Tveir slösuðust þegar bíll valt norðan við Hvassafell í Norðurárdal rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hina slösuðu á Landspítalann í Fossvogi að sögn vakthafandi starfsmanns hjá Landhelgisgæslunni.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi slyssins að sögn sjónarvotta.
Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi við gerð þessarar fréttar.
Flutti tvo slasaða eftir bílveltu
Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
