 baðvatnssýni sem tekið var á árinu 2018 þá stóðust 90 prósent sýnanna kröfur. Flest þeirra sýna sem féllu á prófinu árið 2018 voru sýni sem tekin voru úr köldum kerjum við opinbera sundstaði. Samkvæmt breytingu sem gerð var árið 2017 á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er ekki gerð krafa um hreinsibúnað eða sótthreinsun á kerjum sé hægt að ábyrgjast heilnæmi vatnsins á annan hátt. Til dæmis með miklu rennsli í gegnum þau. „Vera má að auknar vinsældir kaldra baða kalli á sjálfvirkan hreinsibúnað. Standist sýni úr köldum kerjum ekki gæðakröfur, gerir heilbrigðiseftirlitið kröfu um að kerin séu tæmd og þrifin oftar, vilji rekstraraðili ekki setja klór í þau,“ segir í skýrslunni. Lára Guðmundsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands, fer með eftirlit á sviði hollustuhátta. Hún segir stærri sundstaði farna að setja venjulegar sundlaugarsandsíur í köldu pottana ásamt klór.Kaldir pottar eru víða á Íslandi en þeir sem eru á Austurlandi eru ekki með síu eða klórdælu og þarf því að hreinsa þá oftar. Þessi kaldi pottur tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÞannig er það þó ekki á Austurlandi enda köldu pottarnir ögn meiri nýlunda á svæðinu en annars staðar. Í mörgum tilvikum er um að ræða timburpotta og fiskikör við sundlaugarnar. Sýnin eru tekin á sumrin þegar umferðin er sem mest í sundlaugarnar. Lára segir köldu pottana njóta síaukinna vinsælda á Austurlandi og því hafi staðan á vatninu í þeim versnað með aukinni umferð. „Ég hef ekki gert kröfu um neitt nema að þrifin séu aukin á pottunum, að þeir séu tæmdir og þrifnir oftar í viku. En ég hef ekki farið fram á að það sé settur klór í þá,“ segir Lára í samtali við Vísi. „Þetta eru það lágar tölur. Þær eru ekki að fara yfir mörk sem koma fyrir í náttúrulaugareglugerðinni. Það hefur sýnt sig að tíðari þrif duga til að halda þessu í skefjum,“ segir Lára. Þegar sýni eru rannsökuð í baðvatni er heildargerlafjöldi skoðaður og þar á meðal hvort e-coli saurgerlar finnast. Til að standast kröfur má magnið ekki ná einum, en það er algengasta magnið sem hefur fundist í köldu kerjunum á Austurlandi. Lára tekur fram að það sé mjög lágt, ef þeir færu upp í hundrað þá væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Í reglugerð um náttúrulaugar má magnið ná þúsund, sem er mun hærra en víða erlendis. Lára nefnir að í Sundlaug Akureyrar sé kaldur pottur með sandsíu og klórdælu. Þannig sé það sömuleiðis víða á höfuðborgarsvæðinu.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kaldi potturinn styttir ekki leiðina að árangri Kuldaböð vinna hins vegar gegn þunglyndi og kvíða, verkjum og bólgum og geta bætt sjálfsöryggi fólks. 15. mars 2019 10:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Kaldi potturinn styttir ekki leiðina að árangri Kuldaböð vinna hins vegar gegn þunglyndi og kvíða, verkjum og bólgum og geta bætt sjálfsöryggi fólks. 15. mars 2019 10:00