Dagur lausnarsteina daggar og kraftagrasa Davíð Stefánsson skrifar 24. júní 2019 10:00 Þjóðtrúin segir mjög heilnæmt að velta sér nakinn upp úr dögg Jónsmessunætur. Því ekki að taka þá trú lengra og kanna heilnæmi daggarinnar á öðrum fallegum íslenskum sumarmorgnum? Sumarið er tíminn. Vísir/getty Í dag 24. júní er Jónsmessa og hin magnaða Jónsmessunótt var síðastliðna nótt. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu hefst einnig sólmánuður á mánudegi í níundu viku sumars. Nafnið Jónsmessa er dregið af fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Að fornu átti Jónsmessa að vera á sumarsólstöðum 24. júní og fæðingarhátíð Krists á vetrarsólstöðum 24. desember. Með betri stjarnfræði skeikaði þremur dögum á hinum raunverulegu sólhvörfum og tímatalinu. Því eru Jónsmessa og jól þremur dögum á eftir hinum stjarnfræðilegu sumar- og vetrarsólstöðum. Á norðlægum slóðum, þar sem mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins, höfðu sólstöðuhátíðir mikið gildi. Blótdrykkjur voru tíðkaðar og hátíðarhöld. Hér á landi var Jónsmessa lengi í hávegum höfð og var auk þess helgidagur að kaþólskum sið. Það var aflagt með kóngsbréfi árið 1770, löngu eftir siðaskipti. Í íslenskri þjóðtrú kallast ýmsir kraftar á yfir Jónsmessuna. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð. Upp úr stendur sú gamla trú að heilsusamlegt sé að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Þá öðlaðist döggin mikinn lækningamátt. Það þótti því góður siður og flestra meina bót að hlaupa berstrípaður út í nóttina og velta sér upp úr dögginni. Óskir fái menn uppfylltar og hamingjan ríki enda verður manni ekki misdægurt næsta árið á eftir. En þetta er einnig tími kraftagrasa og náttúrusteina. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp margvíslegir náttúrusteinar í tjörnum og sjó. Þeir hafa töframátt, eru svokallaðir lausnarsteinar sem hjálpa bæði konum og kúm. Þá sé hægt að finna ýmis nýtileg grös enda verða töfrajurtir þá sérlega áhrifamiklar. Hér skal ekki gert lítið úr þeirri þjóðtrú að á Jónsmessunótt tali kýrnar mannamál. En ef miðað er við þjóðtrúna eru þær reyndar sítalandi. Sumar eru sagðar tala á nýársnótt. Miðsumarshátíðir njóta mikilla vinsælda á Norðurlöndum en hér á landi eru ýmsar yfirnáttúrulegar verur tengdar sólstöðum. Þannig er hin sænska miðsumarshátíð sagður töfrandi tími rómantíkur enda er þetta árstími brúðkaupa. Þar bera konur gjarnan blómakransa á höfði. Þeim ógiftu er ráðlagt að tína sjö ólíkar blómategundir í krans og leggja undir kodda. Þá muni þeim birtast þeirra töfrandi draumaprins. [email protected] Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Í dag 24. júní er Jónsmessa og hin magnaða Jónsmessunótt var síðastliðna nótt. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu hefst einnig sólmánuður á mánudegi í níundu viku sumars. Nafnið Jónsmessa er dregið af fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Að fornu átti Jónsmessa að vera á sumarsólstöðum 24. júní og fæðingarhátíð Krists á vetrarsólstöðum 24. desember. Með betri stjarnfræði skeikaði þremur dögum á hinum raunverulegu sólhvörfum og tímatalinu. Því eru Jónsmessa og jól þremur dögum á eftir hinum stjarnfræðilegu sumar- og vetrarsólstöðum. Á norðlægum slóðum, þar sem mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins, höfðu sólstöðuhátíðir mikið gildi. Blótdrykkjur voru tíðkaðar og hátíðarhöld. Hér á landi var Jónsmessa lengi í hávegum höfð og var auk þess helgidagur að kaþólskum sið. Það var aflagt með kóngsbréfi árið 1770, löngu eftir siðaskipti. Í íslenskri þjóðtrú kallast ýmsir kraftar á yfir Jónsmessuna. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð. Upp úr stendur sú gamla trú að heilsusamlegt sé að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Þá öðlaðist döggin mikinn lækningamátt. Það þótti því góður siður og flestra meina bót að hlaupa berstrípaður út í nóttina og velta sér upp úr dögginni. Óskir fái menn uppfylltar og hamingjan ríki enda verður manni ekki misdægurt næsta árið á eftir. En þetta er einnig tími kraftagrasa og náttúrusteina. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp margvíslegir náttúrusteinar í tjörnum og sjó. Þeir hafa töframátt, eru svokallaðir lausnarsteinar sem hjálpa bæði konum og kúm. Þá sé hægt að finna ýmis nýtileg grös enda verða töfrajurtir þá sérlega áhrifamiklar. Hér skal ekki gert lítið úr þeirri þjóðtrú að á Jónsmessunótt tali kýrnar mannamál. En ef miðað er við þjóðtrúna eru þær reyndar sítalandi. Sumar eru sagðar tala á nýársnótt. Miðsumarshátíðir njóta mikilla vinsælda á Norðurlöndum en hér á landi eru ýmsar yfirnáttúrulegar verur tengdar sólstöðum. Þannig er hin sænska miðsumarshátíð sagður töfrandi tími rómantíkur enda er þetta árstími brúðkaupa. Þar bera konur gjarnan blómakransa á höfði. Þeim ógiftu er ráðlagt að tína sjö ólíkar blómategundir í krans og leggja undir kodda. Þá muni þeim birtast þeirra töfrandi draumaprins. [email protected]
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira