Uppfært 18:30 Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi eru meiðsl þeirra fimm sem lentu í árekstrinum minniháttar og fór mun betur en á horfðist.
Fimm voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Eyrarbakkavegi milli Selfoss og Eyrarbakka klukkan 15:30 í dag.
Ekki er vitað um tildrög slyssins en samkvæmt heimildum frá Sjúkraflutningum HSU þurfti að beita klippum á vettvangi.
Veginum hefur verið lokað.
Uppfært 17:25: Búið er að opna fyrir umferð um Eyrarbakkaveg.
Fréttin verður uppfærð.
Harður árekstur á Eyrarbakkavegi
Gígja Hilmarsdóttir og Sylvía Hall og Andri Eysteinsson skrifa
