Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 20:30 Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu telja að börn þeirra þurfi auka þjónustu samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlaða í bænum. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. „Það er auðvitað ekki þannig að allir séu með þjónustu þau séu með skilgreinda fötlun. Það getur verið breytilegt eftir aldri og annað. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt við það nei,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, aðspurð hvort hún telji hlutfall fatlaðs fólks án þjónustu ekki hátt í bænum. Í nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er sveitarfélögum gert skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður fatlaðs fólks og gera því grein fyrir rétti til þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. „Lögin um stuðning við fatlaða með langvarandi stuðningsþarfir eru ný. Þau voru sett á í lok árs 2018. Það hafa ekki enn komið fram leiðbeiningar frá ráðuneytinu hvernig sveitarfélögum ber að framfylgja þessum lögum að fullu. Á meðan þá erum við að veita góða þjónustu og alltaf að vinna í því að bæta hana,“ segir hún.Nú er augljóst að það ríkir ekki almenn ánægja með félagsþjónustuna hjá ykkur, eins og kemur fram í þessari skýrslu, hvernig ætlið þið að bregðast við þessu?„Ég er ekki sammála því, af þeim tólf sem njóta þjónustu er mikill meiri hluti ánægður með þjónustuna. Það eru aðeins tveir sem eru mjög óánægðir. Ég er ekki sammála þessari yfirlýsingu að það ríki almenn óánægja. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera enn þá betur en við gerum í dag,“ segir hún. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Sjá meira
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu telja að börn þeirra þurfi auka þjónustu samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlaða í bænum. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. „Það er auðvitað ekki þannig að allir séu með þjónustu þau séu með skilgreinda fötlun. Það getur verið breytilegt eftir aldri og annað. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt við það nei,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, aðspurð hvort hún telji hlutfall fatlaðs fólks án þjónustu ekki hátt í bænum. Í nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er sveitarfélögum gert skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður fatlaðs fólks og gera því grein fyrir rétti til þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. „Lögin um stuðning við fatlaða með langvarandi stuðningsþarfir eru ný. Þau voru sett á í lok árs 2018. Það hafa ekki enn komið fram leiðbeiningar frá ráðuneytinu hvernig sveitarfélögum ber að framfylgja þessum lögum að fullu. Á meðan þá erum við að veita góða þjónustu og alltaf að vinna í því að bæta hana,“ segir hún.Nú er augljóst að það ríkir ekki almenn ánægja með félagsþjónustuna hjá ykkur, eins og kemur fram í þessari skýrslu, hvernig ætlið þið að bregðast við þessu?„Ég er ekki sammála því, af þeim tólf sem njóta þjónustu er mikill meiri hluti ánægður með þjónustuna. Það eru aðeins tveir sem eru mjög óánægðir. Ég er ekki sammála þessari yfirlýsingu að það ríki almenn óánægja. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera enn þá betur en við gerum í dag,“ segir hún.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Sjá meira