Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá þessu en svo virðist vera sem að þessi maður heiti Corentin Siamang. Leikmenn tyrkneska landsliðsins voru afar ósáttir þegar þeir komu úr öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í gær. Þegar þeir höfðu komist í gegnum hann tók við þeim fjöldi fjölmiðlamanna frá Tyrklandi sem leikmennirnir nýttu til að lýsa yfir óánægju sinni vegna þess hve langan tíma öryggisleitin tók.
Sjá einnig: Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins
Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE
— FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019
Aðdáendur tyrkneska liðsins virðast nú hafa fundið manninn sem er ansi líkur þeim sem var með þvottaburstann á Keflavíkurflugvelli. Hafa aðdáendurnir herjað á Facebook síðu Siamang í dag sem hefur brugðið á það ráð að takmarka aðgang að henni í kjölfarið.