Ekkert hraðaeftirlit í Vaðlaheiðargöngum Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2019 07:15 Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðraganga, segir ökumenn löghlýðna. Fréttablaðið/Auðunn Engar hraðamyndavélar hafa verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en vonir standa til að þær verði settar upp á þessu ári. Göngin hafa verið opin núna í tæp hálft ár án myndavélaeftirlits lögreglunnar. Framkvæmdastjóri ganganna segir hins vegar notendur ganganna einstaklega löghlýðna á þessum fyrstu mánuðum. Lögreglan á Akureyri segir myndavélaeftirlitið ekki á sinni könnu heldur sé það í raun Vegagerðin sem setji upp eftirlitsmyndavélarnar. Síðan sé það lögreglustjórinn á Vesturlandi sem sjái um úrvinnslu gagna úr eftirlitsmyndavélum sem þessum og sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur. Embættið hafi því yfirumsjón með öllum hraðamyndavélum landsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir myndavélarnar verða settar upp fljótlega. „Við höfum ekki verið að ýta á eftir því sérstaklega sökum þess að við höfum fengið af því fréttir að þær séu á leiðinni. Við höfum hins vegar farið í eftirlit inn í göngin en svo munu vélarnar hjálpa til þegar þær verða settar upp,“ segir Halla Bergþóra. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að þótt eftirlitsmyndavélarnar séu ekki komnar upp séu ökumenn afar löghlýðnir í göngunum. „Við sjáum hraða ökutækja hjá okkur en það er ekki hluti af vegaeftirlitinu. Það sem við höfum séð er að langflestir ökumenn aka á milli 60 og 70 kílómetra hraða á klukkustund. Aðeins sárafáar bifreiðar hafa keyrt göngin á yfir 100 kílómetra hraða en þar er aðeins um forgangsakstur að ræða hjá lögreglu og slökkviliði,“ segir Valgeir. „Við erum afar ánægðir með hvernig umferðarmenningin er í göngunum.“ Valgeir segir að allt sé klárt varðandi uppsetningu hraðamyndavélanna í göngunum og nú þurfi aðeins að koma þeim upp og setja í samband. „Allt er í rauninni tilbúið og tengingar fyrir hendi til þess að búnaðurinn geti virkað. Því verður afar fljótlegt að setja upp þennan búnað um leið og hann kemur í göngin,“ bætir Valgeir við. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Umferðaröryggi Vaðlaheiðargöng Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Engar hraðamyndavélar hafa verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en vonir standa til að þær verði settar upp á þessu ári. Göngin hafa verið opin núna í tæp hálft ár án myndavélaeftirlits lögreglunnar. Framkvæmdastjóri ganganna segir hins vegar notendur ganganna einstaklega löghlýðna á þessum fyrstu mánuðum. Lögreglan á Akureyri segir myndavélaeftirlitið ekki á sinni könnu heldur sé það í raun Vegagerðin sem setji upp eftirlitsmyndavélarnar. Síðan sé það lögreglustjórinn á Vesturlandi sem sjái um úrvinnslu gagna úr eftirlitsmyndavélum sem þessum og sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur. Embættið hafi því yfirumsjón með öllum hraðamyndavélum landsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir myndavélarnar verða settar upp fljótlega. „Við höfum ekki verið að ýta á eftir því sérstaklega sökum þess að við höfum fengið af því fréttir að þær séu á leiðinni. Við höfum hins vegar farið í eftirlit inn í göngin en svo munu vélarnar hjálpa til þegar þær verða settar upp,“ segir Halla Bergþóra. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að þótt eftirlitsmyndavélarnar séu ekki komnar upp séu ökumenn afar löghlýðnir í göngunum. „Við sjáum hraða ökutækja hjá okkur en það er ekki hluti af vegaeftirlitinu. Það sem við höfum séð er að langflestir ökumenn aka á milli 60 og 70 kílómetra hraða á klukkustund. Aðeins sárafáar bifreiðar hafa keyrt göngin á yfir 100 kílómetra hraða en þar er aðeins um forgangsakstur að ræða hjá lögreglu og slökkviliði,“ segir Valgeir. „Við erum afar ánægðir með hvernig umferðarmenningin er í göngunum.“ Valgeir segir að allt sé klárt varðandi uppsetningu hraðamyndavélanna í göngunum og nú þurfi aðeins að koma þeim upp og setja í samband. „Allt er í rauninni tilbúið og tengingar fyrir hendi til þess að búnaðurinn geti virkað. Því verður afar fljótlegt að setja upp þennan búnað um leið og hann kemur í göngin,“ bætir Valgeir við.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Umferðaröryggi Vaðlaheiðargöng Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira