Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2019 18:45 Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Hveragerðisbæ fá falleinkunn og augljóst sé að endurskoða þurfi alla verkferla. Við gerð skýrslunnar náðist í 22 notendur þjónustunnar í bænum og í ljós kom að 10 þeirra eru án þjónustu. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er sveitarfélögum skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður þeirra og gera grein fyrir rétti á þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir skýrsluna sýna að verkferlar séu ekki til gagnvart fötluðu fólki sem sinna þarf í bæjarfélaginu. „Svo finnst okkur skýrslan í raun og veru gefa Hveragerðisbæ falleinkunn. Að okkar viti er þessi skýrsla ekki neitt fagnaðarefni. Hún gefur til kynna virkilega að hveragerðisbær og stjórnendur þar þurfa að taka sig dálítið vel á til að mæta þeim lögum, kröfum og réttindum sem fatlað fólk á í dag,“ segir hún.Bæjarstjórinn ber mikla ábyrgð Sex af þeim tólf sem fá þjónustu í bænum telja að börn þeirra þurfi þó aukna þjónustu. Þau telja að erfiðlega hafi gengið að fá hana þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. Enda er aðeins ein umsókn í bið hjá Velferðarþjónustu Árnesþings. Þuríður bendir á að bæjarstjórinn í Hveragerði sé líka formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga. „Hún hefur gríðarlega stóru og miklu ábyrgðarhlutverki að gegna sem formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, ekki síður en sveitastjóri sveitarfélags. Þarna getur hún markað línur og stigið fram með mjög röggsömum og ákveðnum hætti. Lagfært það sem að henni snýr í hennar sveitarfélagi og þar með gefið tóninn til annarra sveitarfélaga,“ segir hún. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Hveragerðisbæ fá falleinkunn og augljóst sé að endurskoða þurfi alla verkferla. Við gerð skýrslunnar náðist í 22 notendur þjónustunnar í bænum og í ljós kom að 10 þeirra eru án þjónustu. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er sveitarfélögum skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður þeirra og gera grein fyrir rétti á þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir skýrsluna sýna að verkferlar séu ekki til gagnvart fötluðu fólki sem sinna þarf í bæjarfélaginu. „Svo finnst okkur skýrslan í raun og veru gefa Hveragerðisbæ falleinkunn. Að okkar viti er þessi skýrsla ekki neitt fagnaðarefni. Hún gefur til kynna virkilega að hveragerðisbær og stjórnendur þar þurfa að taka sig dálítið vel á til að mæta þeim lögum, kröfum og réttindum sem fatlað fólk á í dag,“ segir hún.Bæjarstjórinn ber mikla ábyrgð Sex af þeim tólf sem fá þjónustu í bænum telja að börn þeirra þurfi þó aukna þjónustu. Þau telja að erfiðlega hafi gengið að fá hana þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. Enda er aðeins ein umsókn í bið hjá Velferðarþjónustu Árnesþings. Þuríður bendir á að bæjarstjórinn í Hveragerði sé líka formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga. „Hún hefur gríðarlega stóru og miklu ábyrgðarhlutverki að gegna sem formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, ekki síður en sveitastjóri sveitarfélags. Þarna getur hún markað línur og stigið fram með mjög röggsömum og ákveðnum hætti. Lagfært það sem að henni snýr í hennar sveitarfélagi og þar með gefið tóninn til annarra sveitarfélaga,“ segir hún.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira