Flugfélagið Air Canada rannsakar nú hvernig það skeði að farþegi var skilinn eftir sofandi í vél félagsins eftir að allir höfðu farið frá borði. BBC greinir frá.
Farþeginn, Tiffani Adams, var á leið frá Quebec til borgarinnar Toronto 9. Júní síðastliðinn þegar hún sofnaði, eins og mörgum er tamt að gera í flugferðum. Þegar Tiffani hins vegar vaknaði beið hennar ekkert nema köld og dimm mannlaus flugvél.
„Ég vaknaði um miðnætti, nokkrum tímum eftir lendingu, ísköld og enn föst í sætisbeltinu í myrkri flugvélinni,“ segir Adams.
Adams segist hafa náð að nota síðustu dreggjar símarafhlöðu sinnar til þess að hringja í vinkonu sína og greina henni frá ástandinu, eftir að síminn hafði lagt upp laupana gat hún ekki hlaðið hann vegna þess að slökkt var á flugvélinni enda lent og mannlaus.
Adams náði því næst að vekja athygli á stöðu sinni með ljósmerkjum og það var loks starfsmaður í farangursþjónustu sem varð hennar var.
Flugfélagið Air Canada hefur staðfest að frásögn Adams sé sönn og hefur hafið rannsókn á málinu.
