Myndi styðja börnin sín ef þau væru hinsegin en er hræddur við viðbrögð samfélagsins Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 23:14 Prinsinn var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í dag. Vísir/Getty Vilhjálmur Bretaprins var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í London í dag. Samkoman var skipulögð af The Albert Kennedy Trust sem styður ungt hinsegin fólk sem á í hættu að verða heimilislaus eða utangáttar í samfélaginu. Prinsinn var spurður hver hans viðbrögð yrðu ef eitt barna hans væri hinsegin. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því fyrr en hann eignaðist börn sjálfur en sagði þó að hann myndi styðja þau af heilum hug ef svo væri. „Ég byrjaði fyrst að hugsa um þetta eftir að ég eignaðist börn ef ég á að vera hreinskilinn, það er eitthvað sem gerir mig stressaðan. Þó ekki vegna þess að ég er hræddur við að þau séu hinsegin heldur snýst það frekar um pressuna sem þau munu finna fyrir og hversu mikið erfiðara líf þeirra yrði,“ sagði prinsinn.Væri erfitt í ljósi stöðu konungsfjölskyldunnar Hann segir að frá sjónarhorni foreldra sé það mikið áhyggjuefni vegna þess að enn sé að finna fordóma fyrir hinsegin samfélaginu í heiminum í dag og margar hindranir séu í þeirra vegi sem gagnkynhneigðir þurfi ekki að mæta. „Ég vildi óska þess að við byggjum í heimi þar sem þetta væri álitið venjulegt og ekkert tiltökumál,“ sagði prinsinn. Hann sagði það vera sérstaklega viðkvæmt í ljósi þeirrar stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í verandi kóngafólk. „Það eru svo margar hindranir, hatursfull ummæli, ofsóknir, mismunun og þessháttar, það er það sem gerir mig áhyggjufullan,“ bætti hann við og sagði það væri verkefni allra að leiðrétta slíkan hugsunarhátt og gera hann hluta að fortíðinni. Prince William says he would "fully support" his child if they were gay But he would worry about the "barriers, hateful words, persecution and discrimination that might come" [Tap to expand] https://t.co/YOI7eiiENspic.twitter.com/1LEOoY1j3e — BBC News (UK) (@BBCNews) June 26, 2019 Bretland Hinsegin Kóngafólk Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í London í dag. Samkoman var skipulögð af The Albert Kennedy Trust sem styður ungt hinsegin fólk sem á í hættu að verða heimilislaus eða utangáttar í samfélaginu. Prinsinn var spurður hver hans viðbrögð yrðu ef eitt barna hans væri hinsegin. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því fyrr en hann eignaðist börn sjálfur en sagði þó að hann myndi styðja þau af heilum hug ef svo væri. „Ég byrjaði fyrst að hugsa um þetta eftir að ég eignaðist börn ef ég á að vera hreinskilinn, það er eitthvað sem gerir mig stressaðan. Þó ekki vegna þess að ég er hræddur við að þau séu hinsegin heldur snýst það frekar um pressuna sem þau munu finna fyrir og hversu mikið erfiðara líf þeirra yrði,“ sagði prinsinn.Væri erfitt í ljósi stöðu konungsfjölskyldunnar Hann segir að frá sjónarhorni foreldra sé það mikið áhyggjuefni vegna þess að enn sé að finna fordóma fyrir hinsegin samfélaginu í heiminum í dag og margar hindranir séu í þeirra vegi sem gagnkynhneigðir þurfi ekki að mæta. „Ég vildi óska þess að við byggjum í heimi þar sem þetta væri álitið venjulegt og ekkert tiltökumál,“ sagði prinsinn. Hann sagði það vera sérstaklega viðkvæmt í ljósi þeirrar stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í verandi kóngafólk. „Það eru svo margar hindranir, hatursfull ummæli, ofsóknir, mismunun og þessháttar, það er það sem gerir mig áhyggjufullan,“ bætti hann við og sagði það væri verkefni allra að leiðrétta slíkan hugsunarhátt og gera hann hluta að fortíðinni. Prince William says he would "fully support" his child if they were gay But he would worry about the "barriers, hateful words, persecution and discrimination that might come" [Tap to expand] https://t.co/YOI7eiiENspic.twitter.com/1LEOoY1j3e — BBC News (UK) (@BBCNews) June 26, 2019
Bretland Hinsegin Kóngafólk Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira