Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. AP greinir frá.
Í skýrslunni segir hins vegar að líklegt sé að í raun ættu tölurnar að vera mun hærri en með tímanum hefur orðið sí erfiðara að fylgjast með gangi mála í Jemen.
Átökin í einu fátækasta landi Arabíuskagans hófst þegar höfuðborg Jemen, Sanaa var hernumin af uppreisnarmönnum, styrktum af Íran, sem komu Abd Mansour Hadi frá völdum. Frá árinu 2015 hafa sveitir styrktar af Sádum, stutt við þá ríkisstjórn sem alþjóðasamfélagið viðurkennir og berst gegn uppreisnarmönnum.
Virginia Gama, starfsmaður SÞ, segir að þjáningar barna í Jemen hafi stigmagnast og sé algjörlega hræðileg. „Börn hafa ekkert með þessar deilur að gera.“ segir Gama við AP
Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013

Tengdar fréttir

Hútar gerðu drónaárásir í Sádi-Arabíu
Mikil spenna er nú á svæðinu en Bandaríkjamenn ákváðu nýlega að senda flugmóðurskip í Persaflóann auk þess sem bætt hefur verið í flota sprengjuflugvéla þeirra á svæðinu.

Hútar sakaðir um að beita fanga pyntingum
Rannsókn AP-fréttastofunnar leiddi í ljós að uppreisnarhreyfingin í Jemen pynti fanga sína.

Sömdu um vopnahlé í Jemen
Stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í jemensku hafnarborginni Hudaydah.

Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen
Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen.