Meðmælaganga með lífinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Þór segir sólstöðugönguna í ár þá 35. hér á landi. Hann heldur á flaggi sem hann segir tákn fyrir gönguna, hannað af Ágústu Snæland. Fréttablaðið/Eyþór Árnason „Sólstöðuganga er meðmælaganga með lífinu og menningunni,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Hann tekur þátt í slíkri göngu sem Borgarsögusafn stendur fyrir í Viðey annað kvöld. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri leiðir gönguna og segir frá sögu eyjarinnar og Þór segir frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ávarpar göngufólk og Árný Helgadóttir kraftgöngukona leiðir léttar og hressandi æfingar. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 20 og til baka ekki seinna en klukkan 23, gengið á sögulegar slóðir og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti og drykk til að njóta við eldinn áður en gengið verður til baka að ferjunni. Þór segir tilgang sólstöðugöngu í senn jarðbundinn og háfleygan. „Annars vegar er auðvitað heilsusamlegt og upplífgandi að taka þátt í rólegri hópgöngu fólks á öllum aldri, njóta samveru skyldmenna eða kynna við ókunnuga – og þar við bætist fróðleikur leiðsögumanna um náttúru og sögu og það sem fyrir augu ber á göngunni. Hins vegar er göngunni ætlað að vera stund til að leiða hugann að ráðgátum tilverunnar og gleðjast yfir lífinu þrátt fyrir strit og erfiðleika og gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hinu mikla leikriti í nokkur ár.“ Vísindamaðurinn Þór segir jörðina á öðrum „enda“ sporbaugsbrautar sinnar um sólu á morgun, lengsti dagur dagur ársins á norðurhveli en vetrarsólstöður á suðurhveli. „Viðsnúningurinn gerist á sömu mínútunni um alla jörðina og það er magnað. Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags segja höfundarnir, Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson stjarnfræðingar, að það gerist að þessu sinni klukkan 15.54 að íslenskum tíma.“ Þór telur sólstöðumínútuna vera tímamót á för jarðar um sólu og mælir með því að fólk fagni þeim tímamótum með íhugun í þögn. „Við getum ekki gert það saman í Viðey þar sem gangan er að kvöldlagi en stöldrum við, engu að síður, klukkan 15.54, í einrúmi, fá eða mörg saman og hugsum til meðbræðra og systra um alla jörð.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Veður Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Sjá meira
„Sólstöðuganga er meðmælaganga með lífinu og menningunni,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Hann tekur þátt í slíkri göngu sem Borgarsögusafn stendur fyrir í Viðey annað kvöld. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri leiðir gönguna og segir frá sögu eyjarinnar og Þór segir frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ávarpar göngufólk og Árný Helgadóttir kraftgöngukona leiðir léttar og hressandi æfingar. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 20 og til baka ekki seinna en klukkan 23, gengið á sögulegar slóðir og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti og drykk til að njóta við eldinn áður en gengið verður til baka að ferjunni. Þór segir tilgang sólstöðugöngu í senn jarðbundinn og háfleygan. „Annars vegar er auðvitað heilsusamlegt og upplífgandi að taka þátt í rólegri hópgöngu fólks á öllum aldri, njóta samveru skyldmenna eða kynna við ókunnuga – og þar við bætist fróðleikur leiðsögumanna um náttúru og sögu og það sem fyrir augu ber á göngunni. Hins vegar er göngunni ætlað að vera stund til að leiða hugann að ráðgátum tilverunnar og gleðjast yfir lífinu þrátt fyrir strit og erfiðleika og gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hinu mikla leikriti í nokkur ár.“ Vísindamaðurinn Þór segir jörðina á öðrum „enda“ sporbaugsbrautar sinnar um sólu á morgun, lengsti dagur dagur ársins á norðurhveli en vetrarsólstöður á suðurhveli. „Viðsnúningurinn gerist á sömu mínútunni um alla jörðina og það er magnað. Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags segja höfundarnir, Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson stjarnfræðingar, að það gerist að þessu sinni klukkan 15.54 að íslenskum tíma.“ Þór telur sólstöðumínútuna vera tímamót á för jarðar um sólu og mælir með því að fólk fagni þeim tímamótum með íhugun í þögn. „Við getum ekki gert það saman í Viðey þar sem gangan er að kvöldlagi en stöldrum við, engu að síður, klukkan 15.54, í einrúmi, fá eða mörg saman og hugsum til meðbræðra og systra um alla jörð.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Veður Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Sjá meira