Heiðruðu Rúnar fyrir framlag til Helgafellsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 12:09 Frá toppi Helgarfells í gær. Ný útsýnisskífa á toppi Helgafells var vígð formlega í gær að viðstöddu fjölmenni. Heiðurinn að framkvæmdinni á Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við Rio Tinto Alcan, Verkfræðistofuna Mannvit og fleiri góða aðila. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, var viðstödd vígsluna og fékk að nýta tækifærið til að afhenda Rúnari Pálssyni viðurkenningu fyrir framlag sitt til Helgafellsins að því er segir í tilkynningu frá bænum. Rúnar Pálsson hlaut nýju nafnbótina og viðurkenninguna Hafnfirðingur til fyrirmyndar á toppi Helgafellsins. Rúnar fer nær daglega á fjallið og þá ýmist gangandi, hjólandi eða hlaupandi. Hann hefur til 22 ára séð um gestabókina á Helgafelli og á í dag dágott safn af gestabókum í bílskúrnum hjá sér. Gróflega má áætla að Rúnar eigi í dag um 150 bækur með alls konar skemmtilegum kveðjum frá gestum og gangandi víðs vegar að úr heiminum. Hugmyndin að gestabók á svæðinu og framkvæmdin í heild var upphaflega hans og hefur verkefnið fylgt honum öll þessi ár. Yfir sumartímann hefur Rúnar farið með eina eða fleiri gestabækur á fjallið enda þær fljótar að fyllast þegar umferðin er mikil. Bækurnar fyllast hægar yfir vetrartímann en umferðin samt orðin ótrúlega mikil um fjallið allt árið um kring þar sem „líkamsræktarstöðin“ Helgafell hentar fólki á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum og þjóðernum. „Heilsubærinn Hafnarfjörður vill með þessari viðurkenningu til Rúnars þakka honum innilega fyrir óeigingjarnt framlag sem er til mikillar fyrirmyndar. Einstaklingsframtak sem nær til alls samfélagsins og fleiri fá að njóta góðs af. Það eitt að setja upp geymslu fyrir gestabók og setja upp fyrsta eintakið er ekki sjálfgefið en að fylgja verkefni sínu og framkvæmd eftir í 22 ár er hvatningar- og lofsvert.“ Með þessu framlagi og þessari hvatningu vill Hafnarfjarðarbær leggja sitt af mörkum til verkefnisins. „Við viljum á þessum fallega degi og við þetta frábæra tilefni þakka Rúnari fyrir óeigingjarnt framlag sitt í þágu samfélagsins og á sama tíma þakka Rótarý klúbb Hafnarfjarðar og öllum þeim sem komu að uppsetningu á þessari stórglæsilegu útsýnisskífu fyrir þeirra framlag og framtak. Það eru einstaklingarnir, félögin og fyrirtækin sem bæinn byggja sem gera bæinn einstakan. Við í Hafnarfirði erum rík af fólki sem láta sig samfélagið og umhverfið varða og fyrir það erum við afar þakklát“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir eftir vígsluna á toppi Helgafellsins í gær. Hafnarfjörður Heilsa Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Ný útsýnisskífa á toppi Helgafells var vígð formlega í gær að viðstöddu fjölmenni. Heiðurinn að framkvæmdinni á Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við Rio Tinto Alcan, Verkfræðistofuna Mannvit og fleiri góða aðila. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, var viðstödd vígsluna og fékk að nýta tækifærið til að afhenda Rúnari Pálssyni viðurkenningu fyrir framlag sitt til Helgafellsins að því er segir í tilkynningu frá bænum. Rúnar Pálsson hlaut nýju nafnbótina og viðurkenninguna Hafnfirðingur til fyrirmyndar á toppi Helgafellsins. Rúnar fer nær daglega á fjallið og þá ýmist gangandi, hjólandi eða hlaupandi. Hann hefur til 22 ára séð um gestabókina á Helgafelli og á í dag dágott safn af gestabókum í bílskúrnum hjá sér. Gróflega má áætla að Rúnar eigi í dag um 150 bækur með alls konar skemmtilegum kveðjum frá gestum og gangandi víðs vegar að úr heiminum. Hugmyndin að gestabók á svæðinu og framkvæmdin í heild var upphaflega hans og hefur verkefnið fylgt honum öll þessi ár. Yfir sumartímann hefur Rúnar farið með eina eða fleiri gestabækur á fjallið enda þær fljótar að fyllast þegar umferðin er mikil. Bækurnar fyllast hægar yfir vetrartímann en umferðin samt orðin ótrúlega mikil um fjallið allt árið um kring þar sem „líkamsræktarstöðin“ Helgafell hentar fólki á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum og þjóðernum. „Heilsubærinn Hafnarfjörður vill með þessari viðurkenningu til Rúnars þakka honum innilega fyrir óeigingjarnt framlag sem er til mikillar fyrirmyndar. Einstaklingsframtak sem nær til alls samfélagsins og fleiri fá að njóta góðs af. Það eitt að setja upp geymslu fyrir gestabók og setja upp fyrsta eintakið er ekki sjálfgefið en að fylgja verkefni sínu og framkvæmd eftir í 22 ár er hvatningar- og lofsvert.“ Með þessu framlagi og þessari hvatningu vill Hafnarfjarðarbær leggja sitt af mörkum til verkefnisins. „Við viljum á þessum fallega degi og við þetta frábæra tilefni þakka Rúnari fyrir óeigingjarnt framlag sitt í þágu samfélagsins og á sama tíma þakka Rótarý klúbb Hafnarfjarðar og öllum þeim sem komu að uppsetningu á þessari stórglæsilegu útsýnisskífu fyrir þeirra framlag og framtak. Það eru einstaklingarnir, félögin og fyrirtækin sem bæinn byggja sem gera bæinn einstakan. Við í Hafnarfirði erum rík af fólki sem láta sig samfélagið og umhverfið varða og fyrir það erum við afar þakklát“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir eftir vígsluna á toppi Helgafellsins í gær.
Hafnarfjörður Heilsa Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira