Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, hefur unnið fjórar af sex keppnum ársins. Bretinn leiðir heimsmeistaramót ökuþóra og stefnir á sinn sjötta titil.
Michael Schumacher er sigursælasti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 með sjö titla og 91 sigur. Hamilton vantar tvo titla og 14 sigra til að jafna met þýska meistarans.
,,Michael hætti að keppa 38 ára, ég er 33 ára og get alveg séð fyrir mér að vera í fimm ár í viðbót´´ sagði Hamilton er hann var spurður um framtíðina.
Hamilton var gestur í spjallþætti David Letterman á Netflix og bætti við að svo lengi sem hann sé að skemmta sér mun hann halda áfram í Formúlunni.
Hamilton: Ég get haldið áfram næstu fimm árin
Bragi Þórðarson skrifar

Mest lesið


Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn
Íslenski boltinn


„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn

Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“
Íslenski boltinn


Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn


Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum
Íslenski boltinn