Telur sveitarfélög brjóta á rétti barna við þéttingu byggðar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2019 20:00 Hermann segir nauðsynlegt að taka aftur upp reglur um stærðarviðmið lóða við leikskóla. Landslagsarkitekt og meistaranemi í skipulagsfræðum segir sveitarfélög á Íslandi ekki virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að skipulagi á leikskólalóðum. Lóðir séu margar hverjar litlar og hamli þvíþroska leikskólabarnanna. Hafa þurfi velferð barna að leiðarljósi íþéttingu byggðar. Hermann Georg Gunnlaugsson fjallaði um borgina frá sjónarhorni barna, áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir í meistaraverkefni sínu í skipulagsfræðum. Þar áttaði hann sig á að ákvæði í aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 sé ekki virt þegar kemur að leikskólalóðum. Þær eigi að vera hluti af námsrýminu og þétting byggðar verði að taka mið af því. Gildi lóðarinnar sé mest fyrir frjálsa leikinn sem ýtir undir félagstengsl og hreyfiþroska barna. Frjálsi leikurinn sé lykilatriði. „Þá fara þau í allskonar leiki og takast á við hin leikskólabörnin. Hreyfiþroskinn og félagsþroskinn og öll þessi samskipti er það sem skiptir máli. Ef við tökum þessi svæði af börnunum, þá einfaldlega bara hreyfa þau sig minna,“ segir hann. Árið 2009 var reglugerð um leikskóla endurskoðuð og þá voru stærðarviðmið útisvæða felld úr gildi. „Það eru í dag engin ákvæði í reglugerð og þar með í lögum sem að tryggja það aðþað sé nóg pláss fyrir börnin að leika sér úti,“ segir hann. Hann gerði samanburð á Reykjavík og Stokkhólmi og segir okkur mikla eftirbáta Svía. „Þar er bara krafa um það að það séu 30 fermetrar af virku leiksvæði sem hægt er að nota fyrir hvert einasta barn. Við erum að sjá hérna dæmi um það á nýjum svæðum í Reykjavík alveg niður í átta fermetra, reyndar er það ungbarnaleikskóli. Viðmiðin sem er verið að nota hér eru svona 20 til 25 fermetrar. Sem er of lítið. Þannig að það er klárlega verið að brjóta á rétti barna samkvæmt barnasáttmálanum,“ segir hann. Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Landslagsarkitekt og meistaranemi í skipulagsfræðum segir sveitarfélög á Íslandi ekki virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að skipulagi á leikskólalóðum. Lóðir séu margar hverjar litlar og hamli þvíþroska leikskólabarnanna. Hafa þurfi velferð barna að leiðarljósi íþéttingu byggðar. Hermann Georg Gunnlaugsson fjallaði um borgina frá sjónarhorni barna, áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir í meistaraverkefni sínu í skipulagsfræðum. Þar áttaði hann sig á að ákvæði í aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 sé ekki virt þegar kemur að leikskólalóðum. Þær eigi að vera hluti af námsrýminu og þétting byggðar verði að taka mið af því. Gildi lóðarinnar sé mest fyrir frjálsa leikinn sem ýtir undir félagstengsl og hreyfiþroska barna. Frjálsi leikurinn sé lykilatriði. „Þá fara þau í allskonar leiki og takast á við hin leikskólabörnin. Hreyfiþroskinn og félagsþroskinn og öll þessi samskipti er það sem skiptir máli. Ef við tökum þessi svæði af börnunum, þá einfaldlega bara hreyfa þau sig minna,“ segir hann. Árið 2009 var reglugerð um leikskóla endurskoðuð og þá voru stærðarviðmið útisvæða felld úr gildi. „Það eru í dag engin ákvæði í reglugerð og þar með í lögum sem að tryggja það aðþað sé nóg pláss fyrir börnin að leika sér úti,“ segir hann. Hann gerði samanburð á Reykjavík og Stokkhólmi og segir okkur mikla eftirbáta Svía. „Þar er bara krafa um það að það séu 30 fermetrar af virku leiksvæði sem hægt er að nota fyrir hvert einasta barn. Við erum að sjá hérna dæmi um það á nýjum svæðum í Reykjavík alveg niður í átta fermetra, reyndar er það ungbarnaleikskóli. Viðmiðin sem er verið að nota hér eru svona 20 til 25 fermetrar. Sem er of lítið. Þannig að það er klárlega verið að brjóta á rétti barna samkvæmt barnasáttmálanum,“ segir hann.
Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira