Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2019 18:30 Meðal tillagna er að hækka verð á gosdrykkjum um hið minnsta 20 prósent. Auk þess verða verslanir hvattar til að hætta að vera með nammibari. Vísir Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. Í staðinn á að lækka verð á grænmæti og ávöxtum. Að sama skapi verða verslanir hvattar til að hætta með tilboð á óhollustu, eins og að láta gos fylgja með skyndibitatilboðum, enda sé sykurneysla á Íslandi sú mesta á Norðurlöndum. Aðgerðirnar eru í 14 liðum og tæpa á fjölmörgum þáttum, enda nauðsynlegt að hrinda í framkvæmd fjölda samstilltra aðgerða með aðkomu margra, eins og það er orðað í aðgerðaáætluninni sem Embætti landlæknis vann fyrir heilbrigðisráðherra. Kannanir sýni að sykurneysla sé mikil hér á landi í norrænum samanburði, langt umfram alþjóðlegar ráðleggingar, sem hafi haft mikil áhrif á heilsufar landsmanna með tilheyrandi kostnaði og álagi á heilbrigðiskerfið. Það sé því til mikils að vinna að draga úr neyslu á sykurríkum vörum, þar með talið gos- og orkudrykkjum. Þannig byggja tillögurnar að aðgerðunum m.a. á Lýðheilsustefnu og aðgerðum sem stuðla að heilsueflandi samfélagi til 2030, Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði mataræðis og næringar 2015-2020, Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna langvinnra sjúkdóma 2013-2020 og Aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu sem gerð var árið 2013. Efst á blaði í aðgerðaáætluninni er að hækka álögur á óhollustu og lækka verð á hollustu. Vaxandi vísindalegur grunnur sé fyrir því að skattar á sykruð matvæli séu sú aðgerð sem ber hvað mestan árangur til að draga úr sykurneyslu, ekki síst meðal barna og ungmenna.Því er það sagt forgangsmál í aðgerðaáætluninni að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gos- og svaladrykkjum og sælgæti um a.m.k. 20% prósent. Þetta sé hægt að framkvæma strax með því að færa þessar vörur í hærra þrep virðisaukaskatts og leggja samhliða á þær vörugjöld. Fjármunina sem koma inn með þessari verðhækkun megi svo nýta til að lækka á móti verð á grænmeti og ávöxtum, jafnvel um 10 til 30%, til dæmis með því að afnema virðisaukaskatt. Þannig megi stuðla að auknu aðgengi að þessum hollustuvörum óháð efnahag og auka þannig jöfnuð til heilsu.Fyrri sykurskattur missti marks Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem lagður væri skattur á sykraðar vörur. Það var gert árið 2013, þegar sett voru vörugjöld á vörur sem innihéldu sykur eftir sykurinnihaldi. Landlæknir gangrýnir þær aðgerðir og segir þær ekki hafa haft lýðheilsusjónarmið í fyrirrúmi.Þá hafi sykraðir gosdrykkir „einungis“ hækkað um 5 krónur á lítra og súkkulaði lækkað í verði, þar sem vörugjöld sem fyrir voru á súkkulaði voru hærri en þau vörugjöld sem lögð voru á eftir sykurinnihaldi.Sjá einnig: Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst „Embætti landlæknis benti þá á að þessi aðgerð væri ekki líkleg til árangurs heldur væri áþreifanleg hækkun á verði gosdrykkja og sælgætis árangursríkari leið til að draga úr sykurneyslu landsmanna og virka þannig sem forvarnaraðgerð til að draga úr óheilbrigðum neysluvenjum. Það hafa því í raun aldrei verið settar álögur á sykruð matvæli á Íslandi út frá lýðheilsusjónarmiðum,“ eins og segir í aðgerðaráætluninni. Úr þessu má lesa að þessar nýju tillögur séu taldar betur til þess fallnar að ná markmiðum fyrri sykurskatts, sem afnuminn var í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks árið 2015.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fól Embætti landlæknis að gera aðgerðaáætlun til að draga úr sykurneyslu landsmanna.visir/vilhelmFaglegt, ekki pólitískt Aðspurð um hvort stuðningur sé fyrir upptöku sykurskatts, sem tveir af þremur stjórnarflokkum hafa áður sett sig upp á móti, leggur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, áherslu á að tillögurnar séu unnar á vísindalegum grunni, ekki pólitískum. „Þetta eru faglega framsettar tillögur sem að Embætti landlæknis setur fram, sem er ráðgjafi stjórnvalda í heilbrigðismálum á hverjum tíma, og hefur á skipa sérfræðingum í þessu efni. Það er ekki pólitísk framsetning tillagna sem einkennir Embætti landlæknis,“ segir Svandís. Meðal annarra aðgerða sem embættið leggur til er að auka framboð af hollum mat í íþróttamannvirkjum og að draga úr markaðssetningu á óhollum matvælum sem beint er að börnum. Að sama skapi verður verslunum ráðlagt að selja ekki sælgæti í svokölluðum nammibörum og til að hafa hvorki sælgæti við kassa né í augnhæð barna. Auk þess verði verslanir hvattar til að hætta með tilboð á óhollustu, t.d. afslætti á sælgæti, og bjóða ekki gosdrykki frítt eða á lægra verði með skyndibitatilboðum. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi á föstudag að skipa starfshóp þriggja ráðuneyta sem vinna mun að innleiðingu áætlunarinnar. Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir Hagnaður ríkissjóðs fram úr áætlun þar sem sykurskattur breytti ekki neysluvenjum Markmiðin með sykurskattnum voru tvö að sögn Emils Karlssonar. Breyta neyslu fólks úr óhollustu og sykri yfir í meiri hollustu og svo auka tekjur ríkissjóðs. Hið síðara tókst. 15. apríl 2015 07:00 Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32 Mikilvægt að láta reyna aftur á sykurskattinn Niðurstöður nýrrar meistararitgerðar benda til þess að sykurskattur geti haft áhrif á neyslu fólks ef hann er nógu hár. 12. júní 2017 07:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. Í staðinn á að lækka verð á grænmæti og ávöxtum. Að sama skapi verða verslanir hvattar til að hætta með tilboð á óhollustu, eins og að láta gos fylgja með skyndibitatilboðum, enda sé sykurneysla á Íslandi sú mesta á Norðurlöndum. Aðgerðirnar eru í 14 liðum og tæpa á fjölmörgum þáttum, enda nauðsynlegt að hrinda í framkvæmd fjölda samstilltra aðgerða með aðkomu margra, eins og það er orðað í aðgerðaáætluninni sem Embætti landlæknis vann fyrir heilbrigðisráðherra. Kannanir sýni að sykurneysla sé mikil hér á landi í norrænum samanburði, langt umfram alþjóðlegar ráðleggingar, sem hafi haft mikil áhrif á heilsufar landsmanna með tilheyrandi kostnaði og álagi á heilbrigðiskerfið. Það sé því til mikils að vinna að draga úr neyslu á sykurríkum vörum, þar með talið gos- og orkudrykkjum. Þannig byggja tillögurnar að aðgerðunum m.a. á Lýðheilsustefnu og aðgerðum sem stuðla að heilsueflandi samfélagi til 2030, Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði mataræðis og næringar 2015-2020, Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna langvinnra sjúkdóma 2013-2020 og Aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu sem gerð var árið 2013. Efst á blaði í aðgerðaáætluninni er að hækka álögur á óhollustu og lækka verð á hollustu. Vaxandi vísindalegur grunnur sé fyrir því að skattar á sykruð matvæli séu sú aðgerð sem ber hvað mestan árangur til að draga úr sykurneyslu, ekki síst meðal barna og ungmenna.Því er það sagt forgangsmál í aðgerðaáætluninni að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gos- og svaladrykkjum og sælgæti um a.m.k. 20% prósent. Þetta sé hægt að framkvæma strax með því að færa þessar vörur í hærra þrep virðisaukaskatts og leggja samhliða á þær vörugjöld. Fjármunina sem koma inn með þessari verðhækkun megi svo nýta til að lækka á móti verð á grænmeti og ávöxtum, jafnvel um 10 til 30%, til dæmis með því að afnema virðisaukaskatt. Þannig megi stuðla að auknu aðgengi að þessum hollustuvörum óháð efnahag og auka þannig jöfnuð til heilsu.Fyrri sykurskattur missti marks Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem lagður væri skattur á sykraðar vörur. Það var gert árið 2013, þegar sett voru vörugjöld á vörur sem innihéldu sykur eftir sykurinnihaldi. Landlæknir gangrýnir þær aðgerðir og segir þær ekki hafa haft lýðheilsusjónarmið í fyrirrúmi.Þá hafi sykraðir gosdrykkir „einungis“ hækkað um 5 krónur á lítra og súkkulaði lækkað í verði, þar sem vörugjöld sem fyrir voru á súkkulaði voru hærri en þau vörugjöld sem lögð voru á eftir sykurinnihaldi.Sjá einnig: Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst „Embætti landlæknis benti þá á að þessi aðgerð væri ekki líkleg til árangurs heldur væri áþreifanleg hækkun á verði gosdrykkja og sælgætis árangursríkari leið til að draga úr sykurneyslu landsmanna og virka þannig sem forvarnaraðgerð til að draga úr óheilbrigðum neysluvenjum. Það hafa því í raun aldrei verið settar álögur á sykruð matvæli á Íslandi út frá lýðheilsusjónarmiðum,“ eins og segir í aðgerðaráætluninni. Úr þessu má lesa að þessar nýju tillögur séu taldar betur til þess fallnar að ná markmiðum fyrri sykurskatts, sem afnuminn var í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks árið 2015.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fól Embætti landlæknis að gera aðgerðaáætlun til að draga úr sykurneyslu landsmanna.visir/vilhelmFaglegt, ekki pólitískt Aðspurð um hvort stuðningur sé fyrir upptöku sykurskatts, sem tveir af þremur stjórnarflokkum hafa áður sett sig upp á móti, leggur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, áherslu á að tillögurnar séu unnar á vísindalegum grunni, ekki pólitískum. „Þetta eru faglega framsettar tillögur sem að Embætti landlæknis setur fram, sem er ráðgjafi stjórnvalda í heilbrigðismálum á hverjum tíma, og hefur á skipa sérfræðingum í þessu efni. Það er ekki pólitísk framsetning tillagna sem einkennir Embætti landlæknis,“ segir Svandís. Meðal annarra aðgerða sem embættið leggur til er að auka framboð af hollum mat í íþróttamannvirkjum og að draga úr markaðssetningu á óhollum matvælum sem beint er að börnum. Að sama skapi verður verslunum ráðlagt að selja ekki sælgæti í svokölluðum nammibörum og til að hafa hvorki sælgæti við kassa né í augnhæð barna. Auk þess verði verslanir hvattar til að hætta með tilboð á óhollustu, t.d. afslætti á sælgæti, og bjóða ekki gosdrykki frítt eða á lægra verði með skyndibitatilboðum. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi á föstudag að skipa starfshóp þriggja ráðuneyta sem vinna mun að innleiðingu áætlunarinnar.
Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir Hagnaður ríkissjóðs fram úr áætlun þar sem sykurskattur breytti ekki neysluvenjum Markmiðin með sykurskattnum voru tvö að sögn Emils Karlssonar. Breyta neyslu fólks úr óhollustu og sykri yfir í meiri hollustu og svo auka tekjur ríkissjóðs. Hið síðara tókst. 15. apríl 2015 07:00 Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32 Mikilvægt að láta reyna aftur á sykurskattinn Niðurstöður nýrrar meistararitgerðar benda til þess að sykurskattur geti haft áhrif á neyslu fólks ef hann er nógu hár. 12. júní 2017 07:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hagnaður ríkissjóðs fram úr áætlun þar sem sykurskattur breytti ekki neysluvenjum Markmiðin með sykurskattnum voru tvö að sögn Emils Karlssonar. Breyta neyslu fólks úr óhollustu og sykri yfir í meiri hollustu og svo auka tekjur ríkissjóðs. Hið síðara tókst. 15. apríl 2015 07:00
Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32
Mikilvægt að láta reyna aftur á sykurskattinn Niðurstöður nýrrar meistararitgerðar benda til þess að sykurskattur geti haft áhrif á neyslu fólks ef hann er nógu hár. 12. júní 2017 07:00